Mesti hagvöxtur innan EES Sæunn Gísladóttir skrifar 8. desember 2016 07:00 Hagvöxtur hefur verið drifinn af ferðaþjónustunni. vísir/Anton Brink „Þetta er svakalega sterkur hagvöxtur en það sem er jákvætt í þessum tölum er að þetta er hagvöxtur drifinn áfram að verulegu leyti af útflutningi. Við sáum svipaðan vöxt í árslok 2007 en hann var drifinn áfram af innlendri þenslu. Það eru því ákveðin heilbrigðismerki að sjá að það eru útflutningsgreinar, og sérstaklega ferðaþjónustan, sem eru að drífa áfram vöxtinn,“ þetta segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Í gær kom fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands að landsframleiðslan á þriðja ársfjórðungi 2016 jókst að raungildi um 10,2 prósent frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Er það mesta aukning á hagvexti sem mælst hefur frá því á fjórða ársfjórðungi 2007. Útflutningur jókst um 16,4 prósent samanborið við sama tímabil árið 2015.Ásdís Kristjánsdóttirmynd/saÁ fyrstu níu mánuðum ársins 2016 jókst landsframleiðslan um 6,2 prósent borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2015. Um er að ræða mesta hagvöxt sem mælst hefur í nokkru landi innan EES-svæðisins á þessu tímabili, segir í Greiningu Íslandsbanka um málið. „Ef við horfum á fyrstu þrjá fjórðunga ársins þá er útlit fyrir að hagvöxturinn verði sterkari en nýhagspá Seðlabankans gerir ráð fyrir. Það skýrist fyrst og fremst af því að meiri kraftur er í fjárfestingu sem er jákvætt fyrir íslenskt hagkerfi. Þá er einnig áhugavert að sjá að útflutningur er sterkari en Seðlabankinn gerir ráð fyrir,“ segir Ásdís. Hún segist ekki sjá viðvörunarmerki í þessum tölum. Hins vegar geti styrking krónunnar haft áhrif til framtíðar. „Þó að við sjáum útflutningsdrifinn hagvöxt á þriðja ársfjórðungi getur frekari styrking krónunnar grafið undan útflutningsgreinum. Það getur haft áhrif á samsetningu hagvaxtar horft fram á veginn.“ Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, tekur undir með Ásdísi að þetta sé gríðarlegur vöxtur. Hann hafi í raun komið verulega á óvart. „Miðað við hvernig vöxturinn hefur verið veltir maður fyrir sér hvort flestir greiningaraðilar séu ekki að vanmeta þennan kraft sem er í hagkerfinu núna.“ Hún telur að vöxturinn sé mjög vel samsettur af fjárfestingu, utanríkisverslun og einkaneyslu. Styrking krónunnar gæti þó komið til með að hafa slæm áhrif á útflutningsgreinar sé horft til framtíðar. „Við getum ekki sett tölfræðilega fram hvaða áhrif gengisstyrkingin er að hafa á ferðaþjónustuna. En ég býst ekki við að við séum frábrugðin öðrum löndum með það að gengið muni hafa áhrif á endanum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
„Þetta er svakalega sterkur hagvöxtur en það sem er jákvætt í þessum tölum er að þetta er hagvöxtur drifinn áfram að verulegu leyti af útflutningi. Við sáum svipaðan vöxt í árslok 2007 en hann var drifinn áfram af innlendri þenslu. Það eru því ákveðin heilbrigðismerki að sjá að það eru útflutningsgreinar, og sérstaklega ferðaþjónustan, sem eru að drífa áfram vöxtinn,“ þetta segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Í gær kom fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands að landsframleiðslan á þriðja ársfjórðungi 2016 jókst að raungildi um 10,2 prósent frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Er það mesta aukning á hagvexti sem mælst hefur frá því á fjórða ársfjórðungi 2007. Útflutningur jókst um 16,4 prósent samanborið við sama tímabil árið 2015.Ásdís Kristjánsdóttirmynd/saÁ fyrstu níu mánuðum ársins 2016 jókst landsframleiðslan um 6,2 prósent borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2015. Um er að ræða mesta hagvöxt sem mælst hefur í nokkru landi innan EES-svæðisins á þessu tímabili, segir í Greiningu Íslandsbanka um málið. „Ef við horfum á fyrstu þrjá fjórðunga ársins þá er útlit fyrir að hagvöxturinn verði sterkari en nýhagspá Seðlabankans gerir ráð fyrir. Það skýrist fyrst og fremst af því að meiri kraftur er í fjárfestingu sem er jákvætt fyrir íslenskt hagkerfi. Þá er einnig áhugavert að sjá að útflutningur er sterkari en Seðlabankinn gerir ráð fyrir,“ segir Ásdís. Hún segist ekki sjá viðvörunarmerki í þessum tölum. Hins vegar geti styrking krónunnar haft áhrif til framtíðar. „Þó að við sjáum útflutningsdrifinn hagvöxt á þriðja ársfjórðungi getur frekari styrking krónunnar grafið undan útflutningsgreinum. Það getur haft áhrif á samsetningu hagvaxtar horft fram á veginn.“ Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, tekur undir með Ásdísi að þetta sé gríðarlegur vöxtur. Hann hafi í raun komið verulega á óvart. „Miðað við hvernig vöxturinn hefur verið veltir maður fyrir sér hvort flestir greiningaraðilar séu ekki að vanmeta þennan kraft sem er í hagkerfinu núna.“ Hún telur að vöxturinn sé mjög vel samsettur af fjárfestingu, utanríkisverslun og einkaneyslu. Styrking krónunnar gæti þó komið til með að hafa slæm áhrif á útflutningsgreinar sé horft til framtíðar. „Við getum ekki sett tölfræðilega fram hvaða áhrif gengisstyrkingin er að hafa á ferðaþjónustuna. En ég býst ekki við að við séum frábrugðin öðrum löndum með það að gengið muni hafa áhrif á endanum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira