Vextir gætu hækkað með myntráði Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2016 19:30 „Er sjálfstæð peningastefna of dýru verði keypt?” var yfirskrift árlegs peningamálafundar Viðskiptaráðs í Hörpu í morgun. Í aðalerindi sínu sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, að sjálfstæð peningastefna með sveigjanlegu gengi væri að skila töluvert miklum árangri hér á landi, þannig hefði verðbólga verið undir verðbólgumarkmiði í tæplega þrjú ár. Hins vegar hefðu allar mögulegar peningastefnur kosti og galla „Spurningin er þá sú, er ábatinn af þessari stefnu minni en kostnaðurinn? Mitt svar er nei. Ábatinn er meiri. En það er ekki þar með sagt að þetta sé eini kosturinn og það er ekki þar með sagt að þetta sé besti kosturinn,” segir Már. Seðlabankinn sé reiðubúinn að taka þátt í þeirri umræðu sem þurfi að eiga sér stað, um hvers konar rammi um peningastefnuna henti best eftir að fjármagnshöftin eru farin. Eigin stefna getur haft mjög óheppileg áhrif Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og dósent við HÍ, segir Íslendinga hafa takmarkað svigrúm til að reka sjálfstæða peningastefnu. „Reynslan af því fyrir hrun sýndi að ef við ætlum að reka okkar eigin stefnu, hafa vexti hærri heldur en aðrar þjóðir, að þá getur það haft mjög óheppileg áhrif,” segir Ásgeir.Ekki víst að vextir lækki með myntráði Ein þeirra leiða sem rædd hefur verið er að festa gengi íslensku krónunnar með svonefndu myntráði. Ásgeir segir þá leið hafa sína kosti og galla en hún krefjist mikils aga í ríkisfjármálum. „Þá getum við ekki lengur verið að taka til dæmis svona miklar sveiflur í launum. Það sem við höfum séð núna síðustu áratugi eru þessar miklu launahækkanir, gríðarlega mikil hækkun kaupmáttar á skömmum tíma sem hefur síðan hefnt sín með gengisfellingu,” segir Ásgeir. Már segir það ekki rétt eins og haldið hafi verið fram að það sé einn af kostum þess að hafa myntráð að vextir verði stöðugri og lægri. „Það er ekkert víst. Þeir gætu þurft að vera hærri, vegna þess að þeir verða bara að vera það sem þarf til að verja fastgengið. Og lönd sem hafa verið með svona fastgengi hafa á tímum þurft að hækka vexti sína mjög mikið til að verja það,” segir Már. Svíar hefðu til að mynda hækkað vexti á sínum tíma í háa tveggja stafa tölu til að verja fastgengi og fóru á tímabili í 500%. Bretar hefðu hækkað sína vexti í 15% í sama tilgangi.Töfralausnin er ekki til Niðurstaðan sé því sú að það sé engin patentlausn til, aðeins mismunandi leiðir með mismunandi kostum og göllum. „Og ég held að það sé sjálfsagt að fara yfir það. Það verður hins vegar að gera það í vandaðri umræðu, sem byggist á staðreyndum, sem byggist á fæðum, sem byggist á reynslu annarra þjóða en ekki einhverjum misskilningi að töfralausnin sé allt í einu komin. Hún er ekki til og verður aldrei til,” segir Már. Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
„Er sjálfstæð peningastefna of dýru verði keypt?” var yfirskrift árlegs peningamálafundar Viðskiptaráðs í Hörpu í morgun. Í aðalerindi sínu sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, að sjálfstæð peningastefna með sveigjanlegu gengi væri að skila töluvert miklum árangri hér á landi, þannig hefði verðbólga verið undir verðbólgumarkmiði í tæplega þrjú ár. Hins vegar hefðu allar mögulegar peningastefnur kosti og galla „Spurningin er þá sú, er ábatinn af þessari stefnu minni en kostnaðurinn? Mitt svar er nei. Ábatinn er meiri. En það er ekki þar með sagt að þetta sé eini kosturinn og það er ekki þar með sagt að þetta sé besti kosturinn,” segir Már. Seðlabankinn sé reiðubúinn að taka þátt í þeirri umræðu sem þurfi að eiga sér stað, um hvers konar rammi um peningastefnuna henti best eftir að fjármagnshöftin eru farin. Eigin stefna getur haft mjög óheppileg áhrif Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og dósent við HÍ, segir Íslendinga hafa takmarkað svigrúm til að reka sjálfstæða peningastefnu. „Reynslan af því fyrir hrun sýndi að ef við ætlum að reka okkar eigin stefnu, hafa vexti hærri heldur en aðrar þjóðir, að þá getur það haft mjög óheppileg áhrif,” segir Ásgeir.Ekki víst að vextir lækki með myntráði Ein þeirra leiða sem rædd hefur verið er að festa gengi íslensku krónunnar með svonefndu myntráði. Ásgeir segir þá leið hafa sína kosti og galla en hún krefjist mikils aga í ríkisfjármálum. „Þá getum við ekki lengur verið að taka til dæmis svona miklar sveiflur í launum. Það sem við höfum séð núna síðustu áratugi eru þessar miklu launahækkanir, gríðarlega mikil hækkun kaupmáttar á skömmum tíma sem hefur síðan hefnt sín með gengisfellingu,” segir Ásgeir. Már segir það ekki rétt eins og haldið hafi verið fram að það sé einn af kostum þess að hafa myntráð að vextir verði stöðugri og lægri. „Það er ekkert víst. Þeir gætu þurft að vera hærri, vegna þess að þeir verða bara að vera það sem þarf til að verja fastgengið. Og lönd sem hafa verið með svona fastgengi hafa á tímum þurft að hækka vexti sína mjög mikið til að verja það,” segir Már. Svíar hefðu til að mynda hækkað vexti á sínum tíma í háa tveggja stafa tölu til að verja fastgengi og fóru á tímabili í 500%. Bretar hefðu hækkað sína vexti í 15% í sama tilgangi.Töfralausnin er ekki til Niðurstaðan sé því sú að það sé engin patentlausn til, aðeins mismunandi leiðir með mismunandi kostum og göllum. „Og ég held að það sé sjálfsagt að fara yfir það. Það verður hins vegar að gera það í vandaðri umræðu, sem byggist á staðreyndum, sem byggist á fæðum, sem byggist á reynslu annarra þjóða en ekki einhverjum misskilningi að töfralausnin sé allt í einu komin. Hún er ekki til og verður aldrei til,” segir Már.
Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira