Viðskipti erlent

Hagnaður IKEA eykst um 20 prósent

Sæunn Gísladóttir skrifar
Aukin sala hefur verið í IKEA úti um allan heim.
Aukin sala hefur verið í IKEA úti um allan heim.
IKEA Group greindi frá því að sala úti um allan heim hefði aukist um 7,1 prósent á árinu og numið 34,2 milljónum evra á síðasta fjárhagsári. City A.M. greinir frá því að sala hafi aukist í 27 af 28 viðskiptalöndum sænska fyrirtækisins. Netsala nam 1,4 milljörðum evra.

Mestur vöxtur var í Kína, en einnig jókst hún mikið í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Hagnaður fyrirtækisins jókst um 19,6 prósent og nam 4,2 milljörðum evra. Tæplega 450 milljónir evra voru settar til hliðar til að verðlauna starfsmenn IKEA.

IKEA rekur 340 verslanir í 28 löndum en 12 þeirra voru opnaðar á síðastliðnu ári. Á næstunni verða opnaðar verslanir á Indlandi og í Serbíu. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×