Kirkjan er ekki ríkisstofnun Gunnlaugur Stefánsson skrifar 31. október 2016 08:00 Skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju eru tímaskekkja. Enn var það ítrekað í sumar þegar tilkynnt var úr fjármálaráðuneytinu að taka ætti presta undan forsjá Kjararáðs. Við nánari skoðun reyndist það illmögulegt af því að kirkjan með starfsfólki sínu er ekki ríkisstofnun, heldur sjálfstætt félag samkvæmt lögum. Prestar og starfsfólk Þjóðkirkjunnar geta ekki samið við ríkið eins og vinnuveitanda um launin sín, af því að kirkjan er sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu. Í gildi er lögbundinn viðskiptasamningur á milli kirkju og ríkis um yfirtöku ríkisins á jarðeignum kirkjunnar og afgjaldið fyrir jarðirnar stendur undir launum presta og starfsfólks á Biskupsstofu. Síðan ákveður Kjararáð fjárhæð launanna. Þessi skipan hefur reynst vel og ólíklegt að annað fyrirkomulag dugi betur. Þetta staðfestir enn og aftur, að kirkjan er sjálfstæð, frjáls og aðskilin frá ríkinu og er í samræmi við ákvæði 62. gr. stjórnarskrárinnar sem var það eina sem fólkið í landinu vildi ekki breyta í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera Þjóðkirkja á Íslandi og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“. Hér er einmitt kveðið á um aðskilda kirkju frá ríkinu sem skal njóta stuðnings og verndar ríkisvaldsins að því leyti að hún sé evangelísk og lútersk. Enda eru miklir hagsmunir í húfi að varðveita og rækta evangelískan og lúterskan sið í landinu sem er grundvöllur frelsis, réttlætis og velferðar, og Norðurlöndin hafa verið þekkt af, og mótað hefur menningu og gildismat okkar um aldir. Þar er kirkjan kjölfesta og hefur auk þess umsjón með þjóðarverðmætum sem aldrei verða metin til fjár. En umfram allt, þá er kirkjan alltaf til þjónustu reiðubúin við fólkið í landinu og stundum eina skjólið þegar á reynir. Þá skiptir máli að vera sjálfstæð í þjónustu og störfum. Það staðfesta lögin um sjálfstæði Þjóðkirkjunnar frá árinu 1997 og sýna að skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju byggja á staðleysum og eru tímaskekkja.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju eru tímaskekkja. Enn var það ítrekað í sumar þegar tilkynnt var úr fjármálaráðuneytinu að taka ætti presta undan forsjá Kjararáðs. Við nánari skoðun reyndist það illmögulegt af því að kirkjan með starfsfólki sínu er ekki ríkisstofnun, heldur sjálfstætt félag samkvæmt lögum. Prestar og starfsfólk Þjóðkirkjunnar geta ekki samið við ríkið eins og vinnuveitanda um launin sín, af því að kirkjan er sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu. Í gildi er lögbundinn viðskiptasamningur á milli kirkju og ríkis um yfirtöku ríkisins á jarðeignum kirkjunnar og afgjaldið fyrir jarðirnar stendur undir launum presta og starfsfólks á Biskupsstofu. Síðan ákveður Kjararáð fjárhæð launanna. Þessi skipan hefur reynst vel og ólíklegt að annað fyrirkomulag dugi betur. Þetta staðfestir enn og aftur, að kirkjan er sjálfstæð, frjáls og aðskilin frá ríkinu og er í samræmi við ákvæði 62. gr. stjórnarskrárinnar sem var það eina sem fólkið í landinu vildi ekki breyta í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera Þjóðkirkja á Íslandi og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“. Hér er einmitt kveðið á um aðskilda kirkju frá ríkinu sem skal njóta stuðnings og verndar ríkisvaldsins að því leyti að hún sé evangelísk og lútersk. Enda eru miklir hagsmunir í húfi að varðveita og rækta evangelískan og lúterskan sið í landinu sem er grundvöllur frelsis, réttlætis og velferðar, og Norðurlöndin hafa verið þekkt af, og mótað hefur menningu og gildismat okkar um aldir. Þar er kirkjan kjölfesta og hefur auk þess umsjón með þjóðarverðmætum sem aldrei verða metin til fjár. En umfram allt, þá er kirkjan alltaf til þjónustu reiðubúin við fólkið í landinu og stundum eina skjólið þegar á reynir. Þá skiptir máli að vera sjálfstæð í þjónustu og störfum. Það staðfesta lögin um sjálfstæði Þjóðkirkjunnar frá árinu 1997 og sýna að skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju byggja á staðleysum og eru tímaskekkja.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar