McLaren smíðar tíuþúsundasta götubílinn Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2016 10:02 Tíuþúsundasta bílnum fagnað í vikunni. Síðan breski sportbílaframleiðandinn McLaren snéri sér að smíði götubíla, ekki eingöngu keppnisökubíla, fyrir fimm árum síðan hefur fyrirtækinu tekist að smíða 10.000 bíla. Sá tíuþúsundasti rann af færibandinu í þessari viku og var hann af gerðinni McLaren 570S og grár á lit. Mikill stígandi er í fjöldaframleiðslu McLaren en það tók fyrstu 42 mánuðina að ná 5.000 bílum en aðeins 22 mánuði að ná næstu 5.000 bílum. Í fyrra smíðaði McLaren 1.654 bíla en í ár stefnir í smíði 3.000 bíla. McLaren er við það að ná Lamborghini í fjölda smíðaðra bíla á ári en Lamborghini smíðaði 3.245 bíla í fyrra. Ferrari stefnir að því að ná 9.000 bíla smíði árið 2019 og því er langt í að McLaren nái fjöldanum hjá Ferrari í flokki ofurbíla. Tíuþúsundasta bílinn, McLaren 570S bílinn ætlar McLaren að eiga sjálft og geyma á safni sínu, “Heritage Collection”. Bílarnir McLaren 540C, 570S og 570GT hafa aldeilis hafa aldeilis keyrt upp sölu McLaren bíla á síðustu árum og eiga stærstan þáttinn í þessari auknu framleiðslu. Hefur McLaren bætt við framleiðslulínu sína fyrir þá bíla úr 10 í 20 bíla á dag. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent
Síðan breski sportbílaframleiðandinn McLaren snéri sér að smíði götubíla, ekki eingöngu keppnisökubíla, fyrir fimm árum síðan hefur fyrirtækinu tekist að smíða 10.000 bíla. Sá tíuþúsundasti rann af færibandinu í þessari viku og var hann af gerðinni McLaren 570S og grár á lit. Mikill stígandi er í fjöldaframleiðslu McLaren en það tók fyrstu 42 mánuðina að ná 5.000 bílum en aðeins 22 mánuði að ná næstu 5.000 bílum. Í fyrra smíðaði McLaren 1.654 bíla en í ár stefnir í smíði 3.000 bíla. McLaren er við það að ná Lamborghini í fjölda smíðaðra bíla á ári en Lamborghini smíðaði 3.245 bíla í fyrra. Ferrari stefnir að því að ná 9.000 bíla smíði árið 2019 og því er langt í að McLaren nái fjöldanum hjá Ferrari í flokki ofurbíla. Tíuþúsundasta bílinn, McLaren 570S bílinn ætlar McLaren að eiga sjálft og geyma á safni sínu, “Heritage Collection”. Bílarnir McLaren 540C, 570S og 570GT hafa aldeilis hafa aldeilis keyrt upp sölu McLaren bíla á síðustu árum og eiga stærstan þáttinn í þessari auknu framleiðslu. Hefur McLaren bætt við framleiðslulínu sína fyrir þá bíla úr 10 í 20 bíla á dag.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent