Hvorki KÚ né Arna ætla að hækka mjólkurverð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. desember 2016 17:45 Ólafur Magnús Magnússon og Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjórar KÚ og Örnu. Vísir Hvorki KÚ né Arna ætla sér að hækka verð á mjólkurvörum til neytenda þrátt fyrir nýlega ákvörðun verðlagsnefnd búvara um að hækka heildsöluverð á heildsöluverði og mjólkurafurðum. Ólafur Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri KÚ gagnrýnir hækkanirnar harðlega á meðan Hálfán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu vonar að þær verði endurskoðaðar. Verðlagsnefnd búvara ákvað nýlega að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum skyldi hækka um 1,7% eða 2,75 krónur vegna uppsafnaðra hækkana á vinnslu-og rekstrarkostnaði. Vilja koma til móts við neytendurÍ frétt BB.is kemur fram að Arna ehf mjólkurframleiðandi ætlar sér ekki að hækka verð á sínum vörum þrátt fyrir hækkanir á mjólkurmarkaði. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu hefur áður tjáð sig um ákvarðanir Verðlagsnefndar en í júlí 2015 þegar nefndin ákvað einnig hækkanir á mjólkurvörum lýsti hann yfir efasemdum um ákvörðunina. Sagði Hálfdán að Arna vilji koma til móts við neytendur og muni því ekki hækka verð.Skorar á Alþingi að rétta hlut minni framleiðendaÓlafur Magnús Magnússon segir að hækkunin sé alvarleg aðför að tilvist og rekstrargrundvelli minni framleiðenda og ljóst að með þessum aðgerðum sé dregið stórlega úr samkeppnishæfni þeirra og í raun brugðið fyrir þá fæti. Þrátt fyrir þessa hækkun hyggst KÚ ekki velta þessum hækkunum yfir á herðar neytenda og munu ekki hækka sínar vörur á nýju ári. Fyrirtækið hyggst leita allra annarra leiða til þess að leiða til hækkunar á framleiðslukostnaði. Ólafur skorar á nýkjörið Alþingi að rétta hlut minni framleiðenda í mjólkuriðnaðinum og afnema strax allar undanþágur Mjólkursamsölunnar og tengdra aðila frá samkeppnislögum, afnema með öllu opinbera verðlagningu og tryggja minni aðilum aðgang að hráefni á samkeppnishæfum verðum. Hann segir að ekki verði búið lengur við ofríki og yfirgang mjólkuriðnaðarins og ljóst að Mjólkursamsalan og tengdir aðilar munu með áframhaldandi framgöngu drepa af sér alla keppinauta ef fram fer sem horfir. Tengdar fréttir Verðlagsnefnd búvara: Heildsöluverð á mjólkinni hækkar Samanlögð hækkun heildsöluverðs er 2,75 krónur á hvern lítra mjólkur. 28. desember 2016 09:40 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira
Hvorki KÚ né Arna ætla sér að hækka verð á mjólkurvörum til neytenda þrátt fyrir nýlega ákvörðun verðlagsnefnd búvara um að hækka heildsöluverð á heildsöluverði og mjólkurafurðum. Ólafur Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri KÚ gagnrýnir hækkanirnar harðlega á meðan Hálfán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu vonar að þær verði endurskoðaðar. Verðlagsnefnd búvara ákvað nýlega að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum skyldi hækka um 1,7% eða 2,75 krónur vegna uppsafnaðra hækkana á vinnslu-og rekstrarkostnaði. Vilja koma til móts við neytendurÍ frétt BB.is kemur fram að Arna ehf mjólkurframleiðandi ætlar sér ekki að hækka verð á sínum vörum þrátt fyrir hækkanir á mjólkurmarkaði. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu hefur áður tjáð sig um ákvarðanir Verðlagsnefndar en í júlí 2015 þegar nefndin ákvað einnig hækkanir á mjólkurvörum lýsti hann yfir efasemdum um ákvörðunina. Sagði Hálfdán að Arna vilji koma til móts við neytendur og muni því ekki hækka verð.Skorar á Alþingi að rétta hlut minni framleiðendaÓlafur Magnús Magnússon segir að hækkunin sé alvarleg aðför að tilvist og rekstrargrundvelli minni framleiðenda og ljóst að með þessum aðgerðum sé dregið stórlega úr samkeppnishæfni þeirra og í raun brugðið fyrir þá fæti. Þrátt fyrir þessa hækkun hyggst KÚ ekki velta þessum hækkunum yfir á herðar neytenda og munu ekki hækka sínar vörur á nýju ári. Fyrirtækið hyggst leita allra annarra leiða til þess að leiða til hækkunar á framleiðslukostnaði. Ólafur skorar á nýkjörið Alþingi að rétta hlut minni framleiðenda í mjólkuriðnaðinum og afnema strax allar undanþágur Mjólkursamsölunnar og tengdra aðila frá samkeppnislögum, afnema með öllu opinbera verðlagningu og tryggja minni aðilum aðgang að hráefni á samkeppnishæfum verðum. Hann segir að ekki verði búið lengur við ofríki og yfirgang mjólkuriðnaðarins og ljóst að Mjólkursamsalan og tengdir aðilar munu með áframhaldandi framgöngu drepa af sér alla keppinauta ef fram fer sem horfir.
Tengdar fréttir Verðlagsnefnd búvara: Heildsöluverð á mjólkinni hækkar Samanlögð hækkun heildsöluverðs er 2,75 krónur á hvern lítra mjólkur. 28. desember 2016 09:40 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira
Verðlagsnefnd búvara: Heildsöluverð á mjólkinni hækkar Samanlögð hækkun heildsöluverðs er 2,75 krónur á hvern lítra mjólkur. 28. desember 2016 09:40