Við getum – ég get Sigríður Zoëga og Nanna Friðriksdóttir skrifar 14. nóvember 2016 00:00 Alþjóðlegur dagur gegn krabbameini er haldinn árlega 4. febrúar. Alþjóðasamtökin gegn krabbameini (UICC) skora nú á þjóðir heims að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini undir slagorðunum VIÐ GETUM – ÉG GET. Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga á Íslandi fagnar í ár 20 ára afmæli sínu og ritar í tilefni þess, í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands, röð greina undir heitinu VIÐ GETUM – ÉG GET. Árlega greinast um 1.500 einstaklingar með krabbamein á Íslandi og um 70 prósent þeirra mega búast við að vera á lífi fimm árum eftir greiningu. Nú eru tæp fjögur prósent þjóðarinnar, eða rúmlega 13 þúsund manns, á lífi sem hafa fengið krabbamein. Gert er ráð fyrir að í kringum árið 2030 muni um 2.000 manns greinast árlega hér á landi, fyrst og fremst vegna hækkandi aldurs og fjölgunar íbúa. Þá mun þeim einnig fjölga sem lifa lengur eftir greiningu krabbameins vegna framfara í forvörnum, greiningu og meðferð. Þessi sístækkandi hópur kallar á öflugt heilbrigðisskerfi með vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki sem er í stakk búið til þess mæta þörfum samfélagsins. Fólk þarf að hafa greiðan aðgang að öflugum forvörnum, greiningu, meðferð og endurhæfingu á öllum stigum sjúkdómsins, og langtíma eftirliti. Öflugt rannsóknarstarf leggur grunninn að frekari þróun og bættri meðferð og þjónustu við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Þjónusta við krabbameinssjúklinga byggir á aðkomu og samvinnu margra fagstétta, en á heimsvísu eru hjúkrunarfræðingar stærsti hópur heilbrigðisstarfsmanna. Hlutverk krabbameinshjúkrunarfræðinga er að veita árangursríka og örugga hjúkrun sem er byggð á heildrænni sýn og faglegum vinnubrögðum. Krabbameinshjúkrun miðar að því að mæta þörfum og væntingum sjúklings og aðstandenda á öllum þjónustustigum, sinna kennslu, þjálfun og ráðgjöf, og vinna að rannsóknum og notkun á vísindalegri þekkingu í klínísku starfi. Nútíma heilbrigðisþjónusta grundvallast á bestu fyrirliggjandi þekkingu hverju sinni. Stöðugt þarf að spyrja hvort þjónustan sé veitt á forsendum sjúklings og aðstandenda hans, sé árangursrík og skapi virði fyrir sjúklinginn og samfélagið í heild. Markmið rannsókna í krabbameinshjúkrun eru að: Efla forvarnir gegn krabbameini Bæta lífsgæði og líðan krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra Bæta þjónustu við sjúklinga og aðstandendur Stuðla að aukinni þekkingu og faglegri þróun krabbameinshjúkrunarfræðinga Hagnýta vísindalega þekkingu til að efla starfshætti krabbameinshjúkrunarfræðingaAuka þarf fjárframlög Viðfangsefni rannsókna íslenskra krabbameinshjúkrunarfræðinga eru fjölbreytt. Á undanförnum árum hafa rannsóknir þeirra meðal annars fjallað um lífsgæði, líðan og þarfir sjúklinga og aðstandenda þeirra. Einnig hafa verið gerðar rannsóknir á einkennum og aukaverkunum sjúkdómsins og meðferð. Niðurstöður þessara rannsókna hafa verið nýttar til að þróa og bæta þjónustu við sjúklinga og aðstandendur á mismunandi þjónustustigum. Til að stuðla að auknum rannsóknum er mikilvægt að þróa enn frekar nám í krabbameinshjúkrun en jafnframt er þörf á auknu fjárframlagi til rannsókna. Efla þarf samstarf ólíkra fagstétta um rannsóknir þar sem áhersla er á að mæta þörfum samfélagsins, sjúklinga og aðstandenda á sem víðtækastan hátt. Til að tryggja að verið sé að mæta þörfum sjúklinga og aðstandenda er mikilvægt að þeir hafi beina aðkomu að rannsóknarferlinu, allt frá rannsóknarhugmynd að nýtingu niðurstaðna. ÉG GET sem einstaklingur stutt við og tekið þátt í krabbameinsrannsóknum. VIÐ GETUM sem samfélag lagt áherslu á að krabbameinsrannsóknir séu stundaðar og niðurstöður þeirra nýttar til að efla forvarnir og bæta meðferð og þjónustu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur gegn krabbameini er haldinn árlega 4. febrúar. Alþjóðasamtökin gegn krabbameini (UICC) skora nú á þjóðir heims að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini undir slagorðunum VIÐ GETUM – ÉG GET. Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga á Íslandi fagnar í ár 20 ára afmæli sínu og ritar í tilefni þess, í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands, röð greina undir heitinu VIÐ GETUM – ÉG GET. Árlega greinast um 1.500 einstaklingar með krabbamein á Íslandi og um 70 prósent þeirra mega búast við að vera á lífi fimm árum eftir greiningu. Nú eru tæp fjögur prósent þjóðarinnar, eða rúmlega 13 þúsund manns, á lífi sem hafa fengið krabbamein. Gert er ráð fyrir að í kringum árið 2030 muni um 2.000 manns greinast árlega hér á landi, fyrst og fremst vegna hækkandi aldurs og fjölgunar íbúa. Þá mun þeim einnig fjölga sem lifa lengur eftir greiningu krabbameins vegna framfara í forvörnum, greiningu og meðferð. Þessi sístækkandi hópur kallar á öflugt heilbrigðisskerfi með vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki sem er í stakk búið til þess mæta þörfum samfélagsins. Fólk þarf að hafa greiðan aðgang að öflugum forvörnum, greiningu, meðferð og endurhæfingu á öllum stigum sjúkdómsins, og langtíma eftirliti. Öflugt rannsóknarstarf leggur grunninn að frekari þróun og bættri meðferð og þjónustu við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Þjónusta við krabbameinssjúklinga byggir á aðkomu og samvinnu margra fagstétta, en á heimsvísu eru hjúkrunarfræðingar stærsti hópur heilbrigðisstarfsmanna. Hlutverk krabbameinshjúkrunarfræðinga er að veita árangursríka og örugga hjúkrun sem er byggð á heildrænni sýn og faglegum vinnubrögðum. Krabbameinshjúkrun miðar að því að mæta þörfum og væntingum sjúklings og aðstandenda á öllum þjónustustigum, sinna kennslu, þjálfun og ráðgjöf, og vinna að rannsóknum og notkun á vísindalegri þekkingu í klínísku starfi. Nútíma heilbrigðisþjónusta grundvallast á bestu fyrirliggjandi þekkingu hverju sinni. Stöðugt þarf að spyrja hvort þjónustan sé veitt á forsendum sjúklings og aðstandenda hans, sé árangursrík og skapi virði fyrir sjúklinginn og samfélagið í heild. Markmið rannsókna í krabbameinshjúkrun eru að: Efla forvarnir gegn krabbameini Bæta lífsgæði og líðan krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra Bæta þjónustu við sjúklinga og aðstandendur Stuðla að aukinni þekkingu og faglegri þróun krabbameinshjúkrunarfræðinga Hagnýta vísindalega þekkingu til að efla starfshætti krabbameinshjúkrunarfræðingaAuka þarf fjárframlög Viðfangsefni rannsókna íslenskra krabbameinshjúkrunarfræðinga eru fjölbreytt. Á undanförnum árum hafa rannsóknir þeirra meðal annars fjallað um lífsgæði, líðan og þarfir sjúklinga og aðstandenda þeirra. Einnig hafa verið gerðar rannsóknir á einkennum og aukaverkunum sjúkdómsins og meðferð. Niðurstöður þessara rannsókna hafa verið nýttar til að þróa og bæta þjónustu við sjúklinga og aðstandendur á mismunandi þjónustustigum. Til að stuðla að auknum rannsóknum er mikilvægt að þróa enn frekar nám í krabbameinshjúkrun en jafnframt er þörf á auknu fjárframlagi til rannsókna. Efla þarf samstarf ólíkra fagstétta um rannsóknir þar sem áhersla er á að mæta þörfum samfélagsins, sjúklinga og aðstandenda á sem víðtækastan hátt. Til að tryggja að verið sé að mæta þörfum sjúklinga og aðstandenda er mikilvægt að þeir hafi beina aðkomu að rannsóknarferlinu, allt frá rannsóknarhugmynd að nýtingu niðurstaðna. ÉG GET sem einstaklingur stutt við og tekið þátt í krabbameinsrannsóknum. VIÐ GETUM sem samfélag lagt áherslu á að krabbameinsrannsóknir séu stundaðar og niðurstöður þeirra nýttar til að efla forvarnir og bæta meðferð og þjónustu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar