Á meðan Steinþór er bankastjóri nýtur hann trausts bankaráðs Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2016 18:59 Formaður bankaráðs Landsbankans vill ekki svara því hvort bankastjóri bankans njóti trausts til að sinna starfinu áfram í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölur bankans. Ríkisendurskoðun telur vinnubrögð bankans við sölurnar hafa skaðað orðspor hans auk þess að lægra verð fékkst fyrir eignir miðað við verðmæti. Ríkisendurskoðun birti í dag skýrsla um eignasölu Landsbankans árin 2010-2016. Tilefnið var fjölmargar formlegar og óformlegar beiðnir frá meðal annars einstaka þingmönnum, Bankasýslu ríkisins og bankanum sjálfum um að taka eignasölur síðustu ár til skoðunar.Lægra verð en vænta mátti Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er sérstaklega vikið að sölu Landsbankans á hlut sínum í sjö félögum en hlutirnir voru allir seldir í lokuðu söluferli. Í niðurstöðu Ríkisendurskoðunar kemur fram: „Allar þessar sölur fóru fram í lokuðu ferli og í sumum tilvikum fékkst líklega lægra verð fyrir eignarhlutina en vænta mátti miðað við verðmætin sem þeir geymdu.”Ekki náðist í Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Vísir/AntonRíkisendurskoðun telur Landsbankann hafa þurft að fylgja betur þeim meginkröfum að selja eignir í opnu og gagnsæju söluferli eða rökstyðja ella frávik frá þeim kröfum. Þá segir: „Að mati stofnunarinnar hafa vinnubrögð bankans við eignasölur á undanförnum árum skaðað orðspor hans auk þess sem hann lét ekki alltaf á það reyna með fullnægjandi hætti hvort fá hefði mátt hærra verð fyrir eignirnar.”Endurreisa þurfi orðspor bankans Ríkisendurskoðun gagnrýnir Landsbankann sérstaklega fyrir að hafa ekki aflað sér nægilegra upplýsinga um greiðslukortafyrirtækið Borgun, meðal annars um aðild fyrirtækisins að Visa Europe Ltd. en við söluna var ekki gert ráð fyrir arði af sölu Borgunar á þessum eignarhlut. Hins vegar sé erfitt að meta þá fjárhæð sem bankinn fór á mis við. Landsbankinn hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað um aðild Borgunar að Visa Europe. Um þetta segir í skýrslunni: „Miðað við athuganir Ríkisendurskoðunar við gerð þessarar skýrslu hníga engu að síður ýmis rök til að álykta sem svo að Landsbankinn hefði mátt vita að Borgun væri aðildarfélag að Visa Europe.” Loks segir í skýrslunni: „Þeirri ábendingu er beint til bankaráðs Landsbankans að grípa til ráðstafana til að endurreisa orðspor bankans.”Nýtur trausts á meðan hann starfar sem bankastjóri Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, segir bankaráðið taka niðurstöðuna alvarlega og hann hafi og muni bregðast við henni. „Við erum líka búin að innleiða stefnu. Bæði um orðsporsáhættu og eignasölu. Þar er til dæmis gerð ríkari krafa um að undantekningar frá opnu söluferli skulu samþykktar af bankaráði og ákvarðanir rökstuddar og skráðar,” segir Helga. Ekki náðist í Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Nýtur Steinþór Pálsson trausts bankastjórnar Landsbankans til þess að gegna sínu starfi áfram? „Meðan hann er bankastjóri við stjórn bankans að þá nýtur hann trausts bankaráðs.”En til þess að sinna því starfi áfram? „Ég bara ítreka þetta svar. Hann er bankastjóri og á meðan hann er bankastjóri að þá nýtur hann trausts,” segir Helga. Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08 Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Formaður bankaráðs Landsbankans vill ekki svara því hvort bankastjóri bankans njóti trausts til að sinna starfinu áfram í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölur bankans. Ríkisendurskoðun telur vinnubrögð bankans við sölurnar hafa skaðað orðspor hans auk þess að lægra verð fékkst fyrir eignir miðað við verðmæti. Ríkisendurskoðun birti í dag skýrsla um eignasölu Landsbankans árin 2010-2016. Tilefnið var fjölmargar formlegar og óformlegar beiðnir frá meðal annars einstaka þingmönnum, Bankasýslu ríkisins og bankanum sjálfum um að taka eignasölur síðustu ár til skoðunar.Lægra verð en vænta mátti Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er sérstaklega vikið að sölu Landsbankans á hlut sínum í sjö félögum en hlutirnir voru allir seldir í lokuðu söluferli. Í niðurstöðu Ríkisendurskoðunar kemur fram: „Allar þessar sölur fóru fram í lokuðu ferli og í sumum tilvikum fékkst líklega lægra verð fyrir eignarhlutina en vænta mátti miðað við verðmætin sem þeir geymdu.”Ekki náðist í Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Vísir/AntonRíkisendurskoðun telur Landsbankann hafa þurft að fylgja betur þeim meginkröfum að selja eignir í opnu og gagnsæju söluferli eða rökstyðja ella frávik frá þeim kröfum. Þá segir: „Að mati stofnunarinnar hafa vinnubrögð bankans við eignasölur á undanförnum árum skaðað orðspor hans auk þess sem hann lét ekki alltaf á það reyna með fullnægjandi hætti hvort fá hefði mátt hærra verð fyrir eignirnar.”Endurreisa þurfi orðspor bankans Ríkisendurskoðun gagnrýnir Landsbankann sérstaklega fyrir að hafa ekki aflað sér nægilegra upplýsinga um greiðslukortafyrirtækið Borgun, meðal annars um aðild fyrirtækisins að Visa Europe Ltd. en við söluna var ekki gert ráð fyrir arði af sölu Borgunar á þessum eignarhlut. Hins vegar sé erfitt að meta þá fjárhæð sem bankinn fór á mis við. Landsbankinn hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað um aðild Borgunar að Visa Europe. Um þetta segir í skýrslunni: „Miðað við athuganir Ríkisendurskoðunar við gerð þessarar skýrslu hníga engu að síður ýmis rök til að álykta sem svo að Landsbankinn hefði mátt vita að Borgun væri aðildarfélag að Visa Europe.” Loks segir í skýrslunni: „Þeirri ábendingu er beint til bankaráðs Landsbankans að grípa til ráðstafana til að endurreisa orðspor bankans.”Nýtur trausts á meðan hann starfar sem bankastjóri Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, segir bankaráðið taka niðurstöðuna alvarlega og hann hafi og muni bregðast við henni. „Við erum líka búin að innleiða stefnu. Bæði um orðsporsáhættu og eignasölu. Þar er til dæmis gerð ríkari krafa um að undantekningar frá opnu söluferli skulu samþykktar af bankaráði og ákvarðanir rökstuddar og skráðar,” segir Helga. Ekki náðist í Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Nýtur Steinþór Pálsson trausts bankastjórnar Landsbankans til þess að gegna sínu starfi áfram? „Meðan hann er bankastjóri við stjórn bankans að þá nýtur hann trausts bankaráðs.”En til þess að sinna því starfi áfram? „Ég bara ítreka þetta svar. Hann er bankastjóri og á meðan hann er bankastjóri að þá nýtur hann trausts,” segir Helga.
Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08 Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08
Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38