Erum við að sóa úrgangi? – Samkeppni við meðhöndlun úrgangs Magnús Þór Kristjánsson skrifar 10. nóvember 2016 00:00 Meðhöndlun úrgangs er það svið atvinnulífsins sem hefur þróast einna hraðast á undanförnum árum og fyrirsjáanlegt er að sú þróun muni halda áfram. Þessi öra þróun skýrist af því að gerðar eru síauknar kröfur um að meðhöndlun úrgangs sé hagfelld umhverfinu. Þá má þakka þetta breyttu hugarfari almennings til úrgangsmála og ekki síst auknu verðmæti sem felst í þeim úrgangi sem safnað er, en hann var áður talinn verðlaus eða verðlítill.Skýrsla norrænna samkeppniseftirlita Efnahagslegt mikilvægi markaðar fyrir meðhöndlun úrgangs og sú staðreynd að opnað hefur verið fyrir samkeppni á fleiri sviðum markaðarins hefur beint sjónum samkeppnisyfirvalda að honum í auknum mæli. Í febrúar á þessu ári kom út sameiginleg skýrsla á vegum norrænu samkeppniseftirlitanna, Samkeppni við meðhöndlun úrgangs – undirbúningur fyrir hagkerfi hringrásarinnar, sem nálgast má á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Það er mat norrænu eftirlitanna að samkeppni muni leika grundvallarhlutverk þegar kemur að hagkerfi hringrásarinnar. Í þeirri hugmynd felst að ekki er lengur litið á úrgang sem einungis vandamál, heldur verðmæta auðlind sem beri að nýta. Markmið hagkerfis hringrásarinnar er að færa okkur frá línulegu hagkerfi þar sem hráefnis er aflað, það notað í framleiðslu og fargað að lokum, til hagkerfis þar sem vörur og hráefni eru endurnýtt eða endurunnin til að skapa nýjar vörur og verðmæti.Niðurstöður skýrslunnar Meginniðurstaða skýrslunnar er að talsvert svigrúm sé fyrir aukna samkeppni við meðhöndlun úrgangs á Norðurlöndunum. Virk samkeppni á mörkuðunum getur leitt til nýrra og skapandi lausna sem geta dregið úr kostnaði, bætt aðgang að hráefni og aukið skilvirkni meðhöndlunar úrgangs. Nýjar lausnir og sveigjanleiki sem hlýst af samkeppni er um leið forsenda þess að markmið í umhverfismálum náist. Í skýrslunni er að finna sex tilmæli um tilteknar úrbætur sem ætlað er að draga úr samkeppnishindrunum og skapa hagkvæmari markaði fyrir meðhöndlun úrgangs. Í fyrsta lagi er lagt til að notkun markaðslausna verði aukin. Í öðru lagi er lagt til að hlutverk aðila á markaðnum verði skýrð og samtal á milli hagsmunaaðila verði aukið. Meðal annars er lagt til að hlutverk opinberra aðila, annars vegar sem þjónustuveitenda og hins vegar sem stjórnvalda, verði skýrt afmörkuð. Í þriðja lagi er lagt til að umgjörð um jafnræði á milli keppinauta verði bætt. Í fjórða lagi er lagt til að opinberum útboðum verði beitt í auknum mæli og á skilvirkan máta. Í fimmta lagi er lagt til að tölfræðileg gagnaöflun um meðhöndlun úrgangs verði samræmd enn frekar og bætt. Í sjötta lagi er lagt til að leitað verði leiða til að bæta virkni svokallaðrar framleiðendaábyrgðar.Aukin samkeppni skilar árangri Reynslan hefur sýnt að samkeppni við meðhöndlun úrgangs er mikilvæg. Virk samkeppni er til þess fallin að auka hagkvæmni og stuðla að nýsköpun og framþróun markaða. Hér á landi hafa m.a. einkafyrirtæki átt frumkvæði að flokkun úrgangs til endurvinnslu. Þá hafa rannsóknir sýnt að þegar útboðum er beitt á hagkvæman hátt getur sparnaður í kostnaði, miðað við eldra kerfi, numið frá 10-47%. Samkeppniseftirlitið hvetur sveitarfélög til þess að beina sjónum að því að hvernig frumkvöðlastarf einkaaðila getur hjálpað þeim að rækja skyldur sínar í þessum málaflokki og hvernig skipulegri útboð, þar sem hugað er að því að gefa minni aðilum svigrúm, getur nýst til hins sama. Mikilvægt er að skilmálar útboða haldi opnum möguleikanum á lausnum sem ekki hefur verið beitt