Nýsköpun er drifkraftur verðmætasköpunar Davíð Lúðvíksson skrifar 22. október 2016 07:00 Hugvit er óþrjótandi auðlind og nýsköpun er drifkraftur framþróunar, verðmætasköpunar og gjaldeyrisöflunar fyrir land og þjóð. Mikilvægt er að unnið sé stöðugt að fjölbreyttri nýsköpun í öllum atvinnugreinum. Nýsköpun felst í að hrinda hugmyndum í framkvæmd og skapa nýjar lausnir eða bæta það sem fyrir er. Þetta á við um vöru, þjónustu, tækni, aðferðafræði, stjórnskipulag, verklag, leiðir og markaðsstarf. Árangur mælist í aukinni verðmætasköpun, framleiðni, veltu, betri störfum og auknum gjaldeyristekjum sem aftur eru forsendur fyrir aukinni hagsæld og velferð þjóðar. Um það verður kosið í næstu kosningum. Við ættum að geta sameinast um þá framtíðarsýn að Ísland sé í fremstu röð sem nýsköpunarland á alþjóðlegum markaði, stórt á sérsviðum, með gæði, framleiðni og farsæld að leiðarljósi. Nýsköpun fer fram innan rótgróinna fyrirtækja jafnt sem sprotafyrirtækja og í samstarfi ólíkra starfsgreina um lausnir sem mæta þörfum viðskiptavina. Þróunarsamstarf atvinnulífs og opinberra aðila til að skapa betri lausnir í heilbrigðis-, mennta-, orku- og umhverfismálum fela í sér mikil tækifæri til nýsköpunar. Nýsköpunarumhverfið þarf að vera aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki í ólíkum starfsgreinum. Starfsumhverfið þarf að standast samkeppni við þau lönd sem ganga harðast fram í að laða til sín framsækin fyrirtæki og fólk með rétta þekkingu. Við eigum að setja markið hátt og stefna að því að Ísland sé meðal samkeppnishæfustu landa í heiminum í nýsköpun. Þannig sköpum við hagsæld og fjölgum vel launuðum störfum á Íslandi. Til að ná árangri í þessum efnum þurfa stjórnvöld, Alþingi og atvinnulíf að vinna saman með markvissum hætti til að hraða þeim umbótum í starfsumhverfinu sem nauðsynlegar eru. Þó margt hafi áunnist á undanförnum árum þurfum við að vinna saman af meiri einurð ef við viljum vera í fremstu röð. Það eru engar takmarkanir á því að nýta hugvitið til að skapa hagsæld og lífsgæði á Íslandi ef réttir hvatar eru skapaðir. Það er hagur okkar allra að nýsköpun fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því öflug nýsköpun er lykillinn að aukinni hagsæld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Hugvit er óþrjótandi auðlind og nýsköpun er drifkraftur framþróunar, verðmætasköpunar og gjaldeyrisöflunar fyrir land og þjóð. Mikilvægt er að unnið sé stöðugt að fjölbreyttri nýsköpun í öllum atvinnugreinum. Nýsköpun felst í að hrinda hugmyndum í framkvæmd og skapa nýjar lausnir eða bæta það sem fyrir er. Þetta á við um vöru, þjónustu, tækni, aðferðafræði, stjórnskipulag, verklag, leiðir og markaðsstarf. Árangur mælist í aukinni verðmætasköpun, framleiðni, veltu, betri störfum og auknum gjaldeyristekjum sem aftur eru forsendur fyrir aukinni hagsæld og velferð þjóðar. Um það verður kosið í næstu kosningum. Við ættum að geta sameinast um þá framtíðarsýn að Ísland sé í fremstu röð sem nýsköpunarland á alþjóðlegum markaði, stórt á sérsviðum, með gæði, framleiðni og farsæld að leiðarljósi. Nýsköpun fer fram innan rótgróinna fyrirtækja jafnt sem sprotafyrirtækja og í samstarfi ólíkra starfsgreina um lausnir sem mæta þörfum viðskiptavina. Þróunarsamstarf atvinnulífs og opinberra aðila til að skapa betri lausnir í heilbrigðis-, mennta-, orku- og umhverfismálum fela í sér mikil tækifæri til nýsköpunar. Nýsköpunarumhverfið þarf að vera aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki í ólíkum starfsgreinum. Starfsumhverfið þarf að standast samkeppni við þau lönd sem ganga harðast fram í að laða til sín framsækin fyrirtæki og fólk með rétta þekkingu. Við eigum að setja markið hátt og stefna að því að Ísland sé meðal samkeppnishæfustu landa í heiminum í nýsköpun. Þannig sköpum við hagsæld og fjölgum vel launuðum störfum á Íslandi. Til að ná árangri í þessum efnum þurfa stjórnvöld, Alþingi og atvinnulíf að vinna saman með markvissum hætti til að hraða þeim umbótum í starfsumhverfinu sem nauðsynlegar eru. Þó margt hafi áunnist á undanförnum árum þurfum við að vinna saman af meiri einurð ef við viljum vera í fremstu röð. Það eru engar takmarkanir á því að nýta hugvitið til að skapa hagsæld og lífsgæði á Íslandi ef réttir hvatar eru skapaðir. Það er hagur okkar allra að nýsköpun fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því öflug nýsköpun er lykillinn að aukinni hagsæld.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar