Viðskipti erlent

Musk vill fimmfalda fjölda virkra gervihnatta

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Musk er spenntur fyrir gervihnöttum.
Musk er spenntur fyrir gervihnöttum. Nordicphotos/Getty
SpaceX hefur sótt um að fá að senda 4.425 gervihnetti út í geim. Fyrirtækið, sem er í eigu Elon Musk, hyggst nota gervihnettina til að koma á háhraðanettengingu um gjörvalla veröld.

Business Insider greinir frá því að þessi fjöldi gervihnatta myndi fimmfalda fjölda virkra gervihnatta á sporbaug um jörðu. Nú þegar eru 1.419 virkir gervihnettir á sporbaug en um 2.600 óvirkir. Því væri gervihnattafloti SpaceX mun stærri heldur en allir gervihnettir sem áður hafa verið sendir á sporbaug til samans.

Samkvæmt umsókn SpaceX til yfirvalda í Bandaríkjunum yrði hver gervihnöttur um 400 kíló og á stærð við smábíl. Þeir myndu vera í rúmlega þúsund kílómetra hæð og gætu dreift merki sínu á svæði með um þúsund kílómetra radíus. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×