Hvernig skóla viltu fyrir börnin þín og barnabörn? Kristín Arnardóttir skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Ég hef starfað sem kennari í grunnskóla allan minn starfsaldur. Ég er fagmaður og á að baki sex ára háskólanám ásamt fjölmörgum lengri og styttri námskeiðum. Ég hef mikinn metnað fyrir hönd grunnskólans og mér finnst mjög mikilvægt að öll börn fái vandaða, vel undirbúna kennslu sem hæfir getu og áhugasviði. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Það liggur mikil fagmennska, alúð og samstarf að baki hverri vandaðri kennslustund.Svipast eftir öðrum störfum Á næstu þremur árum mun stór hópur samkennara minna fara á eftirlaun. Yngra fólkið er nú þegar að svipast eftir öðrum störfum sem eru betur launuð og njóta meiri virðingar í samfélaginu. Aðsókn í kennaranám hefur dregist mjög saman og aðeins hluti þess hóps sem útskrifast leggur fyrir sig kennslu. Mér líður eins og bónda sem hefur unnið af alúð á býli sínu einungis til að sjá það leggjast í eyði að starfsævinni lokinni. Skólastarf í höndum leiðbeinenda er ekki vönduð kennsla og ekki unnið af fagmennsku. Framtíð íslenskra grunnskóla verður fagleg eyðimörk innan fárra ára. Ég er sorgmædd og flestir kollegar mínir eru það líka. Og við erum öskureið.Ábyrgðin er stjórnvalda En ábyrgðin er ekki okkar. Ábyrgðin er stjórnvalda sem hafa skorið niður inn að beini og nú er ekkert lengur til að skera. Ef þú berð hag barna þinna og barnabarna fyrir brjósti ættir þú líka að vera sorgmædd/mæddur. Deildu þessum texta ef þér er ekki sama. Láttu þessa vitneskju berast um samfélagið. Láttu í þér heyra. Samningarnir sem nú verða gerðir snúast ekki um krónur og aura til þeirra sem nú eru í kennarastarfi. Þeir snúast um sjálfsvirðingu okkar og framtíð skólakerfisins og framtíð barnanna okkar. Fjöregg þjóðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef starfað sem kennari í grunnskóla allan minn starfsaldur. Ég er fagmaður og á að baki sex ára háskólanám ásamt fjölmörgum lengri og styttri námskeiðum. Ég hef mikinn metnað fyrir hönd grunnskólans og mér finnst mjög mikilvægt að öll börn fái vandaða, vel undirbúna kennslu sem hæfir getu og áhugasviði. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Það liggur mikil fagmennska, alúð og samstarf að baki hverri vandaðri kennslustund.Svipast eftir öðrum störfum Á næstu þremur árum mun stór hópur samkennara minna fara á eftirlaun. Yngra fólkið er nú þegar að svipast eftir öðrum störfum sem eru betur launuð og njóta meiri virðingar í samfélaginu. Aðsókn í kennaranám hefur dregist mjög saman og aðeins hluti þess hóps sem útskrifast leggur fyrir sig kennslu. Mér líður eins og bónda sem hefur unnið af alúð á býli sínu einungis til að sjá það leggjast í eyði að starfsævinni lokinni. Skólastarf í höndum leiðbeinenda er ekki vönduð kennsla og ekki unnið af fagmennsku. Framtíð íslenskra grunnskóla verður fagleg eyðimörk innan fárra ára. Ég er sorgmædd og flestir kollegar mínir eru það líka. Og við erum öskureið.Ábyrgðin er stjórnvalda En ábyrgðin er ekki okkar. Ábyrgðin er stjórnvalda sem hafa skorið niður inn að beini og nú er ekkert lengur til að skera. Ef þú berð hag barna þinna og barnabarna fyrir brjósti ættir þú líka að vera sorgmædd/mæddur. Deildu þessum texta ef þér er ekki sama. Láttu þessa vitneskju berast um samfélagið. Láttu í þér heyra. Samningarnir sem nú verða gerðir snúast ekki um krónur og aura til þeirra sem nú eru í kennarastarfi. Þeir snúast um sjálfsvirðingu okkar og framtíð skólakerfisins og framtíð barnanna okkar. Fjöregg þjóðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar