Flugfargjöld fara sífellt lækkandi nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2016 13:16 Sífellt ódýrara er fyrir Íslendinga að ferðast út fyrir landsteinana. Mynd/Pjetur Samkvæmt verðkönnun sem gerð var af Dohop hafa flugfargjöld lækkað umtalsvert frá því í fyrra. Nú er meðalverð flugfargjalds fram og til baka frá Íslandi 45.482 krónur en það var tæpum 10 þúsund krónum hærra í desember í fyrra. Meðalverð flugfargjalda náði lágmarki í október á þessu ári, en það var aðeins 41 þúsund fyrir báðar leiðir. Í janúar á næsta ári stefnir í að meðalverðið fari undir 40 þúsund krónur. Á bloggsíðu Dohop segir að lækkun flugfargjalda til borga í Evrópu, til dæmis til Mílanó, Kaupmannahafnar og Barselóna, hafi haft mikið að segja varðandi hina ríflegu lækkun. Flugfargjald í janúar 2017 er 20 þúsund krónum lægra að meðaltali en á sama tíma fyrir ári.mynd/dohopEnn meiri verðlækkanir á næsta áriDohop spáir því að verð á flugmiðum eigi eftir að halda áfram að lækka á næstu mánuðum. Til að mynda má sjá á línuritinu hér fyrir ofan að meðalverð flugfargjalda í janúar á næsta ári er aðeins 36.668 krónur sem er næstum því 20 þúsund krónum lægra verð en á sama tíma fyrir ári. Tölur um meðalverð á flugi til tíu vinsælla borga næstu vikur sýna meðal annars að hægt er að komast til hins sólríka áfangastaðar Alikante fyrir rúmar 30 þúsund krónur báðar leiðir og hægt er að fara til Edinborgar fyrir enn lægri upphæð. Eins og gefur að skilja eru ferðalög vestur um haf talsvert dýrari, meðalfargjald til Nýju Jórvíkur í janúar er rúmar 94 þúsund krónur og til Boston rúmar 63 þúsund.Íslendingar flykkjast til ódýrari borgaTómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir að verðin hjá ferðaskrifstofunni hafi einnig lækkað. Margir þættir spili þó inn í verð á ferðum ferðaskrifstofunnar. Flugfargjöld eru þannig ekki eini þátturinn sem ákvarðar verð þeirra. Gisting er oftast innifalin í þessum ferðum og því hefur kostnaður við hótelgistingu einnig mikil áhrif á heildarverðið. Þess auki spilar gengi gjaldmiðla og eldsneytiskostnaður inn í. Tómas segir að Heimsferðir hafi á síðustu misserum lækkað verð sín jafnt og þétt. „Verðin hjá okkur hafa farið lækkandi að mestu leyti þótt hótelkostnaður, sem er í evrum, hafi reyndar farið hækkandi,“ segir Tómas. Tómas fullyrðir að borgir, þar sem uppihald og gisting eru með ódýrara móti, séu vinsælar meðal Íslendinga. „Borgir eins og Lissabon og Portó sem eru töluvert ódýrari en þessar „dýru“ borgir í norðurhluta Evrópu,“ segir hann. Tómas segir að Austur-Evrópa fagni að sama skapi auknum vinsældum meðal Íslendinga enda ekki ýkja dýrt að gista þar og snæða. Flugfargjöld til Barselóna og Kaupmannahafnar hafa lækkað umtalsvert á síðustu misserum.mynd/dohopTölur ekki ósvipaðar og árið 2007Tómas segir að ferðalöngum sem fóru með Heimsferðum á árinu hafi fjölgað frá því í fyrra og síðustu ár. „Við sjáum aukningu, jafnvel þótt EM hafi sett strik í reikninginn hvað varðar sólarlandaferðirnar. Aukningin var sérstaklega mikil með haustinu og vetrinum.“ Tómas spáir enn tíðari utanlandsferðum Íslendinga á næsta ári, sólarlandaferðir til Kanaríeyja í vetur hafa til að mynda selst vel. Hann segist ekki hafa séð jafn góðar farþegatölur frá því fyrir kreppu. „Tölurnar eru í raun ekkert ósvipaðar og árið 2007“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Samkvæmt verðkönnun sem gerð var af Dohop hafa flugfargjöld lækkað umtalsvert frá því í fyrra. Nú er meðalverð flugfargjalds fram og til baka frá Íslandi 45.482 krónur en það var tæpum 10 þúsund krónum hærra í desember í fyrra. Meðalverð flugfargjalda náði lágmarki í október á þessu ári, en það var aðeins 41 þúsund fyrir báðar leiðir. Í janúar á næsta ári stefnir í að meðalverðið fari undir 40 þúsund krónur. Á bloggsíðu Dohop segir að lækkun flugfargjalda til borga í Evrópu, til dæmis til Mílanó, Kaupmannahafnar og Barselóna, hafi haft mikið að segja varðandi hina ríflegu lækkun. Flugfargjald í janúar 2017 er 20 þúsund krónum lægra að meðaltali en á sama tíma fyrir ári.mynd/dohopEnn meiri verðlækkanir á næsta áriDohop spáir því að verð á flugmiðum eigi eftir að halda áfram að lækka á næstu mánuðum. Til að mynda má sjá á línuritinu hér fyrir ofan að meðalverð flugfargjalda í janúar á næsta ári er aðeins 36.668 krónur sem er næstum því 20 þúsund krónum lægra verð en á sama tíma fyrir ári. Tölur um meðalverð á flugi til tíu vinsælla borga næstu vikur sýna meðal annars að hægt er að komast til hins sólríka áfangastaðar Alikante fyrir rúmar 30 þúsund krónur báðar leiðir og hægt er að fara til Edinborgar fyrir enn lægri upphæð. Eins og gefur að skilja eru ferðalög vestur um haf talsvert dýrari, meðalfargjald til Nýju Jórvíkur í janúar er rúmar 94 þúsund krónur og til Boston rúmar 63 þúsund.Íslendingar flykkjast til ódýrari borgaTómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir að verðin hjá ferðaskrifstofunni hafi einnig lækkað. Margir þættir spili þó inn í verð á ferðum ferðaskrifstofunnar. Flugfargjöld eru þannig ekki eini þátturinn sem ákvarðar verð þeirra. Gisting er oftast innifalin í þessum ferðum og því hefur kostnaður við hótelgistingu einnig mikil áhrif á heildarverðið. Þess auki spilar gengi gjaldmiðla og eldsneytiskostnaður inn í. Tómas segir að Heimsferðir hafi á síðustu misserum lækkað verð sín jafnt og þétt. „Verðin hjá okkur hafa farið lækkandi að mestu leyti þótt hótelkostnaður, sem er í evrum, hafi reyndar farið hækkandi,“ segir Tómas. Tómas fullyrðir að borgir, þar sem uppihald og gisting eru með ódýrara móti, séu vinsælar meðal Íslendinga. „Borgir eins og Lissabon og Portó sem eru töluvert ódýrari en þessar „dýru“ borgir í norðurhluta Evrópu,“ segir hann. Tómas segir að Austur-Evrópa fagni að sama skapi auknum vinsældum meðal Íslendinga enda ekki ýkja dýrt að gista þar og snæða. Flugfargjöld til Barselóna og Kaupmannahafnar hafa lækkað umtalsvert á síðustu misserum.mynd/dohopTölur ekki ósvipaðar og árið 2007Tómas segir að ferðalöngum sem fóru með Heimsferðum á árinu hafi fjölgað frá því í fyrra og síðustu ár. „Við sjáum aukningu, jafnvel þótt EM hafi sett strik í reikninginn hvað varðar sólarlandaferðirnar. Aukningin var sérstaklega mikil með haustinu og vetrinum.“ Tómas spáir enn tíðari utanlandsferðum Íslendinga á næsta ári, sólarlandaferðir til Kanaríeyja í vetur hafa til að mynda selst vel. Hann segist ekki hafa séð jafn góðar farþegatölur frá því fyrir kreppu. „Tölurnar eru í raun ekkert ósvipaðar og árið 2007“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent