Notum kreditkortið mun oftar en aðrir Svavar Hávarðsson skrifar 13. desember 2016 07:15 Hættur sem fylgja kreditkortanotkun eru vel þekktar – en virðast ekki trufla Íslendinga neitt. Vísir/Getty Notkun kreditkorta hér á landi er miklum mun algengari við kaup á vöru og þjónustu en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Við samanburð greiðslumiðlunar á milli ríkja í Evrópu sést að algengast er að debetkort séu notuð í norðanverðri Evrópu – en þar er Ísland undantekningin – en reiðufé í austan- og sunnanverðri Evrópu. Niðurstaðan er að Ísland greinir sig mjög frá hinum Norðurlöndunum hvað varðar notkun greiðslumiðla – svo hægt er að tala um sérstöðu í notkun kreditkorta sem í eðli sínu eru lánaviðskipti. Þetta kemur skýrt fram í umfjöllun Seðlabanka Íslands (SÍ) í ritinu Fjármálainnviðir. Í staðgreiðsluviðskiptum komast debetkort næst staðgreiðslu með reiðufé þar sem þau eru tengd innlánsreikningum. Athygli vekur hversu lítil debetkortanotkun er á Íslandi í samanburði við löndin sem næst okkur liggja. Áætluð notkun debetkorta á Íslandi var aðeins um 34 prósent á árinu 2014 en til samanburðar var notkun debetkorta í Noregi helmingi meiri – eða um 68 prósent. Í Danmörku var hlutfallið um 64 prósent og í Svíþjóð um 55 prósent. Þegar er horft til ýmissa annarra landa Evrópu þá er notkun kreditkorta vart merkjanleg og má þá benda á Belgíu sem dæmi en þar er notkun á reiðufé mun útbreiddari en hér.Guðmundur Kr. Tómasson, framkvæmdastjóri á sviði fjármálainnviða hjá SÍ, segir að skýringin geti meðal annars legið í ólíkum hefðum og venjum milli landa. Greiðsla með kreditkorti sé í eðli sínu lán og að jafnaði dýrari kostur en greiðsla með debetkorti eða reiðufé. „Í einhverjum tilvikum kann þó lántaka í formi notkunar kreditkorts að vera hagkvæmari kostur en annað form lántöku. Þá velja margir að dreifa greiðslum yfir lengri tíma til hægðarauka og telja þá leið henta sér best. Þeim sem greiða með kreditkorti bjóðast jafnframt margvísleg hlunnindi tengd notkun kreditkorta sem þeir greiða fyrir að minnsta kosti að hluta til með árgjaldi,“ segir Guðmundur en bætir við að hér á landi sé hins vegar sjaldnast gerður greinarmunur gagnvart neytendum á verði vöru og þjónustu eftir því hvaða greiðslumiðill er notaður, líkt og til dæmis þekkist í Danmörku, og því ekki sérstakur hvati til að nota ódýrari greiðslumiðla. Áætluð notkun reiðufjár á Íslandi var sama ár um 20 prósent, eins og í Danmörku en í Noregi var það hlutfall 17 prósent. Í Svíþjóð er notkun reiðufjár mun algengari eða í 38 prósent tilfella. Gera má því ráð fyrir að rúmlega helmingur kaupa íslenskra heimila á vöru og þjónustu hafi verið staðgreiddur á árinu 2014. Hinn hluti kaupanna eða yfir 40 prósent var greiddur með kreditkorti – sem er hærra hlutfall en hjá öllum þeim 20 Evrópulöndum sem Seðlabankinn notar til samanburðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Notkun kreditkorta hér á landi er miklum mun algengari við kaup á vöru og þjónustu en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Við samanburð greiðslumiðlunar á milli ríkja í Evrópu sést að algengast er að debetkort séu notuð í norðanverðri Evrópu – en þar er Ísland undantekningin – en reiðufé í austan- og sunnanverðri Evrópu. Niðurstaðan er að Ísland greinir sig mjög frá hinum Norðurlöndunum hvað varðar notkun greiðslumiðla – svo hægt er að tala um sérstöðu í notkun kreditkorta sem í eðli sínu eru lánaviðskipti. Þetta kemur skýrt fram í umfjöllun Seðlabanka Íslands (SÍ) í ritinu Fjármálainnviðir. Í staðgreiðsluviðskiptum komast debetkort næst staðgreiðslu með reiðufé þar sem þau eru tengd innlánsreikningum. Athygli vekur hversu lítil debetkortanotkun er á Íslandi í samanburði við löndin sem næst okkur liggja. Áætluð notkun debetkorta á Íslandi var aðeins um 34 prósent á árinu 2014 en til samanburðar var notkun debetkorta í Noregi helmingi meiri – eða um 68 prósent. Í Danmörku var hlutfallið um 64 prósent og í Svíþjóð um 55 prósent. Þegar er horft til ýmissa annarra landa Evrópu þá er notkun kreditkorta vart merkjanleg og má þá benda á Belgíu sem dæmi en þar er notkun á reiðufé mun útbreiddari en hér.Guðmundur Kr. Tómasson, framkvæmdastjóri á sviði fjármálainnviða hjá SÍ, segir að skýringin geti meðal annars legið í ólíkum hefðum og venjum milli landa. Greiðsla með kreditkorti sé í eðli sínu lán og að jafnaði dýrari kostur en greiðsla með debetkorti eða reiðufé. „Í einhverjum tilvikum kann þó lántaka í formi notkunar kreditkorts að vera hagkvæmari kostur en annað form lántöku. Þá velja margir að dreifa greiðslum yfir lengri tíma til hægðarauka og telja þá leið henta sér best. Þeim sem greiða með kreditkorti bjóðast jafnframt margvísleg hlunnindi tengd notkun kreditkorta sem þeir greiða fyrir að minnsta kosti að hluta til með árgjaldi,“ segir Guðmundur en bætir við að hér á landi sé hins vegar sjaldnast gerður greinarmunur gagnvart neytendum á verði vöru og þjónustu eftir því hvaða greiðslumiðill er notaður, líkt og til dæmis þekkist í Danmörku, og því ekki sérstakur hvati til að nota ódýrari greiðslumiðla. Áætluð notkun reiðufjár á Íslandi var sama ár um 20 prósent, eins og í Danmörku en í Noregi var það hlutfall 17 prósent. Í Svíþjóð er notkun reiðufjár mun algengari eða í 38 prósent tilfella. Gera má því ráð fyrir að rúmlega helmingur kaupa íslenskra heimila á vöru og þjónustu hafi verið staðgreiddur á árinu 2014. Hinn hluti kaupanna eða yfir 40 prósent var greiddur með kreditkorti – sem er hærra hlutfall en hjá öllum þeim 20 Evrópulöndum sem Seðlabankinn notar til samanburðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira