Kirkjan er ekki ríkisstofnun Gunnlaugur Stefánsson skrifar 31. október 2016 08:00 Skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju eru tímaskekkja. Enn var það ítrekað í sumar þegar tilkynnt var úr fjármálaráðuneytinu að taka ætti presta undan forsjá Kjararáðs. Við nánari skoðun reyndist það illmögulegt af því að kirkjan með starfsfólki sínu er ekki ríkisstofnun, heldur sjálfstætt félag samkvæmt lögum. Prestar og starfsfólk Þjóðkirkjunnar geta ekki samið við ríkið eins og vinnuveitanda um launin sín, af því að kirkjan er sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu. Í gildi er lögbundinn viðskiptasamningur á milli kirkju og ríkis um yfirtöku ríkisins á jarðeignum kirkjunnar og afgjaldið fyrir jarðirnar stendur undir launum presta og starfsfólks á Biskupsstofu. Síðan ákveður Kjararáð fjárhæð launanna. Þessi skipan hefur reynst vel og ólíklegt að annað fyrirkomulag dugi betur. Þetta staðfestir enn og aftur, að kirkjan er sjálfstæð, frjáls og aðskilin frá ríkinu og er í samræmi við ákvæði 62. gr. stjórnarskrárinnar sem var það eina sem fólkið í landinu vildi ekki breyta í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera Þjóðkirkja á Íslandi og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“. Hér er einmitt kveðið á um aðskilda kirkju frá ríkinu sem skal njóta stuðnings og verndar ríkisvaldsins að því leyti að hún sé evangelísk og lútersk. Enda eru miklir hagsmunir í húfi að varðveita og rækta evangelískan og lúterskan sið í landinu sem er grundvöllur frelsis, réttlætis og velferðar, og Norðurlöndin hafa verið þekkt af, og mótað hefur menningu og gildismat okkar um aldir. Þar er kirkjan kjölfesta og hefur auk þess umsjón með þjóðarverðmætum sem aldrei verða metin til fjár. En umfram allt, þá er kirkjan alltaf til þjónustu reiðubúin við fólkið í landinu og stundum eina skjólið þegar á reynir. Þá skiptir máli að vera sjálfstæð í þjónustu og störfum. Það staðfesta lögin um sjálfstæði Þjóðkirkjunnar frá árinu 1997 og sýna að skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju byggja á staðleysum og eru tímaskekkja.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju eru tímaskekkja. Enn var það ítrekað í sumar þegar tilkynnt var úr fjármálaráðuneytinu að taka ætti presta undan forsjá Kjararáðs. Við nánari skoðun reyndist það illmögulegt af því að kirkjan með starfsfólki sínu er ekki ríkisstofnun, heldur sjálfstætt félag samkvæmt lögum. Prestar og starfsfólk Þjóðkirkjunnar geta ekki samið við ríkið eins og vinnuveitanda um launin sín, af því að kirkjan er sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu. Í gildi er lögbundinn viðskiptasamningur á milli kirkju og ríkis um yfirtöku ríkisins á jarðeignum kirkjunnar og afgjaldið fyrir jarðirnar stendur undir launum presta og starfsfólks á Biskupsstofu. Síðan ákveður Kjararáð fjárhæð launanna. Þessi skipan hefur reynst vel og ólíklegt að annað fyrirkomulag dugi betur. Þetta staðfestir enn og aftur, að kirkjan er sjálfstæð, frjáls og aðskilin frá ríkinu og er í samræmi við ákvæði 62. gr. stjórnarskrárinnar sem var það eina sem fólkið í landinu vildi ekki breyta í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera Þjóðkirkja á Íslandi og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“. Hér er einmitt kveðið á um aðskilda kirkju frá ríkinu sem skal njóta stuðnings og verndar ríkisvaldsins að því leyti að hún sé evangelísk og lútersk. Enda eru miklir hagsmunir í húfi að varðveita og rækta evangelískan og lúterskan sið í landinu sem er grundvöllur frelsis, réttlætis og velferðar, og Norðurlöndin hafa verið þekkt af, og mótað hefur menningu og gildismat okkar um aldir. Þar er kirkjan kjölfesta og hefur auk þess umsjón með þjóðarverðmætum sem aldrei verða metin til fjár. En umfram allt, þá er kirkjan alltaf til þjónustu reiðubúin við fólkið í landinu og stundum eina skjólið þegar á reynir. Þá skiptir máli að vera sjálfstæð í þjónustu og störfum. Það staðfesta lögin um sjálfstæði Þjóðkirkjunnar frá árinu 1997 og sýna að skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju byggja á staðleysum og eru tímaskekkja.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun