Hólmarar kætast við að hefja skelveiðar að nýju Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2016 20:00 Vonartónn er í Stykkishólmi eftir að veiðar á hörpudiski voru leyfðar á ný í tilraunaskyni eftir langt veiðibann. Hólmarar upplifðu mesta uppgangstíma bæjarins þegar skelveiðarnar stóðu sem hæst fyrir fjörutíu árum. Það var mikið áfall fyrir Stykkishólm þegar veiðar á hörpudiski voru bannaðar á Breiðafirði fyrir fjórtán árum enda var þetta aðalskelveiðibær landsins. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af löndun úr togskipinu Hannesi Andréssyni SH-737. Aflinn var hörpudiskur, um sjö og hálft tonn eftir daginn.Hörpudiskur kominn á land í Stykkishólmshöfn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta er eina skip flotans sem veiða má hörpudisk en þetta eru tilraunaveiðar í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Svanur Jóhannsson skipstjóri segir þokkalegar horfur og að þeir séu bjartsýnir um framhaldið og að hægt verði að byggja upp sjálfbærar veiðar. „Já, það held ég að sé alveg klárt. Það er bara spurning um hvað verður hægt að veiða mikið á hverju ári,“ segir Svanur. Veiðar á hörpudiski hafa verið bannaðar frá árinu 2003 en tilraunaveiðarnar hófust fyrir tveimur árum. Þeim var fram haldið í haust og er ráðgert að þær standi fram í febrúar. Skelinni er náð upp af hafsbotni með sérstökum plógi. Fimm manns eru í áhöfn. Svanur segir þá alla þaulvana skelveiðimenn úr Hólminum og að þeir séu kátir með að endurnýja kynnin við skelina.Skelveiðiskipið Hannes Andrésson SH 737 við bryggju í Stykkishólmi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þeir búast við að veiða sjö til áttahundruð tonn í vetur. Það er aðeins um einn tuttugasti af því sem mest var árið 1985 þegar 17 þúsund tonn veiddust af hörpudiski við landið. -Þetta var nú kannski mesti blómatími Stykkishólms? „Það má segja það. Það voru ábyggilega einir tíu bátar gerðir út á skel þegar mest var, - og meira á árum áður.“ -Það fóru orð á því að þetta voru ríkustu sjómennirnir, þeir sem voru í skelinni? „Sumir sögðu það. Þú mátt ekki hafa orð mín fyrir því.“ Og vafalaust kætast margir sælkerar því hörpudiskur þykir lostæti. „Já, þetta er náttúrlega bara alveg toppvara. Þetta er bara eins og humar.“ Tengdar fréttir Hörpudiskur hrynur vegna sníkjudýrasýkingar Sníkjudýrasýking er talin orsökin fyrir því að hörpuskeljastofninn í Breiðafirði hafi hrunið eftir því sem segir á vef Skessuhorns. 23. apríl 2007 22:03 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Vonartónn er í Stykkishólmi eftir að veiðar á hörpudiski voru leyfðar á ný í tilraunaskyni eftir langt veiðibann. Hólmarar upplifðu mesta uppgangstíma bæjarins þegar skelveiðarnar stóðu sem hæst fyrir fjörutíu árum. Það var mikið áfall fyrir Stykkishólm þegar veiðar á hörpudiski voru bannaðar á Breiðafirði fyrir fjórtán árum enda var þetta aðalskelveiðibær landsins. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af löndun úr togskipinu Hannesi Andréssyni SH-737. Aflinn var hörpudiskur, um sjö og hálft tonn eftir daginn.Hörpudiskur kominn á land í Stykkishólmshöfn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta er eina skip flotans sem veiða má hörpudisk en þetta eru tilraunaveiðar í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Svanur Jóhannsson skipstjóri segir þokkalegar horfur og að þeir séu bjartsýnir um framhaldið og að hægt verði að byggja upp sjálfbærar veiðar. „Já, það held ég að sé alveg klárt. Það er bara spurning um hvað verður hægt að veiða mikið á hverju ári,“ segir Svanur. Veiðar á hörpudiski hafa verið bannaðar frá árinu 2003 en tilraunaveiðarnar hófust fyrir tveimur árum. Þeim var fram haldið í haust og er ráðgert að þær standi fram í febrúar. Skelinni er náð upp af hafsbotni með sérstökum plógi. Fimm manns eru í áhöfn. Svanur segir þá alla þaulvana skelveiðimenn úr Hólminum og að þeir séu kátir með að endurnýja kynnin við skelina.Skelveiðiskipið Hannes Andrésson SH 737 við bryggju í Stykkishólmi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þeir búast við að veiða sjö til áttahundruð tonn í vetur. Það er aðeins um einn tuttugasti af því sem mest var árið 1985 þegar 17 þúsund tonn veiddust af hörpudiski við landið. -Þetta var nú kannski mesti blómatími Stykkishólms? „Það má segja það. Það voru ábyggilega einir tíu bátar gerðir út á skel þegar mest var, - og meira á árum áður.“ -Það fóru orð á því að þetta voru ríkustu sjómennirnir, þeir sem voru í skelinni? „Sumir sögðu það. Þú mátt ekki hafa orð mín fyrir því.“ Og vafalaust kætast margir sælkerar því hörpudiskur þykir lostæti. „Já, þetta er náttúrlega bara alveg toppvara. Þetta er bara eins og humar.“
Tengdar fréttir Hörpudiskur hrynur vegna sníkjudýrasýkingar Sníkjudýrasýking er talin orsökin fyrir því að hörpuskeljastofninn í Breiðafirði hafi hrunið eftir því sem segir á vef Skessuhorns. 23. apríl 2007 22:03 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Hörpudiskur hrynur vegna sníkjudýrasýkingar Sníkjudýrasýking er talin orsökin fyrir því að hörpuskeljastofninn í Breiðafirði hafi hrunið eftir því sem segir á vef Skessuhorns. 23. apríl 2007 22:03