Við getum – ég get Sigríður Zoëga og Nanna Friðriksdóttir skrifar 14. nóvember 2016 00:00 Alþjóðlegur dagur gegn krabbameini er haldinn árlega 4. febrúar. Alþjóðasamtökin gegn krabbameini (UICC) skora nú á þjóðir heims að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini undir slagorðunum VIÐ GETUM – ÉG GET. Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga á Íslandi fagnar í ár 20 ára afmæli sínu og ritar í tilefni þess, í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands, röð greina undir heitinu VIÐ GETUM – ÉG GET. Árlega greinast um 1.500 einstaklingar með krabbamein á Íslandi og um 70 prósent þeirra mega búast við að vera á lífi fimm árum eftir greiningu. Nú eru tæp fjögur prósent þjóðarinnar, eða rúmlega 13 þúsund manns, á lífi sem hafa fengið krabbamein. Gert er ráð fyrir að í kringum árið 2030 muni um 2.000 manns greinast árlega hér á landi, fyrst og fremst vegna hækkandi aldurs og fjölgunar íbúa. Þá mun þeim einnig fjölga sem lifa lengur eftir greiningu krabbameins vegna framfara í forvörnum, greiningu og meðferð. Þessi sístækkandi hópur kallar á öflugt heilbrigðisskerfi með vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki sem er í stakk búið til þess mæta þörfum samfélagsins. Fólk þarf að hafa greiðan aðgang að öflugum forvörnum, greiningu, meðferð og endurhæfingu á öllum stigum sjúkdómsins, og langtíma eftirliti. Öflugt rannsóknarstarf leggur grunninn að frekari þróun og bættri meðferð og þjónustu við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Þjónusta við krabbameinssjúklinga byggir á aðkomu og samvinnu margra fagstétta, en á heimsvísu eru hjúkrunarfræðingar stærsti hópur heilbrigðisstarfsmanna. Hlutverk krabbameinshjúkrunarfræðinga er að veita árangursríka og örugga hjúkrun sem er byggð á heildrænni sýn og faglegum vinnubrögðum. Krabbameinshjúkrun miðar að því að mæta þörfum og væntingum sjúklings og aðstandenda á öllum þjónustustigum, sinna kennslu, þjálfun og ráðgjöf, og vinna að rannsóknum og notkun á vísindalegri þekkingu í klínísku starfi. Nútíma heilbrigðisþjónusta grundvallast á bestu fyrirliggjandi þekkingu hverju sinni. Stöðugt þarf að spyrja hvort þjónustan sé veitt á forsendum sjúklings og aðstandenda hans, sé árangursrík og skapi virði fyrir sjúklinginn og samfélagið í heild. Markmið rannsókna í krabbameinshjúkrun eru að: Efla forvarnir gegn krabbameini Bæta lífsgæði og líðan krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra Bæta þjónustu við sjúklinga og aðstandendur Stuðla að aukinni þekkingu og faglegri þróun krabbameinshjúkrunarfræðinga Hagnýta vísindalega þekkingu til að efla starfshætti krabbameinshjúkrunarfræðingaAuka þarf fjárframlög Viðfangsefni rannsókna íslenskra krabbameinshjúkrunarfræðinga eru fjölbreytt. Á undanförnum árum hafa rannsóknir þeirra meðal annars fjallað um lífsgæði, líðan og þarfir sjúklinga og aðstandenda þeirra. Einnig hafa verið gerðar rannsóknir á einkennum og aukaverkunum sjúkdómsins og meðferð. Niðurstöður þessara rannsókna hafa verið nýttar til að þróa og bæta þjónustu við sjúklinga og aðstandendur á mismunandi þjónustustigum. Til að stuðla að auknum rannsóknum er mikilvægt að þróa enn frekar nám í krabbameinshjúkrun en jafnframt er þörf á auknu fjárframlagi til rannsókna. Efla þarf samstarf ólíkra fagstétta um rannsóknir þar sem áhersla er á að mæta þörfum samfélagsins, sjúklinga og aðstandenda á sem víðtækastan hátt. Til að tryggja að verið sé að mæta þörfum sjúklinga og aðstandenda er mikilvægt að þeir hafi beina aðkomu að rannsóknarferlinu, allt frá rannsóknarhugmynd að nýtingu niðurstaðna. ÉG GET sem einstaklingur stutt við og tekið þátt í krabbameinsrannsóknum. VIÐ GETUM sem samfélag lagt áherslu á að krabbameinsrannsóknir séu stundaðar og niðurstöður þeirra nýttar til að efla forvarnir og bæta meðferð og þjónustu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur gegn krabbameini er haldinn árlega 4. febrúar. Alþjóðasamtökin gegn krabbameini (UICC) skora nú á þjóðir heims að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini undir slagorðunum VIÐ GETUM – ÉG GET. Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga á Íslandi fagnar í ár 20 ára afmæli sínu og ritar í tilefni þess, í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands, röð greina undir heitinu VIÐ GETUM – ÉG GET. Árlega greinast um 1.500 einstaklingar með krabbamein á Íslandi og um 70 prósent þeirra mega búast við að vera á lífi fimm árum eftir greiningu. Nú eru tæp fjögur prósent þjóðarinnar, eða rúmlega 13 þúsund manns, á lífi sem hafa fengið krabbamein. Gert er ráð fyrir að í kringum árið 2030 muni um 2.000 manns greinast árlega hér á landi, fyrst og fremst vegna hækkandi aldurs og fjölgunar íbúa. Þá mun þeim einnig fjölga sem lifa lengur eftir greiningu krabbameins vegna framfara í forvörnum, greiningu og meðferð. Þessi sístækkandi hópur kallar á öflugt heilbrigðisskerfi með vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki sem er í stakk búið til þess mæta þörfum samfélagsins. Fólk þarf að hafa greiðan aðgang að öflugum forvörnum, greiningu, meðferð og endurhæfingu á öllum stigum sjúkdómsins, og langtíma eftirliti. Öflugt rannsóknarstarf leggur grunninn að frekari þróun og bættri meðferð og þjónustu við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Þjónusta við krabbameinssjúklinga byggir á aðkomu og samvinnu margra fagstétta, en á heimsvísu eru hjúkrunarfræðingar stærsti hópur heilbrigðisstarfsmanna. Hlutverk krabbameinshjúkrunarfræðinga er að veita árangursríka og örugga hjúkrun sem er byggð á heildrænni sýn og faglegum vinnubrögðum. Krabbameinshjúkrun miðar að því að mæta þörfum og væntingum sjúklings og aðstandenda á öllum þjónustustigum, sinna kennslu, þjálfun og ráðgjöf, og vinna að rannsóknum og notkun á vísindalegri þekkingu í klínísku starfi. Nútíma heilbrigðisþjónusta grundvallast á bestu fyrirliggjandi þekkingu hverju sinni. Stöðugt þarf að spyrja hvort þjónustan sé veitt á forsendum sjúklings og aðstandenda hans, sé árangursrík og skapi virði fyrir sjúklinginn og samfélagið í heild. Markmið rannsókna í krabbameinshjúkrun eru að: Efla forvarnir gegn krabbameini Bæta lífsgæði og líðan krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra Bæta þjónustu við sjúklinga og aðstandendur Stuðla að aukinni þekkingu og faglegri þróun krabbameinshjúkrunarfræðinga Hagnýta vísindalega þekkingu til að efla starfshætti krabbameinshjúkrunarfræðingaAuka þarf fjárframlög Viðfangsefni rannsókna íslenskra krabbameinshjúkrunarfræðinga eru fjölbreytt. Á undanförnum árum hafa rannsóknir þeirra meðal annars fjallað um lífsgæði, líðan og þarfir sjúklinga og aðstandenda þeirra. Einnig hafa verið gerðar rannsóknir á einkennum og aukaverkunum sjúkdómsins og meðferð. Niðurstöður þessara rannsókna hafa verið nýttar til að þróa og bæta þjónustu við sjúklinga og aðstandendur á mismunandi þjónustustigum. Til að stuðla að auknum rannsóknum er mikilvægt að þróa enn frekar nám í krabbameinshjúkrun en jafnframt er þörf á auknu fjárframlagi til rannsókna. Efla þarf samstarf ólíkra fagstétta um rannsóknir þar sem áhersla er á að mæta þörfum samfélagsins, sjúklinga og aðstandenda á sem víðtækastan hátt. Til að tryggja að verið sé að mæta þörfum sjúklinga og aðstandenda er mikilvægt að þeir hafi beina aðkomu að rannsóknarferlinu, allt frá rannsóknarhugmynd að nýtingu niðurstaðna. ÉG GET sem einstaklingur stutt við og tekið þátt í krabbameinsrannsóknum. VIÐ GETUM sem samfélag lagt áherslu á að krabbameinsrannsóknir séu stundaðar og niðurstöður þeirra nýttar til að efla forvarnir og bæta meðferð og þjónustu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar