Jepplingar og jeppar 26,7% af bílasölu í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2016 13:58 Mikil aukning hefur verið á sölu jepplinga og jeppa um allan á heim á síðustu misserum og sker Evrópa sig ekki úr hvað það varðar. Aukningin í jepplinga- og jeppasölu (SUV) í álfunni í ár nemur 16,1% og eru 26,7% allra seldra nýrra bíla. Söluaukningin í heild í bílasölu í Evrópu á fyrstu 11 mánuðum ársins er 6,8% og heildarsalan komin í 13,9 milljón bíla. Aukningin í nóvember var 5%, svo ef til vill er að hægjast aðeins á aukningunni, en engu að síður er spáð ágætu bílasöluári 2017. Mest aukning í bílasölu í álfunni var á Spáni, eða 13% og í Frakklandi var 8,2% vöxtur. Volkswagen er enn langstærsti bílasali í Evrópu með 24,56% hlutdeild, en er samt með 0,28% minni hlutdeild í ár en í fyrra. Renault-Nissan er næststærsti bílasalinn með 14,1% hlutdeild og 0,72% hlutdeildaraukningu á milli ára. Mercedes Benz var með mestu hlutdeildaraukninguna, eða 0,83% og er fimmsti stærsti bílasalinn í álfunni. Mestu hlutdeildinni tapaði hinsvegar Peugeot/Citroën, eða 1,19%, en er samt þriðja stærsta bílasölufyrirtækið. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent
Mikil aukning hefur verið á sölu jepplinga og jeppa um allan á heim á síðustu misserum og sker Evrópa sig ekki úr hvað það varðar. Aukningin í jepplinga- og jeppasölu (SUV) í álfunni í ár nemur 16,1% og eru 26,7% allra seldra nýrra bíla. Söluaukningin í heild í bílasölu í Evrópu á fyrstu 11 mánuðum ársins er 6,8% og heildarsalan komin í 13,9 milljón bíla. Aukningin í nóvember var 5%, svo ef til vill er að hægjast aðeins á aukningunni, en engu að síður er spáð ágætu bílasöluári 2017. Mest aukning í bílasölu í álfunni var á Spáni, eða 13% og í Frakklandi var 8,2% vöxtur. Volkswagen er enn langstærsti bílasali í Evrópu með 24,56% hlutdeild, en er samt með 0,28% minni hlutdeild í ár en í fyrra. Renault-Nissan er næststærsti bílasalinn með 14,1% hlutdeild og 0,72% hlutdeildaraukningu á milli ára. Mercedes Benz var með mestu hlutdeildaraukninguna, eða 0,83% og er fimmsti stærsti bílasalinn í álfunni. Mestu hlutdeildinni tapaði hinsvegar Peugeot/Citroën, eða 1,19%, en er samt þriðja stærsta bílasölufyrirtækið.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent