Takmarkanir á fjárfestingu útlendinga eyða áhyggjum af matvælaöryggi Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. nóvember 2016 20:48 Færeyskur hagfræðingur sem hefur rannsakað fiksveiðistjórnun varar Íslendinga við því að innleiða uppboðsleið í sjávarútvegi. Hann vísar meðal annars til fæðuöryggissjónarmiða. Krafa íslenskra laga um íslenskt eignarhald útgerðarfyrirtækja leysir hins vegar þetta vandamál. Mikið hefur verið rætt um uppboð aflaheimilda á undanförnum vikum en nokkrir flokkar höfðu slíkt á stefnuskrá sinni fyrir alþingiskosningar. Það slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar meðal annars vegna þess að Björt framtíð og Viðreisn vildu fara svokallaða markaðsleið í sjávarútvegi þar sem 3-4 prósent aflans færu á markað á ári hverju. Hagfræðingurinn Óli Samró gaf síðastliðið sumar út bókina „Fiskiskapur - fjølbroyttar ásetingar“ en þar fjallar hann um fiskveiðistjórnun í víðu samhengi. Samró fjallar meðal annars um uppboðsleiðina svokölluðu en Færeyingar buðu út aflaheimildir með uppboði fyrr á þessu ári. Uppboð aflaheimilda Færeyinga var liður í ákveðnum kerfisbreytingum á færeyskum sjávarútvegi. Þeir hafa lagt misheppnað sóknardagakerfi niður og tekið upp aflahlutdeildarkerfi líkt og við Íslendingar.Óli Samró hagfræðingur.Óli segir að allt snúist um matvælaöryggi í dag. Aðgangur að próteini eins og fiski sé skertur. Efnaðar stórþjóðir leiti víða um að aðgangi að fiskafurðum á viðráðanlegu verði. „Það sem við höfum lært í Færeyjum er að uppboðsleiðin virkar ekki vel. Spurningin sem þarf að svara er: Mega útlendingar bjóða? Já eða nei. Ef svarið er já þá er það spurning um lönd sem eiga skip sem munu veiða fiskinn eða það er spurning um lönd sem við vilja ná sér í prótein. Þetta er spurning um fæðuöryggi. Það eru stór ríki sem vilja fá aðgang að auðlindunum í Norður-Atlantshafi." Þessar áhyggjur Óla af uppboðsleiðinni hafa takmarkaða þýðingu fyrir Íslendinga enda vegna þeirra takmarkana sem gilda um eignarhald útlendinga á íslenskum útvegsfyrirtækjum. Eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar heimilar slíka takmörkun. „Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi,“ segir þar í annarri málsgrein. Mörg lagaákvæði eiga svo stoð í þessari heimild stjórnarskrárinnar. Í lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri kemur fram að þeir þeir einir megi stunda fiskveiðar í efnahagslögsögu Íslands og eiga og reka fyrirtæki til vinnslu sjávarafurða hér á landi sem eru íslenskir ríkisborgarar. Íslenskir lögaðilar sem stunda veiðar og vinnslu mega ekki vera í eigu erlendra aðila að meira leyti en 25 prósent sé miðað við hlutafé eða stofnfé. Af þessu leiðir að eingöngu fyrirtæki sem uppfylla þessi skilyrði gætu tekið þátt í uppboði á aflaheimildum hér á landi ef það yrði niðurstaðan að ráðast í uppboðsleið þar sem hluti aflaheimilda færi á markað á ári hverju. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Færeyskur hagfræðingur sem hefur rannsakað fiksveiðistjórnun varar Íslendinga við því að innleiða uppboðsleið í sjávarútvegi. Hann vísar meðal annars til fæðuöryggissjónarmiða. Krafa íslenskra laga um íslenskt eignarhald útgerðarfyrirtækja leysir hins vegar þetta vandamál. Mikið hefur verið rætt um uppboð aflaheimilda á undanförnum vikum en nokkrir flokkar höfðu slíkt á stefnuskrá sinni fyrir alþingiskosningar. Það slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar meðal annars vegna þess að Björt framtíð og Viðreisn vildu fara svokallaða markaðsleið í sjávarútvegi þar sem 3-4 prósent aflans færu á markað á ári hverju. Hagfræðingurinn Óli Samró gaf síðastliðið sumar út bókina „Fiskiskapur - fjølbroyttar ásetingar“ en þar fjallar hann um fiskveiðistjórnun í víðu samhengi. Samró fjallar meðal annars um uppboðsleiðina svokölluðu en Færeyingar buðu út aflaheimildir með uppboði fyrr á þessu ári. Uppboð aflaheimilda Færeyinga var liður í ákveðnum kerfisbreytingum á færeyskum sjávarútvegi. Þeir hafa lagt misheppnað sóknardagakerfi niður og tekið upp aflahlutdeildarkerfi líkt og við Íslendingar.Óli Samró hagfræðingur.Óli segir að allt snúist um matvælaöryggi í dag. Aðgangur að próteini eins og fiski sé skertur. Efnaðar stórþjóðir leiti víða um að aðgangi að fiskafurðum á viðráðanlegu verði. „Það sem við höfum lært í Færeyjum er að uppboðsleiðin virkar ekki vel. Spurningin sem þarf að svara er: Mega útlendingar bjóða? Já eða nei. Ef svarið er já þá er það spurning um lönd sem eiga skip sem munu veiða fiskinn eða það er spurning um lönd sem við vilja ná sér í prótein. Þetta er spurning um fæðuöryggi. Það eru stór ríki sem vilja fá aðgang að auðlindunum í Norður-Atlantshafi." Þessar áhyggjur Óla af uppboðsleiðinni hafa takmarkaða þýðingu fyrir Íslendinga enda vegna þeirra takmarkana sem gilda um eignarhald útlendinga á íslenskum útvegsfyrirtækjum. Eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar heimilar slíka takmörkun. „Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi,“ segir þar í annarri málsgrein. Mörg lagaákvæði eiga svo stoð í þessari heimild stjórnarskrárinnar. Í lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri kemur fram að þeir þeir einir megi stunda fiskveiðar í efnahagslögsögu Íslands og eiga og reka fyrirtæki til vinnslu sjávarafurða hér á landi sem eru íslenskir ríkisborgarar. Íslenskir lögaðilar sem stunda veiðar og vinnslu mega ekki vera í eigu erlendra aðila að meira leyti en 25 prósent sé miðað við hlutafé eða stofnfé. Af þessu leiðir að eingöngu fyrirtæki sem uppfylla þessi skilyrði gætu tekið þátt í uppboði á aflaheimildum hér á landi ef það yrði niðurstaðan að ráðast í uppboðsleið þar sem hluti aflaheimilda færi á markað á ári hverju.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira