Handbolti

Evrópmeistararnir sýndu enga miskunn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagur horfði á sína menn vinna öruggan 11 marka sigur.
Dagur horfði á sína menn vinna öruggan 11 marka sigur. vísir/anton
Evrópumeistarar Þýskalands fara vel af stað í undankeppni EM 2018 í handbolta.

Strákarnir hans Dags Sigurðssonar tóku á móti Portúgölum í kvöld og unnu öruggan sigur, 35-24.

Þýskaland er því komið með tvö stig í riðli 5, líkt og Slóvenía sem vann fimm marka sigur, 32-27, á Sviss fyrr í kvöld.

Þjóðverjar voru alltaf í bílstjórasætinu í leiknum í kvöld. Sex mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 16-10, og í seinni hálfleik dró enn í sundur með þeim. Evrópumeistararnir sýndu gestunum enga miskunn og unnu á endanum 11 marka sigur, 35-24.

Matthias Musche var markahæstur í þýska liðinu með sex mörk. Uwe Gensheimer, Kai Häfner og Simon Ernst komu næstir með fimm mörk. Daymaro Amador Salina skoraði fimm mörk fyrir Portúgal.

Næsti leikur Þjóðverja er gegn Svisslendingum á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×