Viðskipti innlent

Skeljungur stefnir á markað 9. desember

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tilkynnt var um það á síðasta ári að Skeljungur stefndi á markað árið 2016.
Tilkynnt var um það á síðasta ári að Skeljungur stefndi á markað árið 2016. Mynd/Skeljungur
Reiknað er með að fyrsti viðskiptadagur með hlutabréf í Skeljungi geti orðið þann 9. desember í hið fyrsta.

Fram kemur í auglýsingu Skeljungs í Fréttablaðinu í dag að almennt úboð á hlutabréfum í Skeljungi hefjist klukkan 12 mánudaginn 28. nóvember og ljúki klukkan 16 miðvikudaginn 3. nóvember 2016. Útboðið tekur til 493.401.789 hluta eða 23,5 prósent í félaginu. Áskilinn er réttur til að stækka útboðið í allt að 661.368.368 hluti (31,5 prósent).

Sjá einnig: Skeljungur stefnir á skráningu síðla árs 2016

Reiknað er með að niðurstöður útboðsins liggi fyrir fimmtudaginn 1. desember 2016. Nasdaq Iceland hf mun tilkynna opinberlega um fyrsta dag viðskipta með hlutabréf í Skeljungi. Ef fer sem horfir verður Skeljungur fyrsta félagið sem skráð verður á Aðallista á þessu ári. Nú þegar er olíufélagið N1 á markaði.

Hér má lesa Skráningarlýsingu Skeljungs.




Tengdar fréttir

Kosningarnar draga úr nýjum skráningum

Einhver fyrirtæki hafa seinkað áformum sínum um skráningu í Kauphöll Íslands í aðdraganda kosninga. Ekkert fyrirtæki hefur verið skráð á Aðallista á árinu. Forstjóri Kauphallarinnar sér þó fyrir að minnsta kosti eina skráningu á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×