Vextir gætu hækkað með myntráði Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2016 19:30 „Er sjálfstæð peningastefna of dýru verði keypt?” var yfirskrift árlegs peningamálafundar Viðskiptaráðs í Hörpu í morgun. Í aðalerindi sínu sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, að sjálfstæð peningastefna með sveigjanlegu gengi væri að skila töluvert miklum árangri hér á landi, þannig hefði verðbólga verið undir verðbólgumarkmiði í tæplega þrjú ár. Hins vegar hefðu allar mögulegar peningastefnur kosti og galla „Spurningin er þá sú, er ábatinn af þessari stefnu minni en kostnaðurinn? Mitt svar er nei. Ábatinn er meiri. En það er ekki þar með sagt að þetta sé eini kosturinn og það er ekki þar með sagt að þetta sé besti kosturinn,” segir Már. Seðlabankinn sé reiðubúinn að taka þátt í þeirri umræðu sem þurfi að eiga sér stað, um hvers konar rammi um peningastefnuna henti best eftir að fjármagnshöftin eru farin. Eigin stefna getur haft mjög óheppileg áhrif Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og dósent við HÍ, segir Íslendinga hafa takmarkað svigrúm til að reka sjálfstæða peningastefnu. „Reynslan af því fyrir hrun sýndi að ef við ætlum að reka okkar eigin stefnu, hafa vexti hærri heldur en aðrar þjóðir, að þá getur það haft mjög óheppileg áhrif,” segir Ásgeir.Ekki víst að vextir lækki með myntráði Ein þeirra leiða sem rædd hefur verið er að festa gengi íslensku krónunnar með svonefndu myntráði. Ásgeir segir þá leið hafa sína kosti og galla en hún krefjist mikils aga í ríkisfjármálum. „Þá getum við ekki lengur verið að taka til dæmis svona miklar sveiflur í launum. Það sem við höfum séð núna síðustu áratugi eru þessar miklu launahækkanir, gríðarlega mikil hækkun kaupmáttar á skömmum tíma sem hefur síðan hefnt sín með gengisfellingu,” segir Ásgeir. Már segir það ekki rétt eins og haldið hafi verið fram að það sé einn af kostum þess að hafa myntráð að vextir verði stöðugri og lægri. „Það er ekkert víst. Þeir gætu þurft að vera hærri, vegna þess að þeir verða bara að vera það sem þarf til að verja fastgengið. Og lönd sem hafa verið með svona fastgengi hafa á tímum þurft að hækka vexti sína mjög mikið til að verja það,” segir Már. Svíar hefðu til að mynda hækkað vexti á sínum tíma í háa tveggja stafa tölu til að verja fastgengi og fóru á tímabili í 500%. Bretar hefðu hækkað sína vexti í 15% í sama tilgangi.Töfralausnin er ekki til Niðurstaðan sé því sú að það sé engin patentlausn til, aðeins mismunandi leiðir með mismunandi kostum og göllum. „Og ég held að það sé sjálfsagt að fara yfir það. Það verður hins vegar að gera það í vandaðri umræðu, sem byggist á staðreyndum, sem byggist á fæðum, sem byggist á reynslu annarra þjóða en ekki einhverjum misskilningi að töfralausnin sé allt í einu komin. Hún er ekki til og verður aldrei til,” segir Már. Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
„Er sjálfstæð peningastefna of dýru verði keypt?” var yfirskrift árlegs peningamálafundar Viðskiptaráðs í Hörpu í morgun. Í aðalerindi sínu sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, að sjálfstæð peningastefna með sveigjanlegu gengi væri að skila töluvert miklum árangri hér á landi, þannig hefði verðbólga verið undir verðbólgumarkmiði í tæplega þrjú ár. Hins vegar hefðu allar mögulegar peningastefnur kosti og galla „Spurningin er þá sú, er ábatinn af þessari stefnu minni en kostnaðurinn? Mitt svar er nei. Ábatinn er meiri. En það er ekki þar með sagt að þetta sé eini kosturinn og það er ekki þar með sagt að þetta sé besti kosturinn,” segir Már. Seðlabankinn sé reiðubúinn að taka þátt í þeirri umræðu sem þurfi að eiga sér stað, um hvers konar rammi um peningastefnuna henti best eftir að fjármagnshöftin eru farin. Eigin stefna getur haft mjög óheppileg áhrif Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og dósent við HÍ, segir Íslendinga hafa takmarkað svigrúm til að reka sjálfstæða peningastefnu. „Reynslan af því fyrir hrun sýndi að ef við ætlum að reka okkar eigin stefnu, hafa vexti hærri heldur en aðrar þjóðir, að þá getur það haft mjög óheppileg áhrif,” segir Ásgeir.Ekki víst að vextir lækki með myntráði Ein þeirra leiða sem rædd hefur verið er að festa gengi íslensku krónunnar með svonefndu myntráði. Ásgeir segir þá leið hafa sína kosti og galla en hún krefjist mikils aga í ríkisfjármálum. „Þá getum við ekki lengur verið að taka til dæmis svona miklar sveiflur í launum. Það sem við höfum séð núna síðustu áratugi eru þessar miklu launahækkanir, gríðarlega mikil hækkun kaupmáttar á skömmum tíma sem hefur síðan hefnt sín með gengisfellingu,” segir Ásgeir. Már segir það ekki rétt eins og haldið hafi verið fram að það sé einn af kostum þess að hafa myntráð að vextir verði stöðugri og lægri. „Það er ekkert víst. Þeir gætu þurft að vera hærri, vegna þess að þeir verða bara að vera það sem þarf til að verja fastgengið. Og lönd sem hafa verið með svona fastgengi hafa á tímum þurft að hækka vexti sína mjög mikið til að verja það,” segir Már. Svíar hefðu til að mynda hækkað vexti á sínum tíma í háa tveggja stafa tölu til að verja fastgengi og fóru á tímabili í 500%. Bretar hefðu hækkað sína vexti í 15% í sama tilgangi.Töfralausnin er ekki til Niðurstaðan sé því sú að það sé engin patentlausn til, aðeins mismunandi leiðir með mismunandi kostum og göllum. „Og ég held að það sé sjálfsagt að fara yfir það. Það verður hins vegar að gera það í vandaðri umræðu, sem byggist á staðreyndum, sem byggist á fæðum, sem byggist á reynslu annarra þjóða en ekki einhverjum misskilningi að töfralausnin sé allt í einu komin. Hún er ekki til og verður aldrei til,” segir Már.
Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira