Mesti hagvöxtur innan EES Sæunn Gísladóttir skrifar 8. desember 2016 07:00 Hagvöxtur hefur verið drifinn af ferðaþjónustunni. vísir/Anton Brink „Þetta er svakalega sterkur hagvöxtur en það sem er jákvætt í þessum tölum er að þetta er hagvöxtur drifinn áfram að verulegu leyti af útflutningi. Við sáum svipaðan vöxt í árslok 2007 en hann var drifinn áfram af innlendri þenslu. Það eru því ákveðin heilbrigðismerki að sjá að það eru útflutningsgreinar, og sérstaklega ferðaþjónustan, sem eru að drífa áfram vöxtinn,“ þetta segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Í gær kom fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands að landsframleiðslan á þriðja ársfjórðungi 2016 jókst að raungildi um 10,2 prósent frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Er það mesta aukning á hagvexti sem mælst hefur frá því á fjórða ársfjórðungi 2007. Útflutningur jókst um 16,4 prósent samanborið við sama tímabil árið 2015.Ásdís Kristjánsdóttirmynd/saÁ fyrstu níu mánuðum ársins 2016 jókst landsframleiðslan um 6,2 prósent borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2015. Um er að ræða mesta hagvöxt sem mælst hefur í nokkru landi innan EES-svæðisins á þessu tímabili, segir í Greiningu Íslandsbanka um málið. „Ef við horfum á fyrstu þrjá fjórðunga ársins þá er útlit fyrir að hagvöxturinn verði sterkari en nýhagspá Seðlabankans gerir ráð fyrir. Það skýrist fyrst og fremst af því að meiri kraftur er í fjárfestingu sem er jákvætt fyrir íslenskt hagkerfi. Þá er einnig áhugavert að sjá að útflutningur er sterkari en Seðlabankinn gerir ráð fyrir,“ segir Ásdís. Hún segist ekki sjá viðvörunarmerki í þessum tölum. Hins vegar geti styrking krónunnar haft áhrif til framtíðar. „Þó að við sjáum útflutningsdrifinn hagvöxt á þriðja ársfjórðungi getur frekari styrking krónunnar grafið undan útflutningsgreinum. Það getur haft áhrif á samsetningu hagvaxtar horft fram á veginn.“ Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, tekur undir með Ásdísi að þetta sé gríðarlegur vöxtur. Hann hafi í raun komið verulega á óvart. „Miðað við hvernig vöxturinn hefur verið veltir maður fyrir sér hvort flestir greiningaraðilar séu ekki að vanmeta þennan kraft sem er í hagkerfinu núna.“ Hún telur að vöxturinn sé mjög vel samsettur af fjárfestingu, utanríkisverslun og einkaneyslu. Styrking krónunnar gæti þó komið til með að hafa slæm áhrif á útflutningsgreinar sé horft til framtíðar. „Við getum ekki sett tölfræðilega fram hvaða áhrif gengisstyrkingin er að hafa á ferðaþjónustuna. En ég býst ekki við að við séum frábrugðin öðrum löndum með það að gengið muni hafa áhrif á endanum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
„Þetta er svakalega sterkur hagvöxtur en það sem er jákvætt í þessum tölum er að þetta er hagvöxtur drifinn áfram að verulegu leyti af útflutningi. Við sáum svipaðan vöxt í árslok 2007 en hann var drifinn áfram af innlendri þenslu. Það eru því ákveðin heilbrigðismerki að sjá að það eru útflutningsgreinar, og sérstaklega ferðaþjónustan, sem eru að drífa áfram vöxtinn,“ þetta segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Í gær kom fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands að landsframleiðslan á þriðja ársfjórðungi 2016 jókst að raungildi um 10,2 prósent frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Er það mesta aukning á hagvexti sem mælst hefur frá því á fjórða ársfjórðungi 2007. Útflutningur jókst um 16,4 prósent samanborið við sama tímabil árið 2015.Ásdís Kristjánsdóttirmynd/saÁ fyrstu níu mánuðum ársins 2016 jókst landsframleiðslan um 6,2 prósent borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2015. Um er að ræða mesta hagvöxt sem mælst hefur í nokkru landi innan EES-svæðisins á þessu tímabili, segir í Greiningu Íslandsbanka um málið. „Ef við horfum á fyrstu þrjá fjórðunga ársins þá er útlit fyrir að hagvöxturinn verði sterkari en nýhagspá Seðlabankans gerir ráð fyrir. Það skýrist fyrst og fremst af því að meiri kraftur er í fjárfestingu sem er jákvætt fyrir íslenskt hagkerfi. Þá er einnig áhugavert að sjá að útflutningur er sterkari en Seðlabankinn gerir ráð fyrir,“ segir Ásdís. Hún segist ekki sjá viðvörunarmerki í þessum tölum. Hins vegar geti styrking krónunnar haft áhrif til framtíðar. „Þó að við sjáum útflutningsdrifinn hagvöxt á þriðja ársfjórðungi getur frekari styrking krónunnar grafið undan útflutningsgreinum. Það getur haft áhrif á samsetningu hagvaxtar horft fram á veginn.“ Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, tekur undir með Ásdísi að þetta sé gríðarlegur vöxtur. Hann hafi í raun komið verulega á óvart. „Miðað við hvernig vöxturinn hefur verið veltir maður fyrir sér hvort flestir greiningaraðilar séu ekki að vanmeta þennan kraft sem er í hagkerfinu núna.“ Hún telur að vöxturinn sé mjög vel samsettur af fjárfestingu, utanríkisverslun og einkaneyslu. Styrking krónunnar gæti þó komið til með að hafa slæm áhrif á útflutningsgreinar sé horft til framtíðar. „Við getum ekki sett tölfræðilega fram hvaða áhrif gengisstyrkingin er að hafa á ferðaþjónustuna. En ég býst ekki við að við séum frábrugðin öðrum löndum með það að gengið muni hafa áhrif á endanum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira