Skeljungur aftur á hlutabréfamarkað Hafliði Helgason skrifar 30. nóvember 2016 11:15 Skeljungur var í Kauphöll Íslands frá árinu 1994 til 2003. Félagið snýr nú aftur á skráðan hlutabréfamarkað að loknu almennu útboði sem lýkur í dag. Markaðsvirðið er á bilinu 13-14 milljarðar. Vísir/GVA Skeljungur verður skráður á markað í kjölfar útboðs sem lýkur í dag klukkan 16. Þetta verður eina nýskráning í Kauphöll Íslands á þessu ári og eftir skráningu verður Skeljungur annað olíufélagið í Kauphöll Íslands. Í raun má tala um endurkomu Skeljungs á markað fremur en nýskráningu, en félagið var skráð í kauphöll frá 1994 til 2003. Verðbil í A hluta útboðsins sem er 6,1 til 6,9 krónur á hlut, en í þeim hluta útboðsins gefst fjárfestum kostur á að kaupa fyrir fjárhæðir á bilinu 100 þúsund krónur upp í tíu milljónir. B hlutinn er ætlaður fagfjárfestum, en þar eru lágmarkskaup 10 milljónir króna.Langt frá síðustu skráninguTil sölu eru 23,3% af heildarhlutfé félagsins en seljendur áskilja sér rétt til að stækka útboðið í 31,5% af heildarhlutafé. Söluandvirði miðað við lágmarksverð yrði þrír milljarðar miðað við 23,3% og fjórir milljarðar kjósi seljendur að stækka útboðið. Mat sérfræðinga á markaði er að fagfjárfestar muni taka skráningunni opnum örmum. Langt er frá síðasta útboði og rými fyrir nýtt skráð félag í bókum fagfjárfesta. Þá séu þetta ekki háar fjárhæðir í samanburði við önnur félög á markaði, en markaðsvirði Skeljungs er á bilinu 13 til 14 milljarðar eftir því við hvaða verð í bilinu er miðað. Greiningaraðilar á markaði hafa metið virði félagsins á gengi í kringum sjö krónur á hlut. IFS greining metur hlutinn til að mynda á 6,9 sem er hámark útboðsgengis, en Landsbankinn metur félagið á 7,05 sem gefur afslátt í útboði frá 2,2% í efstu mörkum og 15,5% miðað við neðstu mörk.Skeljungur og N1 ólík félögÞegar olíufélag fer í útboð er nærtækt að miða það við það olíufélag sem fyrir er á markaðnum. Sé horft til þess er afsláttur útboðsgengis miðað við N1 mun meiri eða 10-25% lægri en mat markaðarins á N1. Félögin eru á margan hátt ólík. N1 er með meiri sölu í sinni starfsemi í öðru en olíuvörum og er auk þess ríkara af fasteignum. Sérfræðingar telja að fasteignir N1 séu talsvert verðmætari en bókfært verð þeirra segir til um. Skeljungur hefur valið þá leið að útvista smásölustarfsemi á stöðvum sínum og einbeita sér að sölu á eldsneyti. Í smásöluverslun á Íslandi er félagið í samstarfi við verslunarkeðjuna 10-11 sem sér um megnið af smásölu á stöðvum Skeljungs Meiri fjárfestingarþörf er einnig fyrir hendi hjá Skeljungi en hjá N1. Verðmöt Skeljungs taka tillit til þessa. Markaðurinn metur N1 á yfir nífaldan rekstrarhagnað fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA), en hjá Skeljungi er sami margfaldari milli sjö og átta. Út frá þeim mælikvarða er Skeljungur því mun ódýrari. Munurinn liggur fyrst og fremst í ólíkri starfsemi félaganna.Búist við eftirspurnÞeir sérfræðingar sem rætt hefur verið við telja að eftirspurn verði eftir bréfum Skeljungs. Verð útboðsins sé sanngjarnt, en ekki megi búast við mikilli sveiflu strax eftir skráningu. Þeir benda á að ekki sé mikils vaxtar að vænta í sölu á eldsneyti. Fjölgun ferðamanna haldi þó eitthvað á móti sífellt sparneytnari ökutækjum. Starfsemi Skeljungs er ekki bara á Íslandi. Félagið rekur 11 bensínstöðvar í Færeyjum undir vörumerkinu Magn. Magn sinnir ekki einungis eldsneytissölu fyrir ökutæki og smásölu, heldur er um helmingur framlegðar félagsins af olíusölu til húshitunar. Kostur þess rekstrar er að hann er fyrirsjáanlegur, stöðugur og stór hluti sölunnar er greiddur fyrirfram. Styrking krónunnar hefur ekki hjálpað að undanförnu í þessum rekstri, en til lengri tíma litið stuðlar starfsemin að áhættudreifingu. Við þetta bætist að í samræmi við erlendar tekjur hyggst félagið endurfjármagna sig og mun það leiða til lægri fjármagnskostnaðar og betri afkomu. Búast má við því að endurfjármögnunin hafi jákvæð áhrif á arðgreiðslugetu Skeljungs. Áætlanir stjórnenda gera ráð fyrir að árlegur sparnaður af þessari ráðstöfun skili á milli 110 og 140 milljónum króna til félagsins.ArðgreiðslufélagSkeljungur hefur sinnt afgreiðslu þotueldsneytis eftir að hafa unnið þau viðskipti í útboði. N1 hafði þessi viðskipti áður, en fram kom hjá N1 að það að missa þessi viðskipti hefði ekki mikil áhrif á framlegð félagsins. Sú virðist líka raunin. Sala þotueldsneytisins virðist því bera lága framlegð, en er líkleg til að vaxa að umfangi. Sérfræðingar sem Markaðurinn hefur rætt við segja að félagið ætti að vera ágætur kostur fyrir fjárfesta sem vilja stöðugt sjóðstreymi og arðgreiðslur. Arðgreiðslustefna félagsins er að 30 til 50% af hagnaði félagsins verði komið til hluthafa með arðgreiðslum eða niðurfærslu hlutafjár. Stjórnendur gera þó ekki ráð fyrir arðgreiðslu á næsta ári.Stöðugt og fylgir hagvextiEins og fyrr segir búast sérfræðingar við að áhugi á útboðinu verði mikill. Félagið sé traust og stöðugt og henti vel inn í vel dreifð eignasöfn. Fjárfestingu í hlutabréfum fylgir alltaf áhætta, en starfsemi félagsins er næm fyrir hagvexti og hagvaxtarhorfur eru góðar á Íslandi. Starfsemi í Færeyjum eykur áhættudreifingu í gjaldmiðlum og staða félagsins á markaði í Færeyjum er sterk. Þegar fjárfestingar eru annars vegar ber hver og einn ábyrgð á sínum ákvörðunum og mikilvægt að vera meðvitaður um áhættu af slíkum fjárfestingum. Skeljungur er sterkt og vel rekið félag og verðlagningin er að mati sérfræðinga sanngjörn. Þeir sérfræðingar sem Markaðurinn ræddi við telja ólíklegt að bréfin rjúki upp og því ekki miklar líkur á að útboðið sé til þess fallið að krækja sér í jólabónus. Um það er auðvitað ekkert hægt að fullyrða, en fyrir fjárfesta með góða áhættudreifingu er mat sérfræðinga að félagið sé ágætur kostur til meðallangs eða lengri tíma. Tengdar fréttir Kosningarnar draga úr nýjum skráningum Einhver fyrirtæki hafa seinkað áformum sínum um skráningu í Kauphöll Íslands í aðdraganda kosninga. Ekkert fyrirtæki hefur verið skráð á Aðallista á árinu. Forstjóri Kauphallarinnar sér þó fyrir að minnsta kosti eina skráningu á árinu. 28. september 2016 09:00 Skeljungur stefnir á markað 9. desember Ef fer sem horfir verður Skeljungur fyrsta félagið sem skráð verður á Aðallista á þessu ári. 15. nóvember 2016 09:34 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Skeljungur verður skráður á markað í kjölfar útboðs sem lýkur í dag klukkan 16. Þetta verður eina nýskráning í Kauphöll Íslands á þessu ári og eftir skráningu verður Skeljungur annað olíufélagið í Kauphöll Íslands. Í raun má tala um endurkomu Skeljungs á markað fremur en nýskráningu, en félagið var skráð í kauphöll frá 1994 til 2003. Verðbil í A hluta útboðsins sem er 6,1 til 6,9 krónur á hlut, en í þeim hluta útboðsins gefst fjárfestum kostur á að kaupa fyrir fjárhæðir á bilinu 100 þúsund krónur upp í tíu milljónir. B hlutinn er ætlaður fagfjárfestum, en þar eru lágmarkskaup 10 milljónir króna.Langt frá síðustu skráninguTil sölu eru 23,3% af heildarhlutfé félagsins en seljendur áskilja sér rétt til að stækka útboðið í 31,5% af heildarhlutafé. Söluandvirði miðað við lágmarksverð yrði þrír milljarðar miðað við 23,3% og fjórir milljarðar kjósi seljendur að stækka útboðið. Mat sérfræðinga á markaði er að fagfjárfestar muni taka skráningunni opnum örmum. Langt er frá síðasta útboði og rými fyrir nýtt skráð félag í bókum fagfjárfesta. Þá séu þetta ekki háar fjárhæðir í samanburði við önnur félög á markaði, en markaðsvirði Skeljungs er á bilinu 13 til 14 milljarðar eftir því við hvaða verð í bilinu er miðað. Greiningaraðilar á markaði hafa metið virði félagsins á gengi í kringum sjö krónur á hlut. IFS greining metur hlutinn til að mynda á 6,9 sem er hámark útboðsgengis, en Landsbankinn metur félagið á 7,05 sem gefur afslátt í útboði frá 2,2% í efstu mörkum og 15,5% miðað við neðstu mörk.Skeljungur og N1 ólík félögÞegar olíufélag fer í útboð er nærtækt að miða það við það olíufélag sem fyrir er á markaðnum. Sé horft til þess er afsláttur útboðsgengis miðað við N1 mun meiri eða 10-25% lægri en mat markaðarins á N1. Félögin eru á margan hátt ólík. N1 er með meiri sölu í sinni starfsemi í öðru en olíuvörum og er auk þess ríkara af fasteignum. Sérfræðingar telja að fasteignir N1 séu talsvert verðmætari en bókfært verð þeirra segir til um. Skeljungur hefur valið þá leið að útvista smásölustarfsemi á stöðvum sínum og einbeita sér að sölu á eldsneyti. Í smásöluverslun á Íslandi er félagið í samstarfi við verslunarkeðjuna 10-11 sem sér um megnið af smásölu á stöðvum Skeljungs Meiri fjárfestingarþörf er einnig fyrir hendi hjá Skeljungi en hjá N1. Verðmöt Skeljungs taka tillit til þessa. Markaðurinn metur N1 á yfir nífaldan rekstrarhagnað fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA), en hjá Skeljungi er sami margfaldari milli sjö og átta. Út frá þeim mælikvarða er Skeljungur því mun ódýrari. Munurinn liggur fyrst og fremst í ólíkri starfsemi félaganna.Búist við eftirspurnÞeir sérfræðingar sem rætt hefur verið við telja að eftirspurn verði eftir bréfum Skeljungs. Verð útboðsins sé sanngjarnt, en ekki megi búast við mikilli sveiflu strax eftir skráningu. Þeir benda á að ekki sé mikils vaxtar að vænta í sölu á eldsneyti. Fjölgun ferðamanna haldi þó eitthvað á móti sífellt sparneytnari ökutækjum. Starfsemi Skeljungs er ekki bara á Íslandi. Félagið rekur 11 bensínstöðvar í Færeyjum undir vörumerkinu Magn. Magn sinnir ekki einungis eldsneytissölu fyrir ökutæki og smásölu, heldur er um helmingur framlegðar félagsins af olíusölu til húshitunar. Kostur þess rekstrar er að hann er fyrirsjáanlegur, stöðugur og stór hluti sölunnar er greiddur fyrirfram. Styrking krónunnar hefur ekki hjálpað að undanförnu í þessum rekstri, en til lengri tíma litið stuðlar starfsemin að áhættudreifingu. Við þetta bætist að í samræmi við erlendar tekjur hyggst félagið endurfjármagna sig og mun það leiða til lægri fjármagnskostnaðar og betri afkomu. Búast má við því að endurfjármögnunin hafi jákvæð áhrif á arðgreiðslugetu Skeljungs. Áætlanir stjórnenda gera ráð fyrir að árlegur sparnaður af þessari ráðstöfun skili á milli 110 og 140 milljónum króna til félagsins.ArðgreiðslufélagSkeljungur hefur sinnt afgreiðslu þotueldsneytis eftir að hafa unnið þau viðskipti í útboði. N1 hafði þessi viðskipti áður, en fram kom hjá N1 að það að missa þessi viðskipti hefði ekki mikil áhrif á framlegð félagsins. Sú virðist líka raunin. Sala þotueldsneytisins virðist því bera lága framlegð, en er líkleg til að vaxa að umfangi. Sérfræðingar sem Markaðurinn hefur rætt við segja að félagið ætti að vera ágætur kostur fyrir fjárfesta sem vilja stöðugt sjóðstreymi og arðgreiðslur. Arðgreiðslustefna félagsins er að 30 til 50% af hagnaði félagsins verði komið til hluthafa með arðgreiðslum eða niðurfærslu hlutafjár. Stjórnendur gera þó ekki ráð fyrir arðgreiðslu á næsta ári.Stöðugt og fylgir hagvextiEins og fyrr segir búast sérfræðingar við að áhugi á útboðinu verði mikill. Félagið sé traust og stöðugt og henti vel inn í vel dreifð eignasöfn. Fjárfestingu í hlutabréfum fylgir alltaf áhætta, en starfsemi félagsins er næm fyrir hagvexti og hagvaxtarhorfur eru góðar á Íslandi. Starfsemi í Færeyjum eykur áhættudreifingu í gjaldmiðlum og staða félagsins á markaði í Færeyjum er sterk. Þegar fjárfestingar eru annars vegar ber hver og einn ábyrgð á sínum ákvörðunum og mikilvægt að vera meðvitaður um áhættu af slíkum fjárfestingum. Skeljungur er sterkt og vel rekið félag og verðlagningin er að mati sérfræðinga sanngjörn. Þeir sérfræðingar sem Markaðurinn ræddi við telja ólíklegt að bréfin rjúki upp og því ekki miklar líkur á að útboðið sé til þess fallið að krækja sér í jólabónus. Um það er auðvitað ekkert hægt að fullyrða, en fyrir fjárfesta með góða áhættudreifingu er mat sérfræðinga að félagið sé ágætur kostur til meðallangs eða lengri tíma.
Tengdar fréttir Kosningarnar draga úr nýjum skráningum Einhver fyrirtæki hafa seinkað áformum sínum um skráningu í Kauphöll Íslands í aðdraganda kosninga. Ekkert fyrirtæki hefur verið skráð á Aðallista á árinu. Forstjóri Kauphallarinnar sér þó fyrir að minnsta kosti eina skráningu á árinu. 28. september 2016 09:00 Skeljungur stefnir á markað 9. desember Ef fer sem horfir verður Skeljungur fyrsta félagið sem skráð verður á Aðallista á þessu ári. 15. nóvember 2016 09:34 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Kosningarnar draga úr nýjum skráningum Einhver fyrirtæki hafa seinkað áformum sínum um skráningu í Kauphöll Íslands í aðdraganda kosninga. Ekkert fyrirtæki hefur verið skráð á Aðallista á árinu. Forstjóri Kauphallarinnar sér þó fyrir að minnsta kosti eina skráningu á árinu. 28. september 2016 09:00
Skeljungur stefnir á markað 9. desember Ef fer sem horfir verður Skeljungur fyrsta félagið sem skráð verður á Aðallista á þessu ári. 15. nóvember 2016 09:34