Körfubolti

Sjáðu körfuna ótrúlegu sem bjargaði Sköllunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sigtryggur Arnar Björnsson tryggði Skallagrími framlengingu í Hólminum með hreint út sagt lygilegri körfu.

Hann dansaði með boltann fyrir utan teig Snæfells og náði síðan að skjóta boltanum úr jafnvægi og ofan í körfuna.

Dómarar leiksins voru ekki vissir um hvort þetta hefði verið tveggja eða þriggja stiga karfa. Eftir að hafa skoða upptökur hjá sjónvarstökumanni Stöðvar 2 Sport í húsinu var niðurstaðan tveggja stiga karfa. Það er þó ótrúlega tæpt.

Það dugði í framlengingu enda aðeins sex sekúndur eftir af leiknum þarna.

Tvær framlengingar þurfti til og í seinni náði Skallagrímur að tryggja sér sigur.

Körfuna má sjá hér að ofan en hún verður væntanlega skoðuð í ræmur í Körfuboltakvöldi Dominos annað kvöld.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.