Verð á flugeldum í nágrannalöndum lægra en á Íslandi nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 27. desember 2016 15:16 Ný reglugerð gengur í gildi hér á landi þann 15. janúar sem takmarkar púðurmagn í skottertum. vísir/vilhelm Þrátt fyrir að verð hafi lækkað á flugeldum á Íslandi frá því í fyrra er verðlag á flugeldum hér hátt, að minnsta kosti ef tekið er mið af verðlagi í nágrannalöndum okkar Þýskalandi og Bretlandi. Ef gerður er verðsamanburður má sjá að verðin í Þýskalandi eru mun lægri en hér á landi. Sem dæmi má nefna að skottertur á vefversluninni Pyroland.de kosta á bilinu 5 – 180 evrur, eða frá um 590 – 21.300 íslenskar krónur. Sú dýrasta, sem kostar 180 evrur er hundrað skota terta sem inniheldur tvö kíló af sprengiefnum. Hjá Flugeldamörkuðum björgunarsveitanna kostar ódýrasta tertan 1.000 krónur en sú dýrasta, blönduð kaka með þremur kílóum af púðri, kostar 72.9000 krónur. Kaka sem er sambærileg við dýrustu tertuna á þýsku síðunni kostar 32.900. Því er verðmunurinn á einni vöru yfir 10.000 krónur. Verðmunur er einnig á rakettum og öðrum smærri flugeldum. Til að mynda kosta þrjár stórar rakettur 25 pund, eða um 3.500 krónur, á breskum flugeldasöluvef en ein stór raketta á íslenska vefnum Flugeldasala.is kostar 2.900. Tíu rakettur í pakka kosta að sama skapi 10 evrur, eða um 1.200 krónur hjá þýsku vefversluninni Pyroland.de á meðan sambærilegur pakki kostar 6.900 krónur hjá versluninni Flugeldasala.is.Flugeldasala hefst á morgun.Vísir/ErnirVerðmunurinn stafar af háum flutningskostnaði og ólíku púðurmagni flugeldannaAð sögn Jóns Inga Sigvaldasonar, sölu- og markaðsstjóra hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, stafar verðmunur á flugeldum á milli Íslands og nágrannaríkjanna meðal annars af því að púðurmagn í skoteldunum er yfirleitt meira hér á landi. Í Evrópu er óheimilt að selja tertur með púðurmagni yfir einu kílói og því eru stærstu terturnar í Evrópu mun minni en stærstu terturnar hér á landi. Tertan sem seld er á þýsku vefsíðunni og tekin var hér að ofan sem dæmi er því strangt til tekið ólögleg þar í landi en þess má geta að hún var eina skottertan á síðunni sem innihélt púðurmagn yfir einu kílói. Ný reglugerð mun ganga í gildi þann 15. janúar á næsta ári þar sem samskonar takmarkanir verða teknar upp hér á landi. Eru þetta því síðustu áramótin þar sem tertur með púðurmagni yfir einu kílói eru seldar á íslenskum markaði. Jón Ingi telur að hár innflutningskostnaður og virðisaukaskattur spili einnig inn í. Flugeldar eru fluttir til Íslands frá Kína í gegnum Evrópu. „Það er álíka dýrt að flytja flugeldana á milli Evrópu og Íslands og að flytja þá frá Kína til Evrópu. Slíkt hækkar verð á flugeldum hér á landi.“ Hann bendir jafnframt á að virðisaukaskattur er talsvert hár hér á landi. Aðspurður um hvort fríverslunarsamningurinn við Kína, sem tók gildi 2014, hafi haft einhver áhrif segir Jón Ingi að svo sé. „Já, hann hefur haft jákvæð áhrif á verðlag flugelda hér á landi, það er alveg ljóst.“ Tengdar fréttir Óbreytt verð á flugeldum þrátt fyrir fríverslun Flugeldasalar segja verð á flugeldum standa í stað milli ára. Ástæðan sé meðal annars aukinn flutningskostnaður. Fríverslunarsamningurinn við Kína tók gildi í byrjun júlí og var tíu prósenta tollur á flugelda lagður af. 29. desember 2014 07:15 Flugeldar hækka langt umfram verðlag Landsbjörg segir álagningu ekki hafa aukist. 30. desember 2015 13:00 Margar ástæður fyrir verðhækkunum á flugeldum Markaðs- og sölustjóri Landsbjargar segir samkeppni ekki gera aðilum kleyft hækka verð óeðlilega. 30. desember 2015 15:59 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Þrátt fyrir að verð hafi lækkað á flugeldum á Íslandi frá því í fyrra er verðlag á flugeldum hér hátt, að minnsta kosti ef tekið er mið af verðlagi í nágrannalöndum okkar Þýskalandi og Bretlandi. Ef gerður er verðsamanburður má sjá að verðin í Þýskalandi eru mun lægri en hér á landi. Sem dæmi má nefna að skottertur á vefversluninni Pyroland.de kosta á bilinu 5 – 180 evrur, eða frá um 590 – 21.300 íslenskar krónur. Sú dýrasta, sem kostar 180 evrur er hundrað skota terta sem inniheldur tvö kíló af sprengiefnum. Hjá Flugeldamörkuðum björgunarsveitanna kostar ódýrasta tertan 1.000 krónur en sú dýrasta, blönduð kaka með þremur kílóum af púðri, kostar 72.9000 krónur. Kaka sem er sambærileg við dýrustu tertuna á þýsku síðunni kostar 32.900. Því er verðmunurinn á einni vöru yfir 10.000 krónur. Verðmunur er einnig á rakettum og öðrum smærri flugeldum. Til að mynda kosta þrjár stórar rakettur 25 pund, eða um 3.500 krónur, á breskum flugeldasöluvef en ein stór raketta á íslenska vefnum Flugeldasala.is kostar 2.900. Tíu rakettur í pakka kosta að sama skapi 10 evrur, eða um 1.200 krónur hjá þýsku vefversluninni Pyroland.de á meðan sambærilegur pakki kostar 6.900 krónur hjá versluninni Flugeldasala.is.Flugeldasala hefst á morgun.Vísir/ErnirVerðmunurinn stafar af háum flutningskostnaði og ólíku púðurmagni flugeldannaAð sögn Jóns Inga Sigvaldasonar, sölu- og markaðsstjóra hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, stafar verðmunur á flugeldum á milli Íslands og nágrannaríkjanna meðal annars af því að púðurmagn í skoteldunum er yfirleitt meira hér á landi. Í Evrópu er óheimilt að selja tertur með púðurmagni yfir einu kílói og því eru stærstu terturnar í Evrópu mun minni en stærstu terturnar hér á landi. Tertan sem seld er á þýsku vefsíðunni og tekin var hér að ofan sem dæmi er því strangt til tekið ólögleg þar í landi en þess má geta að hún var eina skottertan á síðunni sem innihélt púðurmagn yfir einu kílói. Ný reglugerð mun ganga í gildi þann 15. janúar á næsta ári þar sem samskonar takmarkanir verða teknar upp hér á landi. Eru þetta því síðustu áramótin þar sem tertur með púðurmagni yfir einu kílói eru seldar á íslenskum markaði. Jón Ingi telur að hár innflutningskostnaður og virðisaukaskattur spili einnig inn í. Flugeldar eru fluttir til Íslands frá Kína í gegnum Evrópu. „Það er álíka dýrt að flytja flugeldana á milli Evrópu og Íslands og að flytja þá frá Kína til Evrópu. Slíkt hækkar verð á flugeldum hér á landi.“ Hann bendir jafnframt á að virðisaukaskattur er talsvert hár hér á landi. Aðspurður um hvort fríverslunarsamningurinn við Kína, sem tók gildi 2014, hafi haft einhver áhrif segir Jón Ingi að svo sé. „Já, hann hefur haft jákvæð áhrif á verðlag flugelda hér á landi, það er alveg ljóst.“
Tengdar fréttir Óbreytt verð á flugeldum þrátt fyrir fríverslun Flugeldasalar segja verð á flugeldum standa í stað milli ára. Ástæðan sé meðal annars aukinn flutningskostnaður. Fríverslunarsamningurinn við Kína tók gildi í byrjun júlí og var tíu prósenta tollur á flugelda lagður af. 29. desember 2014 07:15 Flugeldar hækka langt umfram verðlag Landsbjörg segir álagningu ekki hafa aukist. 30. desember 2015 13:00 Margar ástæður fyrir verðhækkunum á flugeldum Markaðs- og sölustjóri Landsbjargar segir samkeppni ekki gera aðilum kleyft hækka verð óeðlilega. 30. desember 2015 15:59 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Óbreytt verð á flugeldum þrátt fyrir fríverslun Flugeldasalar segja verð á flugeldum standa í stað milli ára. Ástæðan sé meðal annars aukinn flutningskostnaður. Fríverslunarsamningurinn við Kína tók gildi í byrjun júlí og var tíu prósenta tollur á flugelda lagður af. 29. desember 2014 07:15
Flugeldar hækka langt umfram verðlag Landsbjörg segir álagningu ekki hafa aukist. 30. desember 2015 13:00
Margar ástæður fyrir verðhækkunum á flugeldum Markaðs- og sölustjóri Landsbjargar segir samkeppni ekki gera aðilum kleyft hækka verð óeðlilega. 30. desember 2015 15:59