Mesti hagvöxtur innan EES Sæunn Gísladóttir skrifar 8. desember 2016 07:00 Hagvöxtur hefur verið drifinn af ferðaþjónustunni. vísir/Anton Brink „Þetta er svakalega sterkur hagvöxtur en það sem er jákvætt í þessum tölum er að þetta er hagvöxtur drifinn áfram að verulegu leyti af útflutningi. Við sáum svipaðan vöxt í árslok 2007 en hann var drifinn áfram af innlendri þenslu. Það eru því ákveðin heilbrigðismerki að sjá að það eru útflutningsgreinar, og sérstaklega ferðaþjónustan, sem eru að drífa áfram vöxtinn,“ þetta segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Í gær kom fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands að landsframleiðslan á þriðja ársfjórðungi 2016 jókst að raungildi um 10,2 prósent frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Er það mesta aukning á hagvexti sem mælst hefur frá því á fjórða ársfjórðungi 2007. Útflutningur jókst um 16,4 prósent samanborið við sama tímabil árið 2015.Ásdís Kristjánsdóttirmynd/saÁ fyrstu níu mánuðum ársins 2016 jókst landsframleiðslan um 6,2 prósent borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2015. Um er að ræða mesta hagvöxt sem mælst hefur í nokkru landi innan EES-svæðisins á þessu tímabili, segir í Greiningu Íslandsbanka um málið. „Ef við horfum á fyrstu þrjá fjórðunga ársins þá er útlit fyrir að hagvöxturinn verði sterkari en nýhagspá Seðlabankans gerir ráð fyrir. Það skýrist fyrst og fremst af því að meiri kraftur er í fjárfestingu sem er jákvætt fyrir íslenskt hagkerfi. Þá er einnig áhugavert að sjá að útflutningur er sterkari en Seðlabankinn gerir ráð fyrir,“ segir Ásdís. Hún segist ekki sjá viðvörunarmerki í þessum tölum. Hins vegar geti styrking krónunnar haft áhrif til framtíðar. „Þó að við sjáum útflutningsdrifinn hagvöxt á þriðja ársfjórðungi getur frekari styrking krónunnar grafið undan útflutningsgreinum. Það getur haft áhrif á samsetningu hagvaxtar horft fram á veginn.“ Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, tekur undir með Ásdísi að þetta sé gríðarlegur vöxtur. Hann hafi í raun komið verulega á óvart. „Miðað við hvernig vöxturinn hefur verið veltir maður fyrir sér hvort flestir greiningaraðilar séu ekki að vanmeta þennan kraft sem er í hagkerfinu núna.“ Hún telur að vöxturinn sé mjög vel samsettur af fjárfestingu, utanríkisverslun og einkaneyslu. Styrking krónunnar gæti þó komið til með að hafa slæm áhrif á útflutningsgreinar sé horft til framtíðar. „Við getum ekki sett tölfræðilega fram hvaða áhrif gengisstyrkingin er að hafa á ferðaþjónustuna. En ég býst ekki við að við séum frábrugðin öðrum löndum með það að gengið muni hafa áhrif á endanum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
„Þetta er svakalega sterkur hagvöxtur en það sem er jákvætt í þessum tölum er að þetta er hagvöxtur drifinn áfram að verulegu leyti af útflutningi. Við sáum svipaðan vöxt í árslok 2007 en hann var drifinn áfram af innlendri þenslu. Það eru því ákveðin heilbrigðismerki að sjá að það eru útflutningsgreinar, og sérstaklega ferðaþjónustan, sem eru að drífa áfram vöxtinn,“ þetta segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Í gær kom fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands að landsframleiðslan á þriðja ársfjórðungi 2016 jókst að raungildi um 10,2 prósent frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Er það mesta aukning á hagvexti sem mælst hefur frá því á fjórða ársfjórðungi 2007. Útflutningur jókst um 16,4 prósent samanborið við sama tímabil árið 2015.Ásdís Kristjánsdóttirmynd/saÁ fyrstu níu mánuðum ársins 2016 jókst landsframleiðslan um 6,2 prósent borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2015. Um er að ræða mesta hagvöxt sem mælst hefur í nokkru landi innan EES-svæðisins á þessu tímabili, segir í Greiningu Íslandsbanka um málið. „Ef við horfum á fyrstu þrjá fjórðunga ársins þá er útlit fyrir að hagvöxturinn verði sterkari en nýhagspá Seðlabankans gerir ráð fyrir. Það skýrist fyrst og fremst af því að meiri kraftur er í fjárfestingu sem er jákvætt fyrir íslenskt hagkerfi. Þá er einnig áhugavert að sjá að útflutningur er sterkari en Seðlabankinn gerir ráð fyrir,“ segir Ásdís. Hún segist ekki sjá viðvörunarmerki í þessum tölum. Hins vegar geti styrking krónunnar haft áhrif til framtíðar. „Þó að við sjáum útflutningsdrifinn hagvöxt á þriðja ársfjórðungi getur frekari styrking krónunnar grafið undan útflutningsgreinum. Það getur haft áhrif á samsetningu hagvaxtar horft fram á veginn.“ Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, tekur undir með Ásdísi að þetta sé gríðarlegur vöxtur. Hann hafi í raun komið verulega á óvart. „Miðað við hvernig vöxturinn hefur verið veltir maður fyrir sér hvort flestir greiningaraðilar séu ekki að vanmeta þennan kraft sem er í hagkerfinu núna.“ Hún telur að vöxturinn sé mjög vel samsettur af fjárfestingu, utanríkisverslun og einkaneyslu. Styrking krónunnar gæti þó komið til með að hafa slæm áhrif á útflutningsgreinar sé horft til framtíðar. „Við getum ekki sett tölfræðilega fram hvaða áhrif gengisstyrkingin er að hafa á ferðaþjónustuna. En ég býst ekki við að við séum frábrugðin öðrum löndum með það að gengið muni hafa áhrif á endanum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira