Hyperloop milli Dubai og Abu Dhabi Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2016 15:28 Hyperloop lestin gæti legið við hlið vegarins á milli Dubai og Abu Dhabi. Fyrirtækið Hyperloop One hefur kynnt áætlun sína að byggja háhraðalest milli Dubai og Abu Dhabi fyrir samgönguráðuneyti Dubai og segist nú þegar hafa tryggt 160 milljón dollara fjármagn til verksins. Leiðin milli Dubai og Abu Dhabi á bíl er 160 kílómetrar og það tekur um tvo klukkutíma að aka þá leið. Hyperloop lestin yrði hinsvegar ekki nema 12 mínútur á leiðinni, enda fer hún á allt að 1.200 km hraða. Lestin, eða lestarvagnar Hyperloop ferðast í lofttæmi innan í röri á einkonar loftpúða og viðnám lestarvagnanna er hverfandi lítið á leið sinni um rörið. Nokkuð dýrt er að reisa Hyperloop lestarkerfi og fyrstu áætlanir um slíka lest á milli Los Angeles og San Fransisco hljóðaði uppá 6 milljarða dollara. Sú leið er reyndar lengri en milli Dubai og Abu Dhabi, eða 560 kílómetrar. Því ætti kostnaðurinn á leiðinni milli Dubai og Abu Dhabi ekki að vera undir 1,7 milljarðar dollara svo fjármögnunin sem komin er hjá Hyperloop One er ekki nema einn ellefti af lágmarkskostnaði og því talsvert eftir til að tryggja heildarfjármögnun verksins. En ef á einhverjum stað í heiminum ætti að vera hægt að finna slíkt fjármagn er það í olíulöndunum fyrir botni miðjarðarhafs. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent
Fyrirtækið Hyperloop One hefur kynnt áætlun sína að byggja háhraðalest milli Dubai og Abu Dhabi fyrir samgönguráðuneyti Dubai og segist nú þegar hafa tryggt 160 milljón dollara fjármagn til verksins. Leiðin milli Dubai og Abu Dhabi á bíl er 160 kílómetrar og það tekur um tvo klukkutíma að aka þá leið. Hyperloop lestin yrði hinsvegar ekki nema 12 mínútur á leiðinni, enda fer hún á allt að 1.200 km hraða. Lestin, eða lestarvagnar Hyperloop ferðast í lofttæmi innan í röri á einkonar loftpúða og viðnám lestarvagnanna er hverfandi lítið á leið sinni um rörið. Nokkuð dýrt er að reisa Hyperloop lestarkerfi og fyrstu áætlanir um slíka lest á milli Los Angeles og San Fransisco hljóðaði uppá 6 milljarða dollara. Sú leið er reyndar lengri en milli Dubai og Abu Dhabi, eða 560 kílómetrar. Því ætti kostnaðurinn á leiðinni milli Dubai og Abu Dhabi ekki að vera undir 1,7 milljarðar dollara svo fjármögnunin sem komin er hjá Hyperloop One er ekki nema einn ellefti af lágmarkskostnaði og því talsvert eftir til að tryggja heildarfjármögnun verksins. En ef á einhverjum stað í heiminum ætti að vera hægt að finna slíkt fjármagn er það í olíulöndunum fyrir botni miðjarðarhafs.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent