Hólmarar kætast við að hefja skelveiðar að nýju Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2016 20:00 Vonartónn er í Stykkishólmi eftir að veiðar á hörpudiski voru leyfðar á ný í tilraunaskyni eftir langt veiðibann. Hólmarar upplifðu mesta uppgangstíma bæjarins þegar skelveiðarnar stóðu sem hæst fyrir fjörutíu árum. Það var mikið áfall fyrir Stykkishólm þegar veiðar á hörpudiski voru bannaðar á Breiðafirði fyrir fjórtán árum enda var þetta aðalskelveiðibær landsins. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af löndun úr togskipinu Hannesi Andréssyni SH-737. Aflinn var hörpudiskur, um sjö og hálft tonn eftir daginn.Hörpudiskur kominn á land í Stykkishólmshöfn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta er eina skip flotans sem veiða má hörpudisk en þetta eru tilraunaveiðar í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Svanur Jóhannsson skipstjóri segir þokkalegar horfur og að þeir séu bjartsýnir um framhaldið og að hægt verði að byggja upp sjálfbærar veiðar. „Já, það held ég að sé alveg klárt. Það er bara spurning um hvað verður hægt að veiða mikið á hverju ári,“ segir Svanur. Veiðar á hörpudiski hafa verið bannaðar frá árinu 2003 en tilraunaveiðarnar hófust fyrir tveimur árum. Þeim var fram haldið í haust og er ráðgert að þær standi fram í febrúar. Skelinni er náð upp af hafsbotni með sérstökum plógi. Fimm manns eru í áhöfn. Svanur segir þá alla þaulvana skelveiðimenn úr Hólminum og að þeir séu kátir með að endurnýja kynnin við skelina.Skelveiðiskipið Hannes Andrésson SH 737 við bryggju í Stykkishólmi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þeir búast við að veiða sjö til áttahundruð tonn í vetur. Það er aðeins um einn tuttugasti af því sem mest var árið 1985 þegar 17 þúsund tonn veiddust af hörpudiski við landið. -Þetta var nú kannski mesti blómatími Stykkishólms? „Það má segja það. Það voru ábyggilega einir tíu bátar gerðir út á skel þegar mest var, - og meira á árum áður.“ -Það fóru orð á því að þetta voru ríkustu sjómennirnir, þeir sem voru í skelinni? „Sumir sögðu það. Þú mátt ekki hafa orð mín fyrir því.“ Og vafalaust kætast margir sælkerar því hörpudiskur þykir lostæti. „Já, þetta er náttúrlega bara alveg toppvara. Þetta er bara eins og humar.“ Tengdar fréttir Hörpudiskur hrynur vegna sníkjudýrasýkingar Sníkjudýrasýking er talin orsökin fyrir því að hörpuskeljastofninn í Breiðafirði hafi hrunið eftir því sem segir á vef Skessuhorns. 23. apríl 2007 22:03 Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Vonartónn er í Stykkishólmi eftir að veiðar á hörpudiski voru leyfðar á ný í tilraunaskyni eftir langt veiðibann. Hólmarar upplifðu mesta uppgangstíma bæjarins þegar skelveiðarnar stóðu sem hæst fyrir fjörutíu árum. Það var mikið áfall fyrir Stykkishólm þegar veiðar á hörpudiski voru bannaðar á Breiðafirði fyrir fjórtán árum enda var þetta aðalskelveiðibær landsins. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af löndun úr togskipinu Hannesi Andréssyni SH-737. Aflinn var hörpudiskur, um sjö og hálft tonn eftir daginn.Hörpudiskur kominn á land í Stykkishólmshöfn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta er eina skip flotans sem veiða má hörpudisk en þetta eru tilraunaveiðar í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Svanur Jóhannsson skipstjóri segir þokkalegar horfur og að þeir séu bjartsýnir um framhaldið og að hægt verði að byggja upp sjálfbærar veiðar. „Já, það held ég að sé alveg klárt. Það er bara spurning um hvað verður hægt að veiða mikið á hverju ári,“ segir Svanur. Veiðar á hörpudiski hafa verið bannaðar frá árinu 2003 en tilraunaveiðarnar hófust fyrir tveimur árum. Þeim var fram haldið í haust og er ráðgert að þær standi fram í febrúar. Skelinni er náð upp af hafsbotni með sérstökum plógi. Fimm manns eru í áhöfn. Svanur segir þá alla þaulvana skelveiðimenn úr Hólminum og að þeir séu kátir með að endurnýja kynnin við skelina.Skelveiðiskipið Hannes Andrésson SH 737 við bryggju í Stykkishólmi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þeir búast við að veiða sjö til áttahundruð tonn í vetur. Það er aðeins um einn tuttugasti af því sem mest var árið 1985 þegar 17 þúsund tonn veiddust af hörpudiski við landið. -Þetta var nú kannski mesti blómatími Stykkishólms? „Það má segja það. Það voru ábyggilega einir tíu bátar gerðir út á skel þegar mest var, - og meira á árum áður.“ -Það fóru orð á því að þetta voru ríkustu sjómennirnir, þeir sem voru í skelinni? „Sumir sögðu það. Þú mátt ekki hafa orð mín fyrir því.“ Og vafalaust kætast margir sælkerar því hörpudiskur þykir lostæti. „Já, þetta er náttúrlega bara alveg toppvara. Þetta er bara eins og humar.“
Tengdar fréttir Hörpudiskur hrynur vegna sníkjudýrasýkingar Sníkjudýrasýking er talin orsökin fyrir því að hörpuskeljastofninn í Breiðafirði hafi hrunið eftir því sem segir á vef Skessuhorns. 23. apríl 2007 22:03 Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Hörpudiskur hrynur vegna sníkjudýrasýkingar Sníkjudýrasýking er talin orsökin fyrir því að hörpuskeljastofninn í Breiðafirði hafi hrunið eftir því sem segir á vef Skessuhorns. 23. apríl 2007 22:03