áður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Meðhöndlun úrgangs er það svið atvinnulífsins sem hefur þróast einna hraðast á undanförnum árum og fyrirsjáanlegt er að sú þróun muni halda áfram. Þessi öra þróun skýrist af því að gerðar eru síauknar kröfur um að meðhöndlun úrgangs sé hagfelld umhverfinu. Þá má þakka þetta breyttu hugarfari almennings til úrgangsmála og ekki síst auknu verðmæti sem felst í þeim úrgangi sem safnað er, en hann var áður talinn verðlaus eða verðlítill.Skýrsla norrænna samkeppniseftirlita Efnahagslegt mikilvægi markaðar fyrir meðhöndlun úrgangs og sú staðreynd að opnað hefur verið fyrir samkeppni á fleiri sviðum markaðarins hefur beint sjónum samkeppnisyfirvalda að honum í auknum mæli. Í febrúar á þessu ári kom út sameiginleg skýrsla á vegum norrænu samkeppniseftirlitanna, Samkeppni við meðhöndlun úrgangs – undirbúningur fyrir hagkerfi hringrásarinnar, sem nálgast má á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Það er mat norrænu eftirlitanna að samkeppni muni leika grundvallarhlutverk þegar kemur að hagkerfi hringrásarinnar. Í þeirri hugmynd felst að ekki er lengur litið á úrgang sem einungis vandamál, heldur verðmæta auðlind sem beri að nýta. Markmið hagkerfis hringrásarinnar er að færa okkur frá línulegu hagkerfi þar sem hráefnis er aflað, það notað í framleiðslu og fargað að lokum, til hagkerfis þar sem vörur og hráefni eru endurnýtt eða endurunnin til að skapa nýjar vörur og verðmæti.Niðurstöður skýrslunnar Meginniðurstaða skýrslunnar er að talsvert svigrúm sé fyrir aukna samkeppni við meðhöndlun úrgangs á Norðurlöndunum. Virk samkeppni á mörkuðunum getur leitt til nýrra og skapandi lausna sem geta dregið úr kostnaði, bætt aðgang að hráefni og aukið skilvirkni meðhöndlunar úrgangs. Nýjar lausnir og sveigjanleiki sem hlýst af samkeppni er um leið forsenda þess að markmið í umhverfismálum náist. Í skýrslunni er að finna sex tilmæli um tilteknar úrbætur sem ætlað er að draga úr samkeppnishindrunum og skapa hagkvæmari markaði fyrir meðhöndlun úrgangs. Í fyrsta lagi er lagt til að notkun markaðslausna verði aukin. Í öðru lagi er lagt til að hlutverk aðila á markaðnum verði skýrð og samtal á milli hagsmunaaðila verði aukið. Meðal annars er lagt til að hlutverk opinberra aðila, annars vegar sem þjónustuveitenda og hins vegar sem stjórnvalda, verði skýrt afmörkuð. Í þriðja lagi er lagt til að umgjörð um jafnræði á milli keppinauta verði bætt. Í fjórða lagi er lagt til að opinberum útboðum verði beitt í auknum mæli og á skilvirkan máta. Í fimmta lagi er lagt til að tölfræðileg gagnaöflun um meðhöndlun úrgangs verði samræmd enn frekar og bætt. Í sjötta lagi er lagt til að leitað verði leiða til að bæta virkni svokallaðrar framleiðendaábyrgðar.Aukin samkeppni skilar árangri Reynslan hefur sýnt að samkeppni við meðhöndlun úrgangs er mikilvæg. Virk samkeppni er til þess fallin að auka hagkvæmni og stuðla að nýsköpun og framþróun markaða. Hér á landi hafa m.a. einkafyrirtæki átt frumkvæði að flokkun úrgangs til endurvinnslu. Þá hafa rannsóknir sýnt að þegar útboðum er beitt á hagkvæman hátt getur sparnaður í kostnaði, miðað við eldra kerfi, numið frá 10-47%. Samkeppniseftirlitið hvetur sveitarfélög til þess að beina sjónum að því að hvernig frumkvöðlastarf einkaaðila getur hjálpað þeim að rækja skyldur sínar í þessum málaflokki og hvernig skipulegri útboð, þar sem hugað er að því að gefa minni aðilum svigrúm, getur nýst til hins sama. Mikilvægt er að skilmálar útboða haldi opnum möguleikanum á lausnum sem ekki hefur verið beitt áður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar