Hvorki KÚ né Arna ætla að hækka mjólkurverð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. desember 2016 17:45 Ólafur Magnús Magnússon og Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjórar KÚ og Örnu. Vísir Hvorki KÚ né Arna ætla sér að hækka verð á mjólkurvörum til neytenda þrátt fyrir nýlega ákvörðun verðlagsnefnd búvara um að hækka heildsöluverð á heildsöluverði og mjólkurafurðum. Ólafur Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri KÚ gagnrýnir hækkanirnar harðlega á meðan Hálfán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu vonar að þær verði endurskoðaðar. Verðlagsnefnd búvara ákvað nýlega að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum skyldi hækka um 1,7% eða 2,75 krónur vegna uppsafnaðra hækkana á vinnslu-og rekstrarkostnaði. Vilja koma til móts við neytendurÍ frétt BB.is kemur fram að Arna ehf mjólkurframleiðandi ætlar sér ekki að hækka verð á sínum vörum þrátt fyrir hækkanir á mjólkurmarkaði. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu hefur áður tjáð sig um ákvarðanir Verðlagsnefndar en í júlí 2015 þegar nefndin ákvað einnig hækkanir á mjólkurvörum lýsti hann yfir efasemdum um ákvörðunina. Sagði Hálfdán að Arna vilji koma til móts við neytendur og muni því ekki hækka verð.Skorar á Alþingi að rétta hlut minni framleiðendaÓlafur Magnús Magnússon segir að hækkunin sé alvarleg aðför að tilvist og rekstrargrundvelli minni framleiðenda og ljóst að með þessum aðgerðum sé dregið stórlega úr samkeppnishæfni þeirra og í raun brugðið fyrir þá fæti. Þrátt fyrir þessa hækkun hyggst KÚ ekki velta þessum hækkunum yfir á herðar neytenda og munu ekki hækka sínar vörur á nýju ári. Fyrirtækið hyggst leita allra annarra leiða til þess að leiða til hækkunar á framleiðslukostnaði. Ólafur skorar á nýkjörið Alþingi að rétta hlut minni framleiðenda í mjólkuriðnaðinum og afnema strax allar undanþágur Mjólkursamsölunnar og tengdra aðila frá samkeppnislögum, afnema með öllu opinbera verðlagningu og tryggja minni aðilum aðgang að hráefni á samkeppnishæfum verðum. Hann segir að ekki verði búið lengur við ofríki og yfirgang mjólkuriðnaðarins og ljóst að Mjólkursamsalan og tengdir aðilar munu með áframhaldandi framgöngu drepa af sér alla keppinauta ef fram fer sem horfir. Tengdar fréttir Verðlagsnefnd búvara: Heildsöluverð á mjólkinni hækkar Samanlögð hækkun heildsöluverðs er 2,75 krónur á hvern lítra mjólkur. 28. desember 2016 09:40 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Hvorki KÚ né Arna ætla sér að hækka verð á mjólkurvörum til neytenda þrátt fyrir nýlega ákvörðun verðlagsnefnd búvara um að hækka heildsöluverð á heildsöluverði og mjólkurafurðum. Ólafur Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri KÚ gagnrýnir hækkanirnar harðlega á meðan Hálfán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu vonar að þær verði endurskoðaðar. Verðlagsnefnd búvara ákvað nýlega að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum skyldi hækka um 1,7% eða 2,75 krónur vegna uppsafnaðra hækkana á vinnslu-og rekstrarkostnaði. Vilja koma til móts við neytendurÍ frétt BB.is kemur fram að Arna ehf mjólkurframleiðandi ætlar sér ekki að hækka verð á sínum vörum þrátt fyrir hækkanir á mjólkurmarkaði. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu hefur áður tjáð sig um ákvarðanir Verðlagsnefndar en í júlí 2015 þegar nefndin ákvað einnig hækkanir á mjólkurvörum lýsti hann yfir efasemdum um ákvörðunina. Sagði Hálfdán að Arna vilji koma til móts við neytendur og muni því ekki hækka verð.Skorar á Alþingi að rétta hlut minni framleiðendaÓlafur Magnús Magnússon segir að hækkunin sé alvarleg aðför að tilvist og rekstrargrundvelli minni framleiðenda og ljóst að með þessum aðgerðum sé dregið stórlega úr samkeppnishæfni þeirra og í raun brugðið fyrir þá fæti. Þrátt fyrir þessa hækkun hyggst KÚ ekki velta þessum hækkunum yfir á herðar neytenda og munu ekki hækka sínar vörur á nýju ári. Fyrirtækið hyggst leita allra annarra leiða til þess að leiða til hækkunar á framleiðslukostnaði. Ólafur skorar á nýkjörið Alþingi að rétta hlut minni framleiðenda í mjólkuriðnaðinum og afnema strax allar undanþágur Mjólkursamsölunnar og tengdra aðila frá samkeppnislögum, afnema með öllu opinbera verðlagningu og tryggja minni aðilum aðgang að hráefni á samkeppnishæfum verðum. Hann segir að ekki verði búið lengur við ofríki og yfirgang mjólkuriðnaðarins og ljóst að Mjólkursamsalan og tengdir aðilar munu með áframhaldandi framgöngu drepa af sér alla keppinauta ef fram fer sem horfir.
Tengdar fréttir Verðlagsnefnd búvara: Heildsöluverð á mjólkinni hækkar Samanlögð hækkun heildsöluverðs er 2,75 krónur á hvern lítra mjólkur. 28. desember 2016 09:40 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Verðlagsnefnd búvara: Heildsöluverð á mjólkinni hækkar Samanlögð hækkun heildsöluverðs er 2,75 krónur á hvern lítra mjólkur. 28. desember 2016 09:40