Fjárfesta fyrir 600 milljónir í snjallhring Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2016 07:00 Hringurinn frá Oura Ring. Nordicphotos/AFP Finnska sprotafyrirtækið Oura Ring aflaði um sex hundruð milljóna króna í fyrstu fjármögnunarlotu fyrirtækisins. Hyggst fyrirtækið framleiða snjallhring sem fylgist með líkamsstarfsemi þess sem ber hringinn. Á meðal fjársterkra aðila sem fjárfestu í fyrirtækinu eru vísindamenn við MIT, stofnverkfræðingur Skype og stofnandi skráaskiptaforritsins Kazaa. Hringurinn er kominn í almenna sölu en fjármagnið á að nýtast til að hjálpa til við framleiðslu og frekari þróun Oura-hringsins. Um sjötíu prósent allra seldra eintaka hingað til hafa verið seld í Bandaríkjunum. Hringurinn virkar þannig að hann er tengdur með Bluetooth við snjallsíma þess er ber hringinn. Í snjallsímann verður síðan að sækja þar til gert forrit svo hægt sé að skoða upplýsingarnar sem hringurinn aflar. Þar má til dæmis nefna hjartslátt, andardrátt, svefn undanfarinna nátta auk annarra þátta. Út frá þessum upplýsingum mælir hringurinn síðan með líkamsrækt við hæfi fyrir notandann. Segir búnaðurinn notandanum er hann vaknar hvort hann sé úthvíldur eður ei. Ef hann er úthvíldur mælir hringurinn með mikilli áreynslu þann daginn. Í samtali við fréttasíðuna Techcrunch segir forstjórinn, Petteri Lahtela, að næstu skref í þróun hringsins verði stigin í samráði við listamenn og tískuhönnuði. Ljóst er því að áhersla verður lögð á fegurð hringsins á næstunni. Á Techcrunch er sömuleiðis greint frá því að hringurinn eigi auðvelt með að safna upplýsingunum þar sem merki úr æðum í fingrum séu sterkari en úr æðum á úlnlið. Þaðan fá snjallúr sín merki. Oura er hins vegar ekki eina fyrirtækið sem framleiðir snjallhringa en það gerir Ringly sömuleiðis. Hringar Ringly gegna sama hlutverki og Oura, það er að miðla upplýsingum um ástand líkamans í snjallsíma notandans. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Sjá meira
Finnska sprotafyrirtækið Oura Ring aflaði um sex hundruð milljóna króna í fyrstu fjármögnunarlotu fyrirtækisins. Hyggst fyrirtækið framleiða snjallhring sem fylgist með líkamsstarfsemi þess sem ber hringinn. Á meðal fjársterkra aðila sem fjárfestu í fyrirtækinu eru vísindamenn við MIT, stofnverkfræðingur Skype og stofnandi skráaskiptaforritsins Kazaa. Hringurinn er kominn í almenna sölu en fjármagnið á að nýtast til að hjálpa til við framleiðslu og frekari þróun Oura-hringsins. Um sjötíu prósent allra seldra eintaka hingað til hafa verið seld í Bandaríkjunum. Hringurinn virkar þannig að hann er tengdur með Bluetooth við snjallsíma þess er ber hringinn. Í snjallsímann verður síðan að sækja þar til gert forrit svo hægt sé að skoða upplýsingarnar sem hringurinn aflar. Þar má til dæmis nefna hjartslátt, andardrátt, svefn undanfarinna nátta auk annarra þátta. Út frá þessum upplýsingum mælir hringurinn síðan með líkamsrækt við hæfi fyrir notandann. Segir búnaðurinn notandanum er hann vaknar hvort hann sé úthvíldur eður ei. Ef hann er úthvíldur mælir hringurinn með mikilli áreynslu þann daginn. Í samtali við fréttasíðuna Techcrunch segir forstjórinn, Petteri Lahtela, að næstu skref í þróun hringsins verði stigin í samráði við listamenn og tískuhönnuði. Ljóst er því að áhersla verður lögð á fegurð hringsins á næstunni. Á Techcrunch er sömuleiðis greint frá því að hringurinn eigi auðvelt með að safna upplýsingunum þar sem merki úr æðum í fingrum séu sterkari en úr æðum á úlnlið. Þaðan fá snjallúr sín merki. Oura er hins vegar ekki eina fyrirtækið sem framleiðir snjallhringa en það gerir Ringly sömuleiðis. Hringar Ringly gegna sama hlutverki og Oura, það er að miðla upplýsingum um ástand líkamans í snjallsíma notandans. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent