Kirkjan er ekki ríkisstofnun Gunnlaugur Stefánsson skrifar 31. október 2016 08:00 Skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju eru tímaskekkja. Enn var það ítrekað í sumar þegar tilkynnt var úr fjármálaráðuneytinu að taka ætti presta undan forsjá Kjararáðs. Við nánari skoðun reyndist það illmögulegt af því að kirkjan með starfsfólki sínu er ekki ríkisstofnun, heldur sjálfstætt félag samkvæmt lögum. Prestar og starfsfólk Þjóðkirkjunnar geta ekki samið við ríkið eins og vinnuveitanda um launin sín, af því að kirkjan er sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu. Í gildi er lögbundinn viðskiptasamningur á milli kirkju og ríkis um yfirtöku ríkisins á jarðeignum kirkjunnar og afgjaldið fyrir jarðirnar stendur undir launum presta og starfsfólks á Biskupsstofu. Síðan ákveður Kjararáð fjárhæð launanna. Þessi skipan hefur reynst vel og ólíklegt að annað fyrirkomulag dugi betur. Þetta staðfestir enn og aftur, að kirkjan er sjálfstæð, frjáls og aðskilin frá ríkinu og er í samræmi við ákvæði 62. gr. stjórnarskrárinnar sem var það eina sem fólkið í landinu vildi ekki breyta í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera Þjóðkirkja á Íslandi og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“. Hér er einmitt kveðið á um aðskilda kirkju frá ríkinu sem skal njóta stuðnings og verndar ríkisvaldsins að því leyti að hún sé evangelísk og lútersk. Enda eru miklir hagsmunir í húfi að varðveita og rækta evangelískan og lúterskan sið í landinu sem er grundvöllur frelsis, réttlætis og velferðar, og Norðurlöndin hafa verið þekkt af, og mótað hefur menningu og gildismat okkar um aldir. Þar er kirkjan kjölfesta og hefur auk þess umsjón með þjóðarverðmætum sem aldrei verða metin til fjár. En umfram allt, þá er kirkjan alltaf til þjónustu reiðubúin við fólkið í landinu og stundum eina skjólið þegar á reynir. Þá skiptir máli að vera sjálfstæð í þjónustu og störfum. Það staðfesta lögin um sjálfstæði Þjóðkirkjunnar frá árinu 1997 og sýna að skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju byggja á staðleysum og eru tímaskekkja.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju eru tímaskekkja. Enn var það ítrekað í sumar þegar tilkynnt var úr fjármálaráðuneytinu að taka ætti presta undan forsjá Kjararáðs. Við nánari skoðun reyndist það illmögulegt af því að kirkjan með starfsfólki sínu er ekki ríkisstofnun, heldur sjálfstætt félag samkvæmt lögum. Prestar og starfsfólk Þjóðkirkjunnar geta ekki samið við ríkið eins og vinnuveitanda um launin sín, af því að kirkjan er sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu. Í gildi er lögbundinn viðskiptasamningur á milli kirkju og ríkis um yfirtöku ríkisins á jarðeignum kirkjunnar og afgjaldið fyrir jarðirnar stendur undir launum presta og starfsfólks á Biskupsstofu. Síðan ákveður Kjararáð fjárhæð launanna. Þessi skipan hefur reynst vel og ólíklegt að annað fyrirkomulag dugi betur. Þetta staðfestir enn og aftur, að kirkjan er sjálfstæð, frjáls og aðskilin frá ríkinu og er í samræmi við ákvæði 62. gr. stjórnarskrárinnar sem var það eina sem fólkið í landinu vildi ekki breyta í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera Þjóðkirkja á Íslandi og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“. Hér er einmitt kveðið á um aðskilda kirkju frá ríkinu sem skal njóta stuðnings og verndar ríkisvaldsins að því leyti að hún sé evangelísk og lútersk. Enda eru miklir hagsmunir í húfi að varðveita og rækta evangelískan og lúterskan sið í landinu sem er grundvöllur frelsis, réttlætis og velferðar, og Norðurlöndin hafa verið þekkt af, og mótað hefur menningu og gildismat okkar um aldir. Þar er kirkjan kjölfesta og hefur auk þess umsjón með þjóðarverðmætum sem aldrei verða metin til fjár. En umfram allt, þá er kirkjan alltaf til þjónustu reiðubúin við fólkið í landinu og stundum eina skjólið þegar á reynir. Þá skiptir máli að vera sjálfstæð í þjónustu og störfum. Það staðfesta lögin um sjálfstæði Þjóðkirkjunnar frá árinu 1997 og sýna að skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju byggja á staðleysum og eru tímaskekkja.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar