Er ávinningur af því að skima fyrir mergæxli og forstigi þess? 1. desember 2016 11:00 Í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum birtist grein eftir tvo lækna þar sem fjallað er um rannsókn sem nú er verið að gera sem hefur það að markmiði að kanna ávinning þess að skima fyrir forstigi mergæxlis. Fundið var því flest til foráttu að skima fyrir forstigi alvarlegra sjúkdóma. Mig langar vegna þessa að leggja nokkur orð í belg. Skiptir máli að greinast snemma? Ég greindist með mergæxli vorið 2013. Það má segja að það hafi verið tilviljun að meinið uppgötvaðist. Ég fór í meðferð sem lauk um haustið með stofnfrumumeðferð. Nú er ekki vitað hvort það hefði verið til hagsbóta fyrir mig ef ég hefði greinst með forstig mergæxlis kannski mörgum árum fyrr. Eitt er víst að ég hefði sjálfsagt fengið meðhöndlun fyrr og þá líklegt að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þær skemmdir sem nú eru á nokkrum hryggjarliðum. Ég er heppin vegna þess að ég get spilað golf, gengið á fjöll og gert nánast allt sem mig langar til án mikilla vandræða. Margir þeirra sem eru með mergæxli eru ekki eins heppnir. Stundum finnst sjúkdómurinn ekki fyrr en hryggjarliðir hafa fallið saman, komin nýrnabilun eða aðrir fylgikvillar sjúkdómsins sem e.t.v. hefði verið hægt að koma í veg fyrir með greiningu á frumstigi. Lengra eða betra líf Í grein læknanna er sagt að litlar líkur séu á því að upplýsingar um forstigið muni lengja líf þeirra sem með það greinast. Auðvitað vitum við ekkert um það á þessu stigi en það sem mér finnst skipta máli er að hægt sé að lifa góðu lífi þrátt fyrir sjúkdóminn. Ég er svo einföld að ég held að því fyrr sem sjúkdómurinn uppgötvast þeim mun meiri líkur séu á að hægt sé að lækna hann eða a.m.k. halda honum niðri. Upplýst samþykki Samtök þeirra sem greinst hafa með mergæxli styðja rannsóknina „Blóðskimun til bjargar“. Við vonumst til þess að þessi rannsókn sem og aðrar rannsóknir á mergæxli muni leiða til þess að það finnist lækning. Ég trúi ekki öðru en að fólk taki ákvörðun um að taka þátt í rannsókninni með opnum augum og geri sér grein fyrir að niðurstaðan geti verið sú að það sé með forstig mergæxlis. Verið með Við sem erum með mergæxli viljum auðvitað stuðla að því að lækning finnist sem fyrst. Ég vil því hvetja alla til að vera með og stuðla þannig að því að fá betri mynd af þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Gerið ykkur bara grein fyrir að þið gætuð verið með forstigið eða jafnvel komin með mergæxli. Að mínu mati eruð þið þá heppin að geta látið fylgjast með ykkur og koma e.t.v. þannig í veg fyrir að þið lendið í því sama og ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum birtist grein eftir tvo lækna þar sem fjallað er um rannsókn sem nú er verið að gera sem hefur það að markmiði að kanna ávinning þess að skima fyrir forstigi mergæxlis. Fundið var því flest til foráttu að skima fyrir forstigi alvarlegra sjúkdóma. Mig langar vegna þessa að leggja nokkur orð í belg. Skiptir máli að greinast snemma? Ég greindist með mergæxli vorið 2013. Það má segja að það hafi verið tilviljun að meinið uppgötvaðist. Ég fór í meðferð sem lauk um haustið með stofnfrumumeðferð. Nú er ekki vitað hvort það hefði verið til hagsbóta fyrir mig ef ég hefði greinst með forstig mergæxlis kannski mörgum árum fyrr. Eitt er víst að ég hefði sjálfsagt fengið meðhöndlun fyrr og þá líklegt að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þær skemmdir sem nú eru á nokkrum hryggjarliðum. Ég er heppin vegna þess að ég get spilað golf, gengið á fjöll og gert nánast allt sem mig langar til án mikilla vandræða. Margir þeirra sem eru með mergæxli eru ekki eins heppnir. Stundum finnst sjúkdómurinn ekki fyrr en hryggjarliðir hafa fallið saman, komin nýrnabilun eða aðrir fylgikvillar sjúkdómsins sem e.t.v. hefði verið hægt að koma í veg fyrir með greiningu á frumstigi. Lengra eða betra líf Í grein læknanna er sagt að litlar líkur séu á því að upplýsingar um forstigið muni lengja líf þeirra sem með það greinast. Auðvitað vitum við ekkert um það á þessu stigi en það sem mér finnst skipta máli er að hægt sé að lifa góðu lífi þrátt fyrir sjúkdóminn. Ég er svo einföld að ég held að því fyrr sem sjúkdómurinn uppgötvast þeim mun meiri líkur séu á að hægt sé að lækna hann eða a.m.k. halda honum niðri. Upplýst samþykki Samtök þeirra sem greinst hafa með mergæxli styðja rannsóknina „Blóðskimun til bjargar“. Við vonumst til þess að þessi rannsókn sem og aðrar rannsóknir á mergæxli muni leiða til þess að það finnist lækning. Ég trúi ekki öðru en að fólk taki ákvörðun um að taka þátt í rannsókninni með opnum augum og geri sér grein fyrir að niðurstaðan geti verið sú að það sé með forstig mergæxlis. Verið með Við sem erum með mergæxli viljum auðvitað stuðla að því að lækning finnist sem fyrst. Ég vil því hvetja alla til að vera með og stuðla þannig að því að fá betri mynd af þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Gerið ykkur bara grein fyrir að þið gætuð verið með forstigið eða jafnvel komin með mergæxli. Að mínu mati eruð þið þá heppin að geta látið fylgjast með ykkur og koma e.t.v. þannig í veg fyrir að þið lendið í því sama og ég.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar