Nýsköpun er drifkraftur verðmætasköpunar Davíð Lúðvíksson skrifar 22. október 2016 07:00 Hugvit er óþrjótandi auðlind og nýsköpun er drifkraftur framþróunar, verðmætasköpunar og gjaldeyrisöflunar fyrir land og þjóð. Mikilvægt er að unnið sé stöðugt að fjölbreyttri nýsköpun í öllum atvinnugreinum. Nýsköpun felst í að hrinda hugmyndum í framkvæmd og skapa nýjar lausnir eða bæta það sem fyrir er. Þetta á við um vöru, þjónustu, tækni, aðferðafræði, stjórnskipulag, verklag, leiðir og markaðsstarf. Árangur mælist í aukinni verðmætasköpun, framleiðni, veltu, betri störfum og auknum gjaldeyristekjum sem aftur eru forsendur fyrir aukinni hagsæld og velferð þjóðar. Um það verður kosið í næstu kosningum. Við ættum að geta sameinast um þá framtíðarsýn að Ísland sé í fremstu röð sem nýsköpunarland á alþjóðlegum markaði, stórt á sérsviðum, með gæði, framleiðni og farsæld að leiðarljósi. Nýsköpun fer fram innan rótgróinna fyrirtækja jafnt sem sprotafyrirtækja og í samstarfi ólíkra starfsgreina um lausnir sem mæta þörfum viðskiptavina. Þróunarsamstarf atvinnulífs og opinberra aðila til að skapa betri lausnir í heilbrigðis-, mennta-, orku- og umhverfismálum fela í sér mikil tækifæri til nýsköpunar. Nýsköpunarumhverfið þarf að vera aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki í ólíkum starfsgreinum. Starfsumhverfið þarf að standast samkeppni við þau lönd sem ganga harðast fram í að laða til sín framsækin fyrirtæki og fólk með rétta þekkingu. Við eigum að setja markið hátt og stefna að því að Ísland sé meðal samkeppnishæfustu landa í heiminum í nýsköpun. Þannig sköpum við hagsæld og fjölgum vel launuðum störfum á Íslandi. Til að ná árangri í þessum efnum þurfa stjórnvöld, Alþingi og atvinnulíf að vinna saman með markvissum hætti til að hraða þeim umbótum í starfsumhverfinu sem nauðsynlegar eru. Þó margt hafi áunnist á undanförnum árum þurfum við að vinna saman af meiri einurð ef við viljum vera í fremstu röð. Það eru engar takmarkanir á því að nýta hugvitið til að skapa hagsæld og lífsgæði á Íslandi ef réttir hvatar eru skapaðir. Það er hagur okkar allra að nýsköpun fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því öflug nýsköpun er lykillinn að aukinni hagsæld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hugvit er óþrjótandi auðlind og nýsköpun er drifkraftur framþróunar, verðmætasköpunar og gjaldeyrisöflunar fyrir land og þjóð. Mikilvægt er að unnið sé stöðugt að fjölbreyttri nýsköpun í öllum atvinnugreinum. Nýsköpun felst í að hrinda hugmyndum í framkvæmd og skapa nýjar lausnir eða bæta það sem fyrir er. Þetta á við um vöru, þjónustu, tækni, aðferðafræði, stjórnskipulag, verklag, leiðir og markaðsstarf. Árangur mælist í aukinni verðmætasköpun, framleiðni, veltu, betri störfum og auknum gjaldeyristekjum sem aftur eru forsendur fyrir aukinni hagsæld og velferð þjóðar. Um það verður kosið í næstu kosningum. Við ættum að geta sameinast um þá framtíðarsýn að Ísland sé í fremstu röð sem nýsköpunarland á alþjóðlegum markaði, stórt á sérsviðum, með gæði, framleiðni og farsæld að leiðarljósi. Nýsköpun fer fram innan rótgróinna fyrirtækja jafnt sem sprotafyrirtækja og í samstarfi ólíkra starfsgreina um lausnir sem mæta þörfum viðskiptavina. Þróunarsamstarf atvinnulífs og opinberra aðila til að skapa betri lausnir í heilbrigðis-, mennta-, orku- og umhverfismálum fela í sér mikil tækifæri til nýsköpunar. Nýsköpunarumhverfið þarf að vera aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki í ólíkum starfsgreinum. Starfsumhverfið þarf að standast samkeppni við þau lönd sem ganga harðast fram í að laða til sín framsækin fyrirtæki og fólk með rétta þekkingu. Við eigum að setja markið hátt og stefna að því að Ísland sé meðal samkeppnishæfustu landa í heiminum í nýsköpun. Þannig sköpum við hagsæld og fjölgum vel launuðum störfum á Íslandi. Til að ná árangri í þessum efnum þurfa stjórnvöld, Alþingi og atvinnulíf að vinna saman með markvissum hætti til að hraða þeim umbótum í starfsumhverfinu sem nauðsynlegar eru. Þó margt hafi áunnist á undanförnum árum þurfum við að vinna saman af meiri einurð ef við viljum vera í fremstu röð. Það eru engar takmarkanir á því að nýta hugvitið til að skapa hagsæld og lífsgæði á Íslandi ef réttir hvatar eru skapaðir. Það er hagur okkar allra að nýsköpun fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því öflug nýsköpun er lykillinn að aukinni hagsæld.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar