Hagnaður Orkuveitunnar þrefaldast milli ára Sæunn Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2016 15:30 Orkuveita Reykjavíkur (OR) hagnaðist um 9,4 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaðurinn þrefaldast milli ára. Vísir/Vilhelm Orkuveita Reykjavíkur (OR) hagnaðist um 9,4 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaðurinn þrefaldast milli ára en hann nam rúmum þremur milljörðum í fyrra. Fram kemur í tilkynningu að afkoman sé traust og góð. Tekjur eru stöðugar sem og gjöld en áhrifa nýlegra kjarasamninga gætir nokkuð í uppgjöri fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2016. Rekstrarhagnaður (EBIT) og framlegð (EBITDA) eru svipuð og á sama tímabili síðustu ár. Styrking gengis íslensku krónunnar hefur jákvæð áhrif á hvort tveggja rekstrarniðurstöðu tímabilsins og skuldastöðuna í lok þess. Nettóskuldir OR hafa lækkað um 17,8 milljarða króna frá áramótum. Þar af hefur styrking krónunnar skilað 3,8 milljörðum til lækkunar skulda. Þessi fjárhæð færist OR til tekna og rekstrarniðurstaða tímabilsins er hagnaður sem nemur 9,4 milljörðum króna.Gjaldskrárlækkun um áramótÍ gær tilkynntu Veitur um gjaldskrárbreytingar sem verða um áramót. Veitur er dótturfyrirtæki OR sem sér um rekstur hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og rafveitu víða á sunnan- og vestanverðu landinu. Sparnaður í rekstrinum gerir fyrirtækinu kleift að lækka gjaldskrá rafmagnsdreifingar um 5,8 prósent. Rafveita Veitna þjónar Reykjavík, Akranesi, Mosfellsbæ, Kópavogi og meirihluta Garðabæjar. Gjaldskrá vatnsveitnanna lækkar um allt að 11,2 prósent en miklar fjárfestingar í fráveitum og hitaveitum leyfa ekki lækkun á þeim gjaldskrám. Bjarni Bjarnason, forstjóri segir í tilkynningu: Viðskiptavinir okkar njóta árangurs í rekstri samstæðunnar um áramótin með lækkuðum gjöldum fyrir hluta veituþjónustunnar. Sparnaður í rekstrinum gerir okkur skylt að skila ávinningnum til viðskiptavina þeirra veitna sem standa best. Þannig virkar veitureksturinn. Verð á þjónustu sem seld er í samkeppni við aðra lýtur öðrum lögmálum. Á þeim mörkuðum getur fólk flutt viðskipti sín annað ef við stöndum okkur ekki. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur (OR) hagnaðist um 9,4 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaðurinn þrefaldast milli ára en hann nam rúmum þremur milljörðum í fyrra. Fram kemur í tilkynningu að afkoman sé traust og góð. Tekjur eru stöðugar sem og gjöld en áhrifa nýlegra kjarasamninga gætir nokkuð í uppgjöri fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2016. Rekstrarhagnaður (EBIT) og framlegð (EBITDA) eru svipuð og á sama tímabili síðustu ár. Styrking gengis íslensku krónunnar hefur jákvæð áhrif á hvort tveggja rekstrarniðurstöðu tímabilsins og skuldastöðuna í lok þess. Nettóskuldir OR hafa lækkað um 17,8 milljarða króna frá áramótum. Þar af hefur styrking krónunnar skilað 3,8 milljörðum til lækkunar skulda. Þessi fjárhæð færist OR til tekna og rekstrarniðurstaða tímabilsins er hagnaður sem nemur 9,4 milljörðum króna.Gjaldskrárlækkun um áramótÍ gær tilkynntu Veitur um gjaldskrárbreytingar sem verða um áramót. Veitur er dótturfyrirtæki OR sem sér um rekstur hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og rafveitu víða á sunnan- og vestanverðu landinu. Sparnaður í rekstrinum gerir fyrirtækinu kleift að lækka gjaldskrá rafmagnsdreifingar um 5,8 prósent. Rafveita Veitna þjónar Reykjavík, Akranesi, Mosfellsbæ, Kópavogi og meirihluta Garðabæjar. Gjaldskrá vatnsveitnanna lækkar um allt að 11,2 prósent en miklar fjárfestingar í fráveitum og hitaveitum leyfa ekki lækkun á þeim gjaldskrám. Bjarni Bjarnason, forstjóri segir í tilkynningu: Viðskiptavinir okkar njóta árangurs í rekstri samstæðunnar um áramótin með lækkuðum gjöldum fyrir hluta veituþjónustunnar. Sparnaður í rekstrinum gerir okkur skylt að skila ávinningnum til viðskiptavina þeirra veitna sem standa best. Þannig virkar veitureksturinn. Verð á þjónustu sem seld er í samkeppni við aðra lýtur öðrum lögmálum. Á þeim mörkuðum getur fólk flutt viðskipti sín annað ef við stöndum okkur ekki.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira