Vextir gætu hækkað með myntráði Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2016 19:30 „Er sjálfstæð peningastefna of dýru verði keypt?” var yfirskrift árlegs peningamálafundar Viðskiptaráðs í Hörpu í morgun. Í aðalerindi sínu sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, að sjálfstæð peningastefna með sveigjanlegu gengi væri að skila töluvert miklum árangri hér á landi, þannig hefði verðbólga verið undir verðbólgumarkmiði í tæplega þrjú ár. Hins vegar hefðu allar mögulegar peningastefnur kosti og galla „Spurningin er þá sú, er ábatinn af þessari stefnu minni en kostnaðurinn? Mitt svar er nei. Ábatinn er meiri. En það er ekki þar með sagt að þetta sé eini kosturinn og það er ekki þar með sagt að þetta sé besti kosturinn,” segir Már. Seðlabankinn sé reiðubúinn að taka þátt í þeirri umræðu sem þurfi að eiga sér stað, um hvers konar rammi um peningastefnuna henti best eftir að fjármagnshöftin eru farin. Eigin stefna getur haft mjög óheppileg áhrif Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og dósent við HÍ, segir Íslendinga hafa takmarkað svigrúm til að reka sjálfstæða peningastefnu. „Reynslan af því fyrir hrun sýndi að ef við ætlum að reka okkar eigin stefnu, hafa vexti hærri heldur en aðrar þjóðir, að þá getur það haft mjög óheppileg áhrif,” segir Ásgeir.Ekki víst að vextir lækki með myntráði Ein þeirra leiða sem rædd hefur verið er að festa gengi íslensku krónunnar með svonefndu myntráði. Ásgeir segir þá leið hafa sína kosti og galla en hún krefjist mikils aga í ríkisfjármálum. „Þá getum við ekki lengur verið að taka til dæmis svona miklar sveiflur í launum. Það sem við höfum séð núna síðustu áratugi eru þessar miklu launahækkanir, gríðarlega mikil hækkun kaupmáttar á skömmum tíma sem hefur síðan hefnt sín með gengisfellingu,” segir Ásgeir. Már segir það ekki rétt eins og haldið hafi verið fram að það sé einn af kostum þess að hafa myntráð að vextir verði stöðugri og lægri. „Það er ekkert víst. Þeir gætu þurft að vera hærri, vegna þess að þeir verða bara að vera það sem þarf til að verja fastgengið. Og lönd sem hafa verið með svona fastgengi hafa á tímum þurft að hækka vexti sína mjög mikið til að verja það,” segir Már. Svíar hefðu til að mynda hækkað vexti á sínum tíma í háa tveggja stafa tölu til að verja fastgengi og fóru á tímabili í 500%. Bretar hefðu hækkað sína vexti í 15% í sama tilgangi.Töfralausnin er ekki til Niðurstaðan sé því sú að það sé engin patentlausn til, aðeins mismunandi leiðir með mismunandi kostum og göllum. „Og ég held að það sé sjálfsagt að fara yfir það. Það verður hins vegar að gera það í vandaðri umræðu, sem byggist á staðreyndum, sem byggist á fæðum, sem byggist á reynslu annarra þjóða en ekki einhverjum misskilningi að töfralausnin sé allt í einu komin. Hún er ekki til og verður aldrei til,” segir Már. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
„Er sjálfstæð peningastefna of dýru verði keypt?” var yfirskrift árlegs peningamálafundar Viðskiptaráðs í Hörpu í morgun. Í aðalerindi sínu sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, að sjálfstæð peningastefna með sveigjanlegu gengi væri að skila töluvert miklum árangri hér á landi, þannig hefði verðbólga verið undir verðbólgumarkmiði í tæplega þrjú ár. Hins vegar hefðu allar mögulegar peningastefnur kosti og galla „Spurningin er þá sú, er ábatinn af þessari stefnu minni en kostnaðurinn? Mitt svar er nei. Ábatinn er meiri. En það er ekki þar með sagt að þetta sé eini kosturinn og það er ekki þar með sagt að þetta sé besti kosturinn,” segir Már. Seðlabankinn sé reiðubúinn að taka þátt í þeirri umræðu sem þurfi að eiga sér stað, um hvers konar rammi um peningastefnuna henti best eftir að fjármagnshöftin eru farin. Eigin stefna getur haft mjög óheppileg áhrif Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og dósent við HÍ, segir Íslendinga hafa takmarkað svigrúm til að reka sjálfstæða peningastefnu. „Reynslan af því fyrir hrun sýndi að ef við ætlum að reka okkar eigin stefnu, hafa vexti hærri heldur en aðrar þjóðir, að þá getur það haft mjög óheppileg áhrif,” segir Ásgeir.Ekki víst að vextir lækki með myntráði Ein þeirra leiða sem rædd hefur verið er að festa gengi íslensku krónunnar með svonefndu myntráði. Ásgeir segir þá leið hafa sína kosti og galla en hún krefjist mikils aga í ríkisfjármálum. „Þá getum við ekki lengur verið að taka til dæmis svona miklar sveiflur í launum. Það sem við höfum séð núna síðustu áratugi eru þessar miklu launahækkanir, gríðarlega mikil hækkun kaupmáttar á skömmum tíma sem hefur síðan hefnt sín með gengisfellingu,” segir Ásgeir. Már segir það ekki rétt eins og haldið hafi verið fram að það sé einn af kostum þess að hafa myntráð að vextir verði stöðugri og lægri. „Það er ekkert víst. Þeir gætu þurft að vera hærri, vegna þess að þeir verða bara að vera það sem þarf til að verja fastgengið. Og lönd sem hafa verið með svona fastgengi hafa á tímum þurft að hækka vexti sína mjög mikið til að verja það,” segir Már. Svíar hefðu til að mynda hækkað vexti á sínum tíma í háa tveggja stafa tölu til að verja fastgengi og fóru á tímabili í 500%. Bretar hefðu hækkað sína vexti í 15% í sama tilgangi.Töfralausnin er ekki til Niðurstaðan sé því sú að það sé engin patentlausn til, aðeins mismunandi leiðir með mismunandi kostum og göllum. „Og ég held að það sé sjálfsagt að fara yfir það. Það verður hins vegar að gera það í vandaðri umræðu, sem byggist á staðreyndum, sem byggist á fæðum, sem byggist á reynslu annarra þjóða en ekki einhverjum misskilningi að töfralausnin sé allt í einu komin. Hún er ekki til og verður aldrei til,” segir Már.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira