Gengið frá sölu QuizUp til Bandaríkjanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. desember 2016 11:44 Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla. Vísir/Vilhelm Íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla hefur náð samkomulagi við bandaríska fyrirtækið Glu Mobile um sölu á tölvuleiknum QuizUp. Heildarverðmæti kaupsamningsins er í kringum 7,5 milljónir dollara en er að hluta greitt með uppgjöri skulda milli fyrirtækjanna, að því er segir í tilkynningu frá Plain Vanilla. Þann 31. ágúst síðastliðinn var greint frá því að öllu starfsfólki Plain Vanilla hér á landi hefði verið sagt upp. Ástæðan var sú að hætt var við sjónvarpsútgáfa QuizUp sem gera átti í samstarfi við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC. Í tilkynningunni nú kemur fram að í kjölfar sölunnar munu Plain Vanilla Corp. í Bandaríkjunum og Plain Vanilla á Íslandi hætta rekstri. Félögin munu hins vegar standa skil á öllum skuldbindingum við starfsmenn sína og lánardrottna. QuizUp kom fyrst út í nóvember 2013. Hafa nú um 80 milljónir manna hlaðið leiknum niður síðan þá en um 20 til 30 þúsund notendur bætast við daglega. „Þetta hefur verið ótrúlegt ævintýri. Á annað hundrað Íslendingar hafa fengið mikilvæga reynslu í gegnum störf sín hjá fyrirtækinu sem náði ótrúlega langt í þessum harða iðnaði. Einnig tókst okkur að búa til einn eftirsóttasta og skemmtilegasta vinnustað á Íslandi sem lifa mun í minningu allra þeirra sem þar störfuðu. Ég er mjög þakklátur öllu starfsfólki, samstarfsaðilum og fjárfestum sem komið hafa að þessu verkefni síðastliðin fimm ár. Þó að það sé erfitt að sjá á eftir barninu okkar til Bandaríkjanna þá erum við um leið spennt fyrir því sem er framundan. Þá vona ég að Glu Mobile haldi uppi merkjum QuizUp með sóma og ég hef verið fullvissaður um að það hyggist fyrirtækið gera,“ er haft eftir Þorsteini B. Friðrikssyni, stofnanda Plain Vanilla í tilkynningu. Tengdar fréttir Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00 Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Stofnandi Plain Vanilla viðurkennir þó að hann myndi taka tilboðinu yrði honum boðið það í dag. 31. ágúst 2016 19:53 Öllum starfsmönnum Plain Vanilla sagt upp Loka skrifstofu sinni hér á landi og öllum 36 starfsmönnum sagt upp störfum. Þetta gerist í kjölfar ákvörðunar NBC að framleiða ekki sjónvarpsþátt byggðan á spurningaleiknum QuizUp. 31. ágúst 2016 11:56 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla hefur náð samkomulagi við bandaríska fyrirtækið Glu Mobile um sölu á tölvuleiknum QuizUp. Heildarverðmæti kaupsamningsins er í kringum 7,5 milljónir dollara en er að hluta greitt með uppgjöri skulda milli fyrirtækjanna, að því er segir í tilkynningu frá Plain Vanilla. Þann 31. ágúst síðastliðinn var greint frá því að öllu starfsfólki Plain Vanilla hér á landi hefði verið sagt upp. Ástæðan var sú að hætt var við sjónvarpsútgáfa QuizUp sem gera átti í samstarfi við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC. Í tilkynningunni nú kemur fram að í kjölfar sölunnar munu Plain Vanilla Corp. í Bandaríkjunum og Plain Vanilla á Íslandi hætta rekstri. Félögin munu hins vegar standa skil á öllum skuldbindingum við starfsmenn sína og lánardrottna. QuizUp kom fyrst út í nóvember 2013. Hafa nú um 80 milljónir manna hlaðið leiknum niður síðan þá en um 20 til 30 þúsund notendur bætast við daglega. „Þetta hefur verið ótrúlegt ævintýri. Á annað hundrað Íslendingar hafa fengið mikilvæga reynslu í gegnum störf sín hjá fyrirtækinu sem náði ótrúlega langt í þessum harða iðnaði. Einnig tókst okkur að búa til einn eftirsóttasta og skemmtilegasta vinnustað á Íslandi sem lifa mun í minningu allra þeirra sem þar störfuðu. Ég er mjög þakklátur öllu starfsfólki, samstarfsaðilum og fjárfestum sem komið hafa að þessu verkefni síðastliðin fimm ár. Þó að það sé erfitt að sjá á eftir barninu okkar til Bandaríkjanna þá erum við um leið spennt fyrir því sem er framundan. Þá vona ég að Glu Mobile haldi uppi merkjum QuizUp með sóma og ég hef verið fullvissaður um að það hyggist fyrirtækið gera,“ er haft eftir Þorsteini B. Friðrikssyni, stofnanda Plain Vanilla í tilkynningu.
Tengdar fréttir Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00 Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Stofnandi Plain Vanilla viðurkennir þó að hann myndi taka tilboðinu yrði honum boðið það í dag. 31. ágúst 2016 19:53 Öllum starfsmönnum Plain Vanilla sagt upp Loka skrifstofu sinni hér á landi og öllum 36 starfsmönnum sagt upp störfum. Þetta gerist í kjölfar ákvörðunar NBC að framleiða ekki sjónvarpsþátt byggðan á spurningaleiknum QuizUp. 31. ágúst 2016 11:56 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00
Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Stofnandi Plain Vanilla viðurkennir þó að hann myndi taka tilboðinu yrði honum boðið það í dag. 31. ágúst 2016 19:53
Öllum starfsmönnum Plain Vanilla sagt upp Loka skrifstofu sinni hér á landi og öllum 36 starfsmönnum sagt upp störfum. Þetta gerist í kjölfar ákvörðunar NBC að framleiða ekki sjónvarpsþátt byggðan á spurningaleiknum QuizUp. 31. ágúst 2016 11:56