Kennarar eiga skilið að fá laun samkvæmt menntun og ábyrgð Guðrún Kjartansdóttir skrifar 3. desember 2016 07:00 Nú er ég nýútskrifuð sem grunnskóla- og framhaldsskólakennari og var að hefja störf sem grunnskólakennari í haust. Mér líður vel í vinnunni og finnst þetta mjög gaman. Ég kenni stundum yfir 130 nemendum á dag og ber því mikla ábyrgð. Ég vinn til kl. 16 á daginn, nema á föstudögum og hef líka unnið á kvöldin heima. Ég legg mig fram um að vera góður kennari og koma efninu sem best til skila til nemenda, ásamt því að hafa fjölbreytta kennsluhætti. Ég kvarta ekki undan starfinu mínu, því mér finnst það skemmtilegt. Það er frekar sérstakt að vera að hefja starf sem grunnskólakennari á þessum tíma. Kennarar sem hafa kennt í einhvern tíma eru ósáttir við launin. Margir eru ósáttir við viðveruna og vinnumat. Ég get ekki myndað mér of mikla skoðun á þessum fyrrgreindu atriðum, nema laununum. Mér finnst sanngjarnt að nýútskrifaður kennari eigi að fá grunnlaun upp á 500.000 kr. Miðað við þá prósentuhækkun sem kennurum býðst núna myndu launin mín hækka um sirka 44.000 kr. Það nær ekki upp í 500.000, heldur er nær 400.000 kr. Ég sem kennari þarf að hafa þak yfir höfuðið, kaupa í matinn, reka bíl og kaupa tryggingar eins og flestir aðrir. Útgjöld einstaklinga á fyrrgreindum atriðum hafa hækkað eins og margt annað í samfélaginu. Ef við lítum til menntunarinnar, að breyta náminu í 5 ára nám, þá þarf að endurskoða bæði lengdina á náminu sem og innihaldið. Ég er með BA-próf í uppeldis- og menntunarfræði, en mastersnámið skilaði því miður ekki mikilli nýbreytni. Mér og grunnskólakennaranemum fannst þetta mikil upprifjun á námssálfræði, aðferðafræði og fleiru. Launin hækka svo í þokkabót lítið miðað við að taka masterinn. Mér finnst sorglegt að sjá þessa reiði og vonleysi í kennurum sem þeir búa yfir í dag. En hins vegar skil ég þá að einhverju leyti. Ég vona svo innilega að launin og kennaramenntunin breytist í jákvæða átt fyrir kennara svo samfélagið geti haldið í kennara í stéttinni og fengið einstaklinga í kennaranámið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er ég nýútskrifuð sem grunnskóla- og framhaldsskólakennari og var að hefja störf sem grunnskólakennari í haust. Mér líður vel í vinnunni og finnst þetta mjög gaman. Ég kenni stundum yfir 130 nemendum á dag og ber því mikla ábyrgð. Ég vinn til kl. 16 á daginn, nema á föstudögum og hef líka unnið á kvöldin heima. Ég legg mig fram um að vera góður kennari og koma efninu sem best til skila til nemenda, ásamt því að hafa fjölbreytta kennsluhætti. Ég kvarta ekki undan starfinu mínu, því mér finnst það skemmtilegt. Það er frekar sérstakt að vera að hefja starf sem grunnskólakennari á þessum tíma. Kennarar sem hafa kennt í einhvern tíma eru ósáttir við launin. Margir eru ósáttir við viðveruna og vinnumat. Ég get ekki myndað mér of mikla skoðun á þessum fyrrgreindu atriðum, nema laununum. Mér finnst sanngjarnt að nýútskrifaður kennari eigi að fá grunnlaun upp á 500.000 kr. Miðað við þá prósentuhækkun sem kennurum býðst núna myndu launin mín hækka um sirka 44.000 kr. Það nær ekki upp í 500.000, heldur er nær 400.000 kr. Ég sem kennari þarf að hafa þak yfir höfuðið, kaupa í matinn, reka bíl og kaupa tryggingar eins og flestir aðrir. Útgjöld einstaklinga á fyrrgreindum atriðum hafa hækkað eins og margt annað í samfélaginu. Ef við lítum til menntunarinnar, að breyta náminu í 5 ára nám, þá þarf að endurskoða bæði lengdina á náminu sem og innihaldið. Ég er með BA-próf í uppeldis- og menntunarfræði, en mastersnámið skilaði því miður ekki mikilli nýbreytni. Mér og grunnskólakennaranemum fannst þetta mikil upprifjun á námssálfræði, aðferðafræði og fleiru. Launin hækka svo í þokkabót lítið miðað við að taka masterinn. Mér finnst sorglegt að sjá þessa reiði og vonleysi í kennurum sem þeir búa yfir í dag. En hins vegar skil ég þá að einhverju leyti. Ég vona svo innilega að launin og kennaramenntunin breytist í jákvæða átt fyrir kennara svo samfélagið geti haldið í kennara í stéttinni og fengið einstaklinga í kennaranámið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar