Kennsla - geggjaðasta listgreinin Kristín Valsdóttir skrifar 20. október 2016 00:00 Fyrirsögnin hér að ofan er þekkt tilvitnun frá Magnúsi Pálssyni, myndlistarmanni og kennara til margra ára og eftir honum hefur verið haft að listkennsla sé jafnmikil list og önnur listsköpun. Hún krefjist jafn mikils sköpunarkrafts og þróttar og öll list. Þegar þrengir að í skólakerfinu virðist það ófrávíkjanleg regla að skorið er niður í list- og verkgreinakennslu. Sú hugmynd sem var viðloðandi list- og verkgreinar þegar ég var í grunnskóla og birtist í orðinu „aukagreinar“ er ótrúlega lífseig í samfélaginu. Með fullri virðingu fyrir öllum greinum og mikilvægi þess að læra að lesa, skrifa og reikna þá er mikilvægi þess að tjá sig og vinna á skapandi hátt ekki síður mikilvæg. Ekki síst í ljósi þess samfélags sem við búum í og breytist örar en nokkru sinni fyrr. Daglega birtist ný tækni og nýjar hugmyndir sem við þurfum að takast á við. Nám og kennsla verður að efla skapandi og lausnamiðaða hugsun nemenda. Ef við viljum undirbúa nemendur undir líf og starf verðum við að þroska með þeim leiðir til að takast á við síbreytilegan heim. Það verður ekki síst gert í gegnum vinnuaðferðir lista þar sem lagt er í óvissuferð og lokaniðurstaðan ekki endilega ljós fyrirfram. Börnin okkar þurfa þjálfun til að þora að taka áskorunum, reyna á sjálf sig og treysta innsæinu. Að læra það er gulls ígildi fyrir hvern sem er og nýtist við hvaða aðstæður sem er. Fyrir tveimur árum rakst ég á grein eftir bandarískan geimflaugaverkfræðing sem hafði unnið hjá NASA við hönnun á næstu kynslóð geimflauga. Meðfram vinnu sinni hafði hann tekið að sér kennslu ungmenna sem ekki hafði verið úthlutað stóra vinningnum í lífinu. Yfirskrift greinarinnar var Kennsla er engin geimvísindi, hún er miklu flóknari. Ástæða þessarar yfirskriftar skýrði hann m.a. með því að þegar hann væri að leysa verkfræðilegar þrautir þá notaði hann heilann. Þegar hann væri að kenna þyrfti hann hins vegar á öllu sínu að halda. Með hans orðum: „I use my entire being—everything I have.“Svolítið eins og listsköpun Ég gleðst yfir hverjum listamanni sem gerist kennari. Ég gleðst fyrir hönd barnanna að fá vel menntaða listamenn inn í skólastarfið sem með sérþekkingu sinni og vinnulagi geta stuðlað að fjölbreyttum kennsluháttum og innsýn inn í heim lista. Á sama tíma verðum við að sameinast um framtíð barnanna okkar og gera stórátak í skólamálum, þar með talið menntun kennara með ólíkan bakgrunn. Fyrsta skrefið í þá átt er að fella niður skólagjöld í Listaháskóla Íslands. Listkennari sem útskrifast með meistaragráðu frá Listaháskólanum hefur á núviðri greitt um 2,5 milljónir fyrir sitt fimm ára nám. Kennarar útskrifaðir frá HÍ og HA greiða 450 þúsund fyrir sitt meistaranám. Þetta er ekki jafnræði til náms, hvorki fyrir kennaranemana né tilvonandi nemendur þeirra. Framtíð okkar sem samfélags er í húfi. Öll viljum við búa börnunum okkar góð menntunarskilyrði. Það gerist ekki af sjálfu sér. Það er krafa okkar að stjórnvöld setji mennta- og menningarmál í flokk forgangsmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin hér að ofan er þekkt tilvitnun frá Magnúsi Pálssyni, myndlistarmanni og kennara til margra ára og eftir honum hefur verið haft að listkennsla sé jafnmikil list og önnur listsköpun. Hún krefjist jafn mikils sköpunarkrafts og þróttar og öll list. Þegar þrengir að í skólakerfinu virðist það ófrávíkjanleg regla að skorið er niður í list- og verkgreinakennslu. Sú hugmynd sem var viðloðandi list- og verkgreinar þegar ég var í grunnskóla og birtist í orðinu „aukagreinar“ er ótrúlega lífseig í samfélaginu. Með fullri virðingu fyrir öllum greinum og mikilvægi þess að læra að lesa, skrifa og reikna þá er mikilvægi þess að tjá sig og vinna á skapandi hátt ekki síður mikilvæg. Ekki síst í ljósi þess samfélags sem við búum í og breytist örar en nokkru sinni fyrr. Daglega birtist ný tækni og nýjar hugmyndir sem við þurfum að takast á við. Nám og kennsla verður að efla skapandi og lausnamiðaða hugsun nemenda. Ef við viljum undirbúa nemendur undir líf og starf verðum við að þroska með þeim leiðir til að takast á við síbreytilegan heim. Það verður ekki síst gert í gegnum vinnuaðferðir lista þar sem lagt er í óvissuferð og lokaniðurstaðan ekki endilega ljós fyrirfram. Börnin okkar þurfa þjálfun til að þora að taka áskorunum, reyna á sjálf sig og treysta innsæinu. Að læra það er gulls ígildi fyrir hvern sem er og nýtist við hvaða aðstæður sem er. Fyrir tveimur árum rakst ég á grein eftir bandarískan geimflaugaverkfræðing sem hafði unnið hjá NASA við hönnun á næstu kynslóð geimflauga. Meðfram vinnu sinni hafði hann tekið að sér kennslu ungmenna sem ekki hafði verið úthlutað stóra vinningnum í lífinu. Yfirskrift greinarinnar var Kennsla er engin geimvísindi, hún er miklu flóknari. Ástæða þessarar yfirskriftar skýrði hann m.a. með því að þegar hann væri að leysa verkfræðilegar þrautir þá notaði hann heilann. Þegar hann væri að kenna þyrfti hann hins vegar á öllu sínu að halda. Með hans orðum: „I use my entire being—everything I have.“Svolítið eins og listsköpun Ég gleðst yfir hverjum listamanni sem gerist kennari. Ég gleðst fyrir hönd barnanna að fá vel menntaða listamenn inn í skólastarfið sem með sérþekkingu sinni og vinnulagi geta stuðlað að fjölbreyttum kennsluháttum og innsýn inn í heim lista. Á sama tíma verðum við að sameinast um framtíð barnanna okkar og gera stórátak í skólamálum, þar með talið menntun kennara með ólíkan bakgrunn. Fyrsta skrefið í þá átt er að fella niður skólagjöld í Listaháskóla Íslands. Listkennari sem útskrifast með meistaragráðu frá Listaháskólanum hefur á núviðri greitt um 2,5 milljónir fyrir sitt fimm ára nám. Kennarar útskrifaðir frá HÍ og HA greiða 450 þúsund fyrir sitt meistaranám. Þetta er ekki jafnræði til náms, hvorki fyrir kennaranemana né tilvonandi nemendur þeirra. Framtíð okkar sem samfélags er í húfi. Öll viljum við búa börnunum okkar góð menntunarskilyrði. Það gerist ekki af sjálfu sér. Það er krafa okkar að stjórnvöld setji mennta- og menningarmál í flokk forgangsmála.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar