Kosningarnar draga úr nýjum skráningum Sæunn Gísladóttir skrifar 28. september 2016 09:00 Páll Harðarson telur að sama hvernig kosningarnar fari muni það ekki hafa stórvægileg áhrif á markaðinn. Vísir/Stefán Komandi kosningar hafa seinkað áformum einhverra fyrirtækja um að skrá félög sína í Kauphöll Íslands. Engin félög hafa verið skráð á Aðallista Kauphallarinnar á árinu. „Núna erum við að upplifa ákveðið millibilsástand sem hefur ríkt frá því í vor, að verið sé að bíða eftir kosningunum. Skráningar eru auðvitað eitthvað sem tekur lengri tíma að undirbúa, en ég þykist þess fullviss af því sem ég hef heyrt að þetta hafi heldur seinkað áformum einhverra,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. „Þetta hefur einhver áhrif, en kannski ekki stórvægileg. Einhver fyrirtæki sem hafa verið að velta fyrir sér skráningu og hafa verið komin eitthvað áleiðis, eða verið að vinna í undirbúningi skráningar, hafa talað um að það verði ekki fyrr en eftir kosningar. En það er eðlilegt í sjálfu sér,“ segir Páll. Páll segir að atburðir eins og kosningar hafi ekki síður áhrif á viðskiptahliðina. „Við höfum séð það margoft á síðustu árum, sem eru fróðleg fyrir þær sakir að við höfum oft staðið frammi fyrir óvenju mikilli óvissu í efnahagslegu tilliti. Frá því fyrir kosningarnar 2013 og fram á mitt ár 2014 þá var margvísleg óvissa í gangi. Við fundum að dró úr viðskiptum í aðdraganda kosninganna, og svo var verið að bíða eftir skuldaleiðréttingunni, aðgerðum um losun hafta og niðurstöðum kjarasamninga. Það leystist úr þessu meira og minna vorið og snemmsumars 2014. Eftir það gerist margt athyglisvert á markaði, verðbólguálagið snarminnkaði ef maður lítur á skuldabréfamarkaðinn, hlutabréfamarkaðurinn fór í mikla uppsveiflu sem varaði átján mánuði eða svo. Þannig að það eru áberandi skil þegar leysist úr óvissunni og fólk metur þetta sem góð skilyrði,“ segir Páll.Síminn er síðasta félag sem skráð var á Aðallista Kauphallarinnar en bréf félagsins voru tekin til viðskipta 15. október 2015. Fréttablaðið/GVASér fram á skráningu á árinuIceland Seafood var skráð á First North á árinu en ekkert félag hefur verið skráð á Aðallista í ár. „Ég vonast til þess að við náum skráningu á Aðallista á árinu. Skeljungur var búinn að gefa það út að þeir stefndu á markað og ég vona að það gangi eftir. Svo er margt sem spilar með okkur. Ég held að á þessu ári og því næsta förum við að sjá nýjar skráningar.“ Páll segist hins vegar ekki eiga von á því að aðstæður breytist stórkostlega hvernig sem kosningarnar fara. „Öll umgjörð er frekar stöðug og við höfum séð aðgerðir sem bæta í raun og veru aðgengi fyrirtækja, sérstaklega smærri fyrirtækja, að fjármagni og greiða þeim frekar leið inn á markaðinn. „Við erum ekki farin að sjá áhrif af þessu enn þá, en ég held að heilt á litið, hvernig sem kosningarnar fara, sjáum við ekki neina kollsteypu,“ segir Páll Harðarson. Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sjá meira
Komandi kosningar hafa seinkað áformum einhverra fyrirtækja um að skrá félög sína í Kauphöll Íslands. Engin félög hafa verið skráð á Aðallista Kauphallarinnar á árinu. „Núna erum við að upplifa ákveðið millibilsástand sem hefur ríkt frá því í vor, að verið sé að bíða eftir kosningunum. Skráningar eru auðvitað eitthvað sem tekur lengri tíma að undirbúa, en ég þykist þess fullviss af því sem ég hef heyrt að þetta hafi heldur seinkað áformum einhverra,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. „Þetta hefur einhver áhrif, en kannski ekki stórvægileg. Einhver fyrirtæki sem hafa verið að velta fyrir sér skráningu og hafa verið komin eitthvað áleiðis, eða verið að vinna í undirbúningi skráningar, hafa talað um að það verði ekki fyrr en eftir kosningar. En það er eðlilegt í sjálfu sér,“ segir Páll. Páll segir að atburðir eins og kosningar hafi ekki síður áhrif á viðskiptahliðina. „Við höfum séð það margoft á síðustu árum, sem eru fróðleg fyrir þær sakir að við höfum oft staðið frammi fyrir óvenju mikilli óvissu í efnahagslegu tilliti. Frá því fyrir kosningarnar 2013 og fram á mitt ár 2014 þá var margvísleg óvissa í gangi. Við fundum að dró úr viðskiptum í aðdraganda kosninganna, og svo var verið að bíða eftir skuldaleiðréttingunni, aðgerðum um losun hafta og niðurstöðum kjarasamninga. Það leystist úr þessu meira og minna vorið og snemmsumars 2014. Eftir það gerist margt athyglisvert á markaði, verðbólguálagið snarminnkaði ef maður lítur á skuldabréfamarkaðinn, hlutabréfamarkaðurinn fór í mikla uppsveiflu sem varaði átján mánuði eða svo. Þannig að það eru áberandi skil þegar leysist úr óvissunni og fólk metur þetta sem góð skilyrði,“ segir Páll.Síminn er síðasta félag sem skráð var á Aðallista Kauphallarinnar en bréf félagsins voru tekin til viðskipta 15. október 2015. Fréttablaðið/GVASér fram á skráningu á árinuIceland Seafood var skráð á First North á árinu en ekkert félag hefur verið skráð á Aðallista í ár. „Ég vonast til þess að við náum skráningu á Aðallista á árinu. Skeljungur var búinn að gefa það út að þeir stefndu á markað og ég vona að það gangi eftir. Svo er margt sem spilar með okkur. Ég held að á þessu ári og því næsta förum við að sjá nýjar skráningar.“ Páll segist hins vegar ekki eiga von á því að aðstæður breytist stórkostlega hvernig sem kosningarnar fara. „Öll umgjörð er frekar stöðug og við höfum séð aðgerðir sem bæta í raun og veru aðgengi fyrirtækja, sérstaklega smærri fyrirtækja, að fjármagni og greiða þeim frekar leið inn á markaðinn. „Við erum ekki farin að sjá áhrif af þessu enn þá, en ég held að heilt á litið, hvernig sem kosningarnar fara, sjáum við ekki neina kollsteypu,“ segir Páll Harðarson.
Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent