Á meðan Steinþór er bankastjóri nýtur hann trausts bankaráðs Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2016 18:59 Formaður bankaráðs Landsbankans vill ekki svara því hvort bankastjóri bankans njóti trausts til að sinna starfinu áfram í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölur bankans. Ríkisendurskoðun telur vinnubrögð bankans við sölurnar hafa skaðað orðspor hans auk þess að lægra verð fékkst fyrir eignir miðað við verðmæti. Ríkisendurskoðun birti í dag skýrsla um eignasölu Landsbankans árin 2010-2016. Tilefnið var fjölmargar formlegar og óformlegar beiðnir frá meðal annars einstaka þingmönnum, Bankasýslu ríkisins og bankanum sjálfum um að taka eignasölur síðustu ár til skoðunar.Lægra verð en vænta mátti Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er sérstaklega vikið að sölu Landsbankans á hlut sínum í sjö félögum en hlutirnir voru allir seldir í lokuðu söluferli. Í niðurstöðu Ríkisendurskoðunar kemur fram: „Allar þessar sölur fóru fram í lokuðu ferli og í sumum tilvikum fékkst líklega lægra verð fyrir eignarhlutina en vænta mátti miðað við verðmætin sem þeir geymdu.”Ekki náðist í Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Vísir/AntonRíkisendurskoðun telur Landsbankann hafa þurft að fylgja betur þeim meginkröfum að selja eignir í opnu og gagnsæju söluferli eða rökstyðja ella frávik frá þeim kröfum. Þá segir: „Að mati stofnunarinnar hafa vinnubrögð bankans við eignasölur á undanförnum árum skaðað orðspor hans auk þess sem hann lét ekki alltaf á það reyna með fullnægjandi hætti hvort fá hefði mátt hærra verð fyrir eignirnar.”Endurreisa þurfi orðspor bankans Ríkisendurskoðun gagnrýnir Landsbankann sérstaklega fyrir að hafa ekki aflað sér nægilegra upplýsinga um greiðslukortafyrirtækið Borgun, meðal annars um aðild fyrirtækisins að Visa Europe Ltd. en við söluna var ekki gert ráð fyrir arði af sölu Borgunar á þessum eignarhlut. Hins vegar sé erfitt að meta þá fjárhæð sem bankinn fór á mis við. Landsbankinn hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað um aðild Borgunar að Visa Europe. Um þetta segir í skýrslunni: „Miðað við athuganir Ríkisendurskoðunar við gerð þessarar skýrslu hníga engu að síður ýmis rök til að álykta sem svo að Landsbankinn hefði mátt vita að Borgun væri aðildarfélag að Visa Europe.” Loks segir í skýrslunni: „Þeirri ábendingu er beint til bankaráðs Landsbankans að grípa til ráðstafana til að endurreisa orðspor bankans.”Nýtur trausts á meðan hann starfar sem bankastjóri Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, segir bankaráðið taka niðurstöðuna alvarlega og hann hafi og muni bregðast við henni. „Við erum líka búin að innleiða stefnu. Bæði um orðsporsáhættu og eignasölu. Þar er til dæmis gerð ríkari krafa um að undantekningar frá opnu söluferli skulu samþykktar af bankaráði og ákvarðanir rökstuddar og skráðar,” segir Helga. Ekki náðist í Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Nýtur Steinþór Pálsson trausts bankastjórnar Landsbankans til þess að gegna sínu starfi áfram? „Meðan hann er bankastjóri við stjórn bankans að þá nýtur hann trausts bankaráðs.”En til þess að sinna því starfi áfram? „Ég bara ítreka þetta svar. Hann er bankastjóri og á meðan hann er bankastjóri að þá nýtur hann trausts,” segir Helga. Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08 Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38 Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Formaður bankaráðs Landsbankans vill ekki svara því hvort bankastjóri bankans njóti trausts til að sinna starfinu áfram í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölur bankans. Ríkisendurskoðun telur vinnubrögð bankans við sölurnar hafa skaðað orðspor hans auk þess að lægra verð fékkst fyrir eignir miðað við verðmæti. Ríkisendurskoðun birti í dag skýrsla um eignasölu Landsbankans árin 2010-2016. Tilefnið var fjölmargar formlegar og óformlegar beiðnir frá meðal annars einstaka þingmönnum, Bankasýslu ríkisins og bankanum sjálfum um að taka eignasölur síðustu ár til skoðunar.Lægra verð en vænta mátti Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er sérstaklega vikið að sölu Landsbankans á hlut sínum í sjö félögum en hlutirnir voru allir seldir í lokuðu söluferli. Í niðurstöðu Ríkisendurskoðunar kemur fram: „Allar þessar sölur fóru fram í lokuðu ferli og í sumum tilvikum fékkst líklega lægra verð fyrir eignarhlutina en vænta mátti miðað við verðmætin sem þeir geymdu.”Ekki náðist í Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Vísir/AntonRíkisendurskoðun telur Landsbankann hafa þurft að fylgja betur þeim meginkröfum að selja eignir í opnu og gagnsæju söluferli eða rökstyðja ella frávik frá þeim kröfum. Þá segir: „Að mati stofnunarinnar hafa vinnubrögð bankans við eignasölur á undanförnum árum skaðað orðspor hans auk þess sem hann lét ekki alltaf á það reyna með fullnægjandi hætti hvort fá hefði mátt hærra verð fyrir eignirnar.”Endurreisa þurfi orðspor bankans Ríkisendurskoðun gagnrýnir Landsbankann sérstaklega fyrir að hafa ekki aflað sér nægilegra upplýsinga um greiðslukortafyrirtækið Borgun, meðal annars um aðild fyrirtækisins að Visa Europe Ltd. en við söluna var ekki gert ráð fyrir arði af sölu Borgunar á þessum eignarhlut. Hins vegar sé erfitt að meta þá fjárhæð sem bankinn fór á mis við. Landsbankinn hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað um aðild Borgunar að Visa Europe. Um þetta segir í skýrslunni: „Miðað við athuganir Ríkisendurskoðunar við gerð þessarar skýrslu hníga engu að síður ýmis rök til að álykta sem svo að Landsbankinn hefði mátt vita að Borgun væri aðildarfélag að Visa Europe.” Loks segir í skýrslunni: „Þeirri ábendingu er beint til bankaráðs Landsbankans að grípa til ráðstafana til að endurreisa orðspor bankans.”Nýtur trausts á meðan hann starfar sem bankastjóri Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, segir bankaráðið taka niðurstöðuna alvarlega og hann hafi og muni bregðast við henni. „Við erum líka búin að innleiða stefnu. Bæði um orðsporsáhættu og eignasölu. Þar er til dæmis gerð ríkari krafa um að undantekningar frá opnu söluferli skulu samþykktar af bankaráði og ákvarðanir rökstuddar og skráðar,” segir Helga. Ekki náðist í Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Nýtur Steinþór Pálsson trausts bankastjórnar Landsbankans til þess að gegna sínu starfi áfram? „Meðan hann er bankastjóri við stjórn bankans að þá nýtur hann trausts bankaráðs.”En til þess að sinna því starfi áfram? „Ég bara ítreka þetta svar. Hann er bankastjóri og á meðan hann er bankastjóri að þá nýtur hann trausts,” segir Helga.
Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08 Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38 Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08
Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38