Viðskipti innlent

Jólabjórssala aukist um 180%

Sæunn Gísladóttir skrifar
Jólabjórinn er orðinn hluti af hátíðinni hjá mörgum.
Jólabjórinn er orðinn hluti af hátíðinni hjá mörgum. vísir/Anton Brink
Frá árinu 2005 til 2015 jókst sala jólabjórs um 180 prósent. Árið 2005 voru seldir 268 þúsund lítrar en í fyrra voru seldir rétt tæpir 750 þúsund lítrar.

Jólabjórinn fór í sölu þann 15.?nóvember og er þetta 28. árið sem hann er seldur. Í ár verður hægt að velja úr 43 tegundum og hefur úrvalið aldrei verið meira. Í fyrra voru til að mynda 34 tegundir í boði svo um mikla fjölgun er að ræða á einu ári.

Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR skýrir mikil aukning á framboði að hluta aukningu í sölu, minni líkur eru á að bjórinn seljist upp svo eitthvað sé nefnt. Bjórinn hefur verið seldur í það stuttan tíma í ár að ekki er hægt að bera saman söluna í ár og í fyrra.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×