Kirkjan er ekki ríkisstofnun Gunnlaugur Stefánsson skrifar 31. október 2016 08:00 Skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju eru tímaskekkja. Enn var það ítrekað í sumar þegar tilkynnt var úr fjármálaráðuneytinu að taka ætti presta undan forsjá Kjararáðs. Við nánari skoðun reyndist það illmögulegt af því að kirkjan með starfsfólki sínu er ekki ríkisstofnun, heldur sjálfstætt félag samkvæmt lögum. Prestar og starfsfólk Þjóðkirkjunnar geta ekki samið við ríkið eins og vinnuveitanda um launin sín, af því að kirkjan er sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu. Í gildi er lögbundinn viðskiptasamningur á milli kirkju og ríkis um yfirtöku ríkisins á jarðeignum kirkjunnar og afgjaldið fyrir jarðirnar stendur undir launum presta og starfsfólks á Biskupsstofu. Síðan ákveður Kjararáð fjárhæð launanna. Þessi skipan hefur reynst vel og ólíklegt að annað fyrirkomulag dugi betur. Þetta staðfestir enn og aftur, að kirkjan er sjálfstæð, frjáls og aðskilin frá ríkinu og er í samræmi við ákvæði 62. gr. stjórnarskrárinnar sem var það eina sem fólkið í landinu vildi ekki breyta í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera Þjóðkirkja á Íslandi og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“. Hér er einmitt kveðið á um aðskilda kirkju frá ríkinu sem skal njóta stuðnings og verndar ríkisvaldsins að því leyti að hún sé evangelísk og lútersk. Enda eru miklir hagsmunir í húfi að varðveita og rækta evangelískan og lúterskan sið í landinu sem er grundvöllur frelsis, réttlætis og velferðar, og Norðurlöndin hafa verið þekkt af, og mótað hefur menningu og gildismat okkar um aldir. Þar er kirkjan kjölfesta og hefur auk þess umsjón með þjóðarverðmætum sem aldrei verða metin til fjár. En umfram allt, þá er kirkjan alltaf til þjónustu reiðubúin við fólkið í landinu og stundum eina skjólið þegar á reynir. Þá skiptir máli að vera sjálfstæð í þjónustu og störfum. Það staðfesta lögin um sjálfstæði Þjóðkirkjunnar frá árinu 1997 og sýna að skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju byggja á staðleysum og eru tímaskekkja.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju eru tímaskekkja. Enn var það ítrekað í sumar þegar tilkynnt var úr fjármálaráðuneytinu að taka ætti presta undan forsjá Kjararáðs. Við nánari skoðun reyndist það illmögulegt af því að kirkjan með starfsfólki sínu er ekki ríkisstofnun, heldur sjálfstætt félag samkvæmt lögum. Prestar og starfsfólk Þjóðkirkjunnar geta ekki samið við ríkið eins og vinnuveitanda um launin sín, af því að kirkjan er sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu. Í gildi er lögbundinn viðskiptasamningur á milli kirkju og ríkis um yfirtöku ríkisins á jarðeignum kirkjunnar og afgjaldið fyrir jarðirnar stendur undir launum presta og starfsfólks á Biskupsstofu. Síðan ákveður Kjararáð fjárhæð launanna. Þessi skipan hefur reynst vel og ólíklegt að annað fyrirkomulag dugi betur. Þetta staðfestir enn og aftur, að kirkjan er sjálfstæð, frjáls og aðskilin frá ríkinu og er í samræmi við ákvæði 62. gr. stjórnarskrárinnar sem var það eina sem fólkið í landinu vildi ekki breyta í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera Þjóðkirkja á Íslandi og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“. Hér er einmitt kveðið á um aðskilda kirkju frá ríkinu sem skal njóta stuðnings og verndar ríkisvaldsins að því leyti að hún sé evangelísk og lútersk. Enda eru miklir hagsmunir í húfi að varðveita og rækta evangelískan og lúterskan sið í landinu sem er grundvöllur frelsis, réttlætis og velferðar, og Norðurlöndin hafa verið þekkt af, og mótað hefur menningu og gildismat okkar um aldir. Þar er kirkjan kjölfesta og hefur auk þess umsjón með þjóðarverðmætum sem aldrei verða metin til fjár. En umfram allt, þá er kirkjan alltaf til þjónustu reiðubúin við fólkið í landinu og stundum eina skjólið þegar á reynir. Þá skiptir máli að vera sjálfstæð í þjónustu og störfum. Það staðfesta lögin um sjálfstæði Þjóðkirkjunnar frá árinu 1997 og sýna að skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju byggja á staðleysum og eru tímaskekkja.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun