Erum við að sóa úrgangi? – Samkeppni við meðhöndlun úrgangs Magnús Þór Kristjánsson skrifar 10. nóvember 2016 00:00 Meðhöndlun úrgangs er það svið atvinnulífsins sem hefur þróast einna hraðast á undanförnum árum og fyrirsjáanlegt er að sú þróun muni halda áfram. Þessi öra þróun skýrist af því að gerðar eru síauknar kröfur um að meðhöndlun úrgangs sé hagfelld umhverfinu. Þá má þakka þetta breyttu hugarfari almennings til úrgangsmála og ekki síst auknu verðmæti sem felst í þeim úrgangi sem safnað er, en hann var áður talinn verðlaus eða verðlítill.Skýrsla norrænna samkeppniseftirlita Efnahagslegt mikilvægi markaðar fyrir meðhöndlun úrgangs og sú staðreynd að opnað hefur verið fyrir samkeppni á fleiri sviðum markaðarins hefur beint sjónum samkeppnisyfirvalda að honum í auknum mæli. Í febrúar á þessu ári kom út sameiginleg skýrsla á vegum norrænu samkeppniseftirlitanna, Samkeppni við meðhöndlun úrgangs – undirbúningur fyrir hagkerfi hringrásarinnar, sem nálgast má á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Það er mat norrænu eftirlitanna að samkeppni muni leika grundvallarhlutverk þegar kemur að hagkerfi hringrásarinnar. Í þeirri hugmynd felst að ekki er lengur litið á úrgang sem einungis vandamál, heldur verðmæta auðlind sem beri að nýta. Markmið hagkerfis hringrásarinnar er að færa okkur frá línulegu hagkerfi þar sem hráefnis er aflað, það notað í framleiðslu og fargað að lokum, til hagkerfis þar sem vörur og hráefni eru endurnýtt eða endurunnin til að skapa nýjar vörur og verðmæti.Niðurstöður skýrslunnar Meginniðurstaða skýrslunnar er að talsvert svigrúm sé fyrir aukna samkeppni við meðhöndlun úrgangs á Norðurlöndunum. Virk samkeppni á mörkuðunum getur leitt til nýrra og skapandi lausna sem geta dregið úr kostnaði, bætt aðgang að hráefni og aukið skilvirkni meðhöndlunar úrgangs. Nýjar lausnir og sveigjanleiki sem hlýst af samkeppni er um leið forsenda þess að markmið í umhverfismálum náist. Í skýrslunni er að finna sex tilmæli um tilteknar úrbætur sem ætlað er að draga úr samkeppnishindrunum og skapa hagkvæmari markaði fyrir meðhöndlun úrgangs. Í fyrsta lagi er lagt til að notkun markaðslausna verði aukin. Í öðru lagi er lagt til að hlutverk aðila á markaðnum verði skýrð og samtal á milli hagsmunaaðila verði aukið. Meðal annars er lagt til að hlutverk opinberra aðila, annars vegar sem þjónustuveitenda og hins vegar sem stjórnvalda, verði skýrt afmörkuð. Í þriðja lagi er lagt til að umgjörð um jafnræði á milli keppinauta verði bætt. Í fjórða lagi er lagt til að opinberum útboðum verði beitt í auknum mæli og á skilvirkan máta. Í fimmta lagi er lagt til að tölfræðileg gagnaöflun um meðhöndlun úrgangs verði samræmd enn frekar og bætt. Í sjötta lagi er lagt til að leitað verði leiða til að bæta virkni svokallaðrar framleiðendaábyrgðar.Aukin samkeppni skilar árangri Reynslan hefur sýnt að samkeppni við meðhöndlun úrgangs er mikilvæg. Virk samkeppni er til þess fallin að auka hagkvæmni og stuðla að nýsköpun og framþróun markaða. Hér á landi hafa m.a. einkafyrirtæki átt frumkvæði að flokkun úrgangs til endurvinnslu. Þá hafa rannsóknir sýnt að þegar útboðum er beitt á hagkvæman hátt getur sparnaður í kostnaði, miðað við eldra kerfi, numið frá 10-47%. Samkeppniseftirlitið hvetur sveitarfélög til þess að beina sjónum að því að hvernig frumkvöðlastarf einkaaðila getur hjálpað þeim að rækja skyldur sínar í þessum málaflokki og hvernig skipulegri útboð, þar sem hugað er að því að gefa minni aðilum svigrúm, getur nýst til hins sama. Mikilvægt er að skilmálar útboða haldi opnum möguleikanum á lausnum sem ekki hefur verið beitt áður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Meðhöndlun úrgangs er það svið atvinnulífsins sem hefur þróast einna hraðast á undanförnum árum og fyrirsjáanlegt er að sú þróun muni halda áfram. Þessi öra þróun skýrist af því að gerðar eru síauknar kröfur um að meðhöndlun úrgangs sé hagfelld umhverfinu. Þá má þakka þetta breyttu hugarfari almennings til úrgangsmála og ekki síst auknu verðmæti sem felst í þeim úrgangi sem safnað er, en hann var áður talinn verðlaus eða verðlítill.Skýrsla norrænna samkeppniseftirlita Efnahagslegt mikilvægi markaðar fyrir meðhöndlun úrgangs og sú staðreynd að opnað hefur verið fyrir samkeppni á fleiri sviðum markaðarins hefur beint sjónum samkeppnisyfirvalda að honum í auknum mæli. Í febrúar á þessu ári kom út sameiginleg skýrsla á vegum norrænu samkeppniseftirlitanna, Samkeppni við meðhöndlun úrgangs – undirbúningur fyrir hagkerfi hringrásarinnar, sem nálgast má á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Það er mat norrænu eftirlitanna að samkeppni muni leika grundvallarhlutverk þegar kemur að hagkerfi hringrásarinnar. Í þeirri hugmynd felst að ekki er lengur litið á úrgang sem einungis vandamál, heldur verðmæta auðlind sem beri að nýta. Markmið hagkerfis hringrásarinnar er að færa okkur frá línulegu hagkerfi þar sem hráefnis er aflað, það notað í framleiðslu og fargað að lokum, til hagkerfis þar sem vörur og hráefni eru endurnýtt eða endurunnin til að skapa nýjar vörur og verðmæti.Niðurstöður skýrslunnar Meginniðurstaða skýrslunnar er að talsvert svigrúm sé fyrir aukna samkeppni við meðhöndlun úrgangs á Norðurlöndunum. Virk samkeppni á mörkuðunum getur leitt til nýrra og skapandi lausna sem geta dregið úr kostnaði, bætt aðgang að hráefni og aukið skilvirkni meðhöndlunar úrgangs. Nýjar lausnir og sveigjanleiki sem hlýst af samkeppni er um leið forsenda þess að markmið í umhverfismálum náist. Í skýrslunni er að finna sex tilmæli um tilteknar úrbætur sem ætlað er að draga úr samkeppnishindrunum og skapa hagkvæmari markaði fyrir meðhöndlun úrgangs. Í fyrsta lagi er lagt til að notkun markaðslausna verði aukin. Í öðru lagi er lagt til að hlutverk aðila á markaðnum verði skýrð og samtal á milli hagsmunaaðila verði aukið. Meðal annars er lagt til að hlutverk opinberra aðila, annars vegar sem þjónustuveitenda og hins vegar sem stjórnvalda, verði skýrt afmörkuð. Í þriðja lagi er lagt til að umgjörð um jafnræði á milli keppinauta verði bætt. Í fjórða lagi er lagt til að opinberum útboðum verði beitt í auknum mæli og á skilvirkan máta. Í fimmta lagi er lagt til að tölfræðileg gagnaöflun um meðhöndlun úrgangs verði samræmd enn frekar og bætt. Í sjötta lagi er lagt til að leitað verði leiða til að bæta virkni svokallaðrar framleiðendaábyrgðar.Aukin samkeppni skilar árangri Reynslan hefur sýnt að samkeppni við meðhöndlun úrgangs er mikilvæg. Virk samkeppni er til þess fallin að auka hagkvæmni og stuðla að nýsköpun og framþróun markaða. Hér á landi hafa m.a. einkafyrirtæki átt frumkvæði að flokkun úrgangs til endurvinnslu. Þá hafa rannsóknir sýnt að þegar útboðum er beitt á hagkvæman hátt getur sparnaður í kostnaði, miðað við eldra kerfi, numið frá 10-47%. Samkeppniseftirlitið hvetur sveitarfélög til þess að beina sjónum að því að hvernig frumkvöðlastarf einkaaðila getur hjálpað þeim að rækja skyldur sínar í þessum málaflokki og hvernig skipulegri útboð, þar sem hugað er að því að gefa minni aðilum svigrúm, getur nýst til hins sama. Mikilvægt er að skilmálar útboða haldi opnum möguleikanum á lausnum sem ekki hefur verið beitt áður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun