Þessir 7 keppa um bíl ársins í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 29. nóvember 2016 10:51 Toyota C-HR er einn þeirra bíla sem komnir eru í úrslit. Sjö bílar hafa verið valdir til úrslita í valinu á bíl ársins í Evrópu þetta árið. Það eru 58 bílablaðamenn frá 22 löndum sem velja bíl ársins að þessu sinni og völdu þeir 7 bíla af 30 sem komist höfðu í forvalið. Bílarnir sem til greina koma eru Alfa Romeo Giulia, Citroën C3, Mercedes Benz E-Class, Nissan Micra, Peugeot 3008, Toyota C-HR og Volvo S90/V90. Af þessum 7 bílum eru 5 þeirra sérstaklega smíðaðir fyrir Evrópumarkað, en Nissan Micra og Toyota C-HR teljast heimsbílar sem smíðaðir eru fyrir alla bílamarkaði heims. Aðeins einn af þessum 7 bílaframleiðendum sem eiga bíla í úrslitum nú hefur aldrei unnið til verðlaunanna bíll ársins í Evrópu áður en það er Volvo. Enginn kóreskur eða bandarískur bílaframleiðandi náði með bíl í úrslit þessu sinni og eru þeir allir annaðhvort evrópskir eða japanskir. Né heldur náði nokkur rafmagnsbíll, tengiltvinnbíll eða Hybrid bíll í úrslit. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent
Sjö bílar hafa verið valdir til úrslita í valinu á bíl ársins í Evrópu þetta árið. Það eru 58 bílablaðamenn frá 22 löndum sem velja bíl ársins að þessu sinni og völdu þeir 7 bíla af 30 sem komist höfðu í forvalið. Bílarnir sem til greina koma eru Alfa Romeo Giulia, Citroën C3, Mercedes Benz E-Class, Nissan Micra, Peugeot 3008, Toyota C-HR og Volvo S90/V90. Af þessum 7 bílum eru 5 þeirra sérstaklega smíðaðir fyrir Evrópumarkað, en Nissan Micra og Toyota C-HR teljast heimsbílar sem smíðaðir eru fyrir alla bílamarkaði heims. Aðeins einn af þessum 7 bílaframleiðendum sem eiga bíla í úrslitum nú hefur aldrei unnið til verðlaunanna bíll ársins í Evrópu áður en það er Volvo. Enginn kóreskur eða bandarískur bílaframleiðandi náði með bíl í úrslit þessu sinni og eru þeir allir annaðhvort evrópskir eða japanskir. Né heldur náði nokkur rafmagnsbíll, tengiltvinnbíll eða Hybrid bíll í úrslit.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent