Ísland sem fyrsti valkostur Þorsteinn Víglundsson skrifar 24. október 2016 11:20 Á rúmum sex árum hafa sex þúsund fleiri íslenskir ríkisborgarar flust frá landinu en til þess. Það er mikill missir fyrir okkar fámenna samfélag. Um 65% brottfluttra eru á aldrinum 20-40 ára. Ungt og vel menntað fólk sem kýs að leita tækifæra utan landsteinanna. Það er ekkert að því að fólk sæki sér reynslu og menntun erlendis, en ef við ætlum að vera samkeppnishæf við aðrar þjóðir til langframa, verðum við að tryggja að ungt, vel menntað fólk kjósi að snúa heim á ný. Að geta boðið upp á samkeppnishæf lífskjör og atvinnutækifæri við hæfi er stærsta áskorun íslenskra stjórnmála í dag. Í kosningabaráttunni hefur okkur hjá Viðreisn verið umhugað um vaxtamál. Hvers vegna? Vegna þess að vextir ráða svo miklu um lífskjör okkar. Vegna þess að það er blóðugt að þurfa að eyða háum fjárhæðum í vexti, ef við gætum varið peningunum í eitthvað sem skapar okkur betra líf. Vextir hafa um áratuga skeið verið mun hærri hér en í nágrannalöndum okkar, gengið verið mun óstöðugra og verðbólga mun meiri. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þetta, hafa stjórnmálamenn haft lítið til málanna að leggja annað en að auka niðurgreiðslur vaxtakostnaðar og gefa fólki kost á að nýta eigin lífeyrissparnað til húsnæðiskaupa eða niðurgreiðslu á fasteignalána. Á mannamáli erum við sjálf látin niðurgreiða vaxtakostnað okkar í gegnum skattkerfið og með sparifé okkar. Það eru ekki slíkir plástrar sem við þurfum á að halda. Við þurfum raunverulegar lausnir til að lækka hér vexti og ná gengisstöðugleika. Það er nefnilega ekkert náttúrulögmál að vextir þurfi að vera miklu hærri hér en í nágrannalöndunum. Fyrir fjölskyldu með 20 milljóna króna húsnæðislán samsvarar það 79.500 króna launahækkun á mánuði ef okkur tekst að minnka vaxtamun við nágrannalönd okkar um 3%. Í þessu felst raunveruleg kjarabót. Greiðslubyrðin verður léttari og lífsgæðin meiri þar sem þessir fjármunir nýtast í annað. Atvinnutækifæri framtíðarinnar liggja í þekkingariðnaði. Sprotar sem þar eru að hasla sér völl þurfa stöðugt rekstrarumhverfi, samkeppnishæf lánskjör og ekki hvað síst stöðugt gengi. Slíkt umhverