Hreyfing komin á fjármögnun raforkusæstrengs Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Breskum fjárfestum hefur orðið verulega ágengt í að útvega fjármögnun til þess að leggja sæstreng sem flytti raforku frá Íslandi til Bretlandseyja. Sæstrengurinn gæti útvegað orku til allt að tveggja milljóna breskra heimila. Raforkusæstrengur milli Íslands og Bretlandseyja er þróunarverkefni sem unnið hefur verið að í mörg ár. Raunverulegar viðræður við bresk stjórnvöld um möguleikann á sæstreng hófust hins vegar ekki fyrr en í kjölfar fundar forsætisráðherra landanna í október 2015. Bretar horfa hingað vegna fyrirsjáanlegs orkuskorts þar í landi. Um er að ræða eitt stærsta viðskiptatækifæri sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir í mörg ár. Orkuþörf sæstrengs frá Íslandi til Bretlands, verði hann að veruleika, verður að miklu leyti uppfyllt úr bættri nýtingu á núverandi kerfum. Gert er ráð fyrir að einungis komi 250 megawött úr hefðbundnum virkjanakostum. Það er ígildi innan við helmings Kárahnjúkavirkjunar. Þannig er ekki víst að ráðast þurfi í nýjar virkjanaframkvæmdir. Björgvin Skúli Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun sagði í Bítinu á Bylgjunni sl. sumar að aldrei yrði ráðist í lagningu raforkusæstrengs nema sátt væri um það í íslensku samfélagi. Ef það væri krafa almennings að leggja slíkan streng án nýrra virkjana á hálendinu þá væri vel hægt að gera það. Sky News greindi frá því í dag að Meridiam, alþjóðlegt eignastýringarfyrirtæki sem vinnur meðal annars að því að stækka La Guardia flugvöll í New York, hefði samþykkt að fjármagna sæstrengsverkefnið og verja til þess mörgum milljónum punda til að fjármagna þróunarkostnaðinn við verkefnið. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Landsvirkjun í dag til að fá upplýsingar um hvar verkefnið væri statt en þau fengust ekki fyrir fréttir. Starfsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar alltaf vísað til þess að það verði ákvörðun löggjafans og ríkisstjórnarinnar hvað verði gert í málinu. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Sjá meira
Breskum fjárfestum hefur orðið verulega ágengt í að útvega fjármögnun til þess að leggja sæstreng sem flytti raforku frá Íslandi til Bretlandseyja. Sæstrengurinn gæti útvegað orku til allt að tveggja milljóna breskra heimila. Raforkusæstrengur milli Íslands og Bretlandseyja er þróunarverkefni sem unnið hefur verið að í mörg ár. Raunverulegar viðræður við bresk stjórnvöld um möguleikann á sæstreng hófust hins vegar ekki fyrr en í kjölfar fundar forsætisráðherra landanna í október 2015. Bretar horfa hingað vegna fyrirsjáanlegs orkuskorts þar í landi. Um er að ræða eitt stærsta viðskiptatækifæri sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir í mörg ár. Orkuþörf sæstrengs frá Íslandi til Bretlands, verði hann að veruleika, verður að miklu leyti uppfyllt úr bættri nýtingu á núverandi kerfum. Gert er ráð fyrir að einungis komi 250 megawött úr hefðbundnum virkjanakostum. Það er ígildi innan við helmings Kárahnjúkavirkjunar. Þannig er ekki víst að ráðast þurfi í nýjar virkjanaframkvæmdir. Björgvin Skúli Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun sagði í Bítinu á Bylgjunni sl. sumar að aldrei yrði ráðist í lagningu raforkusæstrengs nema sátt væri um það í íslensku samfélagi. Ef það væri krafa almennings að leggja slíkan streng án nýrra virkjana á hálendinu þá væri vel hægt að gera það. Sky News greindi frá því í dag að Meridiam, alþjóðlegt eignastýringarfyrirtæki sem vinnur meðal annars að því að stækka La Guardia flugvöll í New York, hefði samþykkt að fjármagna sæstrengsverkefnið og verja til þess mörgum milljónum punda til að fjármagna þróunarkostnaðinn við verkefnið. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Landsvirkjun í dag til að fá upplýsingar um hvar verkefnið væri statt en þau fengust ekki fyrir fréttir. Starfsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar alltaf vísað til þess að það verði ákvörðun löggjafans og ríkisstjórnarinnar hvað verði gert í málinu.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Sjá meira