Hólmarar kætast við að hefja skelveiðar að nýju Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2016 20:00 Vonartónn er í Stykkishólmi eftir að veiðar á hörpudiski voru leyfðar á ný í tilraunaskyni eftir langt veiðibann. Hólmarar upplifðu mesta uppgangstíma bæjarins þegar skelveiðarnar stóðu sem hæst fyrir fjörutíu árum. Það var mikið áfall fyrir Stykkishólm þegar veiðar á hörpudiski voru bannaðar á Breiðafirði fyrir fjórtán árum enda var þetta aðalskelveiðibær landsins. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af löndun úr togskipinu Hannesi Andréssyni SH-737. Aflinn var hörpudiskur, um sjö og hálft tonn eftir daginn.Hörpudiskur kominn á land í Stykkishólmshöfn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta er eina skip flotans sem veiða má hörpudisk en þetta eru tilraunaveiðar í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Svanur Jóhannsson skipstjóri segir þokkalegar horfur og að þeir séu bjartsýnir um framhaldið og að hægt verði að byggja upp sjálfbærar veiðar. „Já, það held ég að sé alveg klárt. Það er bara spurning um hvað verður hægt að veiða mikið á hverju ári,“ segir Svanur. Veiðar á hörpudiski hafa verið bannaðar frá árinu 2003 en tilraunaveiðarnar hófust fyrir tveimur árum. Þeim var fram haldið í haust og er ráðgert að þær standi fram í febrúar. Skelinni er náð upp af hafsbotni með sérstökum plógi. Fimm manns eru í áhöfn. Svanur segir þá alla þaulvana skelveiðimenn úr Hólminum og að þeir séu kátir með að endurnýja kynnin við skelina.Skelveiðiskipið Hannes Andrésson SH 737 við bryggju í Stykkishólmi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þeir búast við að veiða sjö til áttahundruð tonn í vetur. Það er aðeins um einn tuttugasti af því sem mest var árið 1985 þegar 17 þúsund tonn veiddust af hörpudiski við landið. -Þetta var nú kannski mesti blómatími Stykkishólms? „Það má segja það. Það voru ábyggilega einir tíu bátar gerðir út á skel þegar mest var, - og meira á árum áður.“ -Það fóru orð á því að þetta voru ríkustu sjómennirnir, þeir sem voru í skelinni? „Sumir sögðu það. Þú mátt ekki hafa orð mín fyrir því.“ Og vafalaust kætast margir sælkerar því hörpudiskur þykir lostæti. „Já, þetta er náttúrlega bara alveg toppvara. Þetta er bara eins og humar.“ Tengdar fréttir Hörpudiskur hrynur vegna sníkjudýrasýkingar Sníkjudýrasýking er talin orsökin fyrir því að hörpuskeljastofninn í Breiðafirði hafi hrunið eftir því sem segir á vef Skessuhorns. 23. apríl 2007 22:03 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Vonartónn er í Stykkishólmi eftir að veiðar á hörpudiski voru leyfðar á ný í tilraunaskyni eftir langt veiðibann. Hólmarar upplifðu mesta uppgangstíma bæjarins þegar skelveiðarnar stóðu sem hæst fyrir fjörutíu árum. Það var mikið áfall fyrir Stykkishólm þegar veiðar á hörpudiski voru bannaðar á Breiðafirði fyrir fjórtán árum enda var þetta aðalskelveiðibær landsins. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af löndun úr togskipinu Hannesi Andréssyni SH-737. Aflinn var hörpudiskur, um sjö og hálft tonn eftir daginn.Hörpudiskur kominn á land í Stykkishólmshöfn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta er eina skip flotans sem veiða má hörpudisk en þetta eru tilraunaveiðar í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Svanur Jóhannsson skipstjóri segir þokkalegar horfur og að þeir séu bjartsýnir um framhaldið og að hægt verði að byggja upp sjálfbærar veiðar. „Já, það held ég að sé alveg klárt. Það er bara spurning um hvað verður hægt að veiða mikið á hverju ári,“ segir Svanur. Veiðar á hörpudiski hafa verið bannaðar frá árinu 2003 en tilraunaveiðarnar hófust fyrir tveimur árum. Þeim var fram haldið í haust og er ráðgert að þær standi fram í febrúar. Skelinni er náð upp af hafsbotni með sérstökum plógi. Fimm manns eru í áhöfn. Svanur segir þá alla þaulvana skelveiðimenn úr Hólminum og að þeir séu kátir með að endurnýja kynnin við skelina.Skelveiðiskipið Hannes Andrésson SH 737 við bryggju í Stykkishólmi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þeir búast við að veiða sjö til áttahundruð tonn í vetur. Það er aðeins um einn tuttugasti af því sem mest var árið 1985 þegar 17 þúsund tonn veiddust af hörpudiski við landið. -Þetta var nú kannski mesti blómatími Stykkishólms? „Það má segja það. Það voru ábyggilega einir tíu bátar gerðir út á skel þegar mest var, - og meira á árum áður.“ -Það fóru orð á því að þetta voru ríkustu sjómennirnir, þeir sem voru í skelinni? „Sumir sögðu það. Þú mátt ekki hafa orð mín fyrir því.“ Og vafalaust kætast margir sælkerar því hörpudiskur þykir lostæti. „Já, þetta er náttúrlega bara alveg toppvara. Þetta er bara eins og humar.“
Tengdar fréttir Hörpudiskur hrynur vegna sníkjudýrasýkingar Sníkjudýrasýking er talin orsökin fyrir því að hörpuskeljastofninn í Breiðafirði hafi hrunið eftir því sem segir á vef Skessuhorns. 23. apríl 2007 22:03 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hörpudiskur hrynur vegna sníkjudýrasýkingar Sníkjudýrasýking er talin orsökin fyrir því að hörpuskeljastofninn í Breiðafirði hafi hrunið eftir því sem segir á vef Skessuhorns. 23. apríl 2007 22:03
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent