Hver Íslendingur eyðir yfir 50 þúsund í happadrætti- og spil Sæunn Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2016 14:25 Að meðaltali spilar hver íbúi landsins fyrir 54.182 krónur í happdrættum, getraunum, lottó, bingó, spilakössum hjá innlendum aðilum á hverju ári. Vísir/Vilhelm Að meðaltali spilar hver íbúi landsins fyrir 54.182 krónur í happdrættum, getraunum, lottó, bingó, spilakössum hjá innlendum aðilum. Séu dregnir frá vinningar sem hver íbúi hefur fengið, þá hefur hver íbúi eytt 21.007 krónur að meðaltali á innlenda spilamarkaðnum. Þetta kemur fram í frétt á vef Innanríkisráðuneytisins. Velta innlenda happdrættis- og spilamarkaðarins árið 2015 var 17,9 milljarðar króna hjá fyrirtækjum sem starfa með leyfi yfirvalda. Af þessum fjárhæðum er greitt í vinninga og þá standa eftir svokallaðar brúttóspilatekjur (BST) 6,9 milljarðar króna. Þetta er alþjóðleg skilgreining, Gross Gaming Revenue; GGR. Á þessu ári er fyrst áætlað vegna sölu happdrætta sem þarf að sækja um leyfi fyrir í hvert skipti. Að teknu tilliti til þess er aukning á BST tæp 23 prósent frá árinu 2014. Vitað er að Íslendingar kaupa þjónustu veðmála- og spilafyrirtækja erlendis á netinu. Sú velta er ekki inni í þessum tölum. Mikil þróun hefur orðið á þessum markaði frá því að nánast var aðeins í boði að kaupa happdrættismiða. Enn er verið að þróa þennan markað og það sést meðal annars á kaupum á þjónustu á erlendum vefsíðum sem er ólögleg starfsemi hér á landi. Þá er enn frekar verið að þróa markaðinn og til verður enn ný eftirspurn eftir nýrri þjónustu á þessu sviði. Þar er sýndarveruleiki í sókn.Erlend netspilunÁ árinu 2012 skilaði dr. Daníel Þór Ólason, dósent við Háskóla Íslands, skýrslu til innanríkisráðuneytis um spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga árið 2011. Samkvæmt rannsóknum sem lágu þar að baki kemur fram í skýrslunni að aukning hafi orðið á spilun á erlendum netsíðum frá árinu 2007. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á netspilun Íslendinga erlendis síðan, svo vitað sé, en samkvæmt upplýsingum frá kortafyrirtækjum, sem rekin eru hér á landi, þá keyptu Íslendingar fyrir 2,1 milljarð á erlendum netsíðum á árinu 2015. Þessi fjárhæð er 11,7 prósent af innlendri veltu á þessum markaði. Ólöglegt er að bjóða upp á þessi spil á Íslandi. Ekki er ljóst hversu há fjárhæð kom til baka í vinningum. Þá er hugsanlegt og líklegt að eitthvað sé spilað með erlendum kreditkortum, en engar upplýsingar eru til um það. Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Að meðaltali spilar hver íbúi landsins fyrir 54.182 krónur í happdrættum, getraunum, lottó, bingó, spilakössum hjá innlendum aðilum. Séu dregnir frá vinningar sem hver íbúi hefur fengið, þá hefur hver íbúi eytt 21.007 krónur að meðaltali á innlenda spilamarkaðnum. Þetta kemur fram í frétt á vef Innanríkisráðuneytisins. Velta innlenda happdrættis- og spilamarkaðarins árið 2015 var 17,9 milljarðar króna hjá fyrirtækjum sem starfa með leyfi yfirvalda. Af þessum fjárhæðum er greitt í vinninga og þá standa eftir svokallaðar brúttóspilatekjur (BST) 6,9 milljarðar króna. Þetta er alþjóðleg skilgreining, Gross Gaming Revenue; GGR. Á þessu ári er fyrst áætlað vegna sölu happdrætta sem þarf að sækja um leyfi fyrir í hvert skipti. Að teknu tilliti til þess er aukning á BST tæp 23 prósent frá árinu 2014. Vitað er að Íslendingar kaupa þjónustu veðmála- og spilafyrirtækja erlendis á netinu. Sú velta er ekki inni í þessum tölum. Mikil þróun hefur orðið á þessum markaði frá því að nánast var aðeins í boði að kaupa happdrættismiða. Enn er verið að þróa þennan markað og það sést meðal annars á kaupum á þjónustu á erlendum vefsíðum sem er ólögleg starfsemi hér á landi. Þá er enn frekar verið að þróa markaðinn og til verður enn ný eftirspurn eftir nýrri þjónustu á þessu sviði. Þar er sýndarveruleiki í sókn.Erlend netspilunÁ árinu 2012 skilaði dr. Daníel Þór Ólason, dósent við Háskóla Íslands, skýrslu til innanríkisráðuneytis um spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga árið 2011. Samkvæmt rannsóknum sem lágu þar að baki kemur fram í skýrslunni að aukning hafi orðið á spilun á erlendum netsíðum frá árinu 2007. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á netspilun Íslendinga erlendis síðan, svo vitað sé, en samkvæmt upplýsingum frá kortafyrirtækjum, sem rekin eru hér á landi, þá keyptu Íslendingar fyrir 2,1 milljarð á erlendum netsíðum á árinu 2015. Þessi fjárhæð er 11,7 prósent af innlendri veltu á þessum markaði. Ólöglegt er að bjóða upp á þessi spil á Íslandi. Ekki er ljóst hversu há fjárhæð kom til baka í vinningum. Þá er hugsanlegt og líklegt að eitthvað sé spilað með erlendum kreditkortum, en engar upplýsingar eru til um það.
Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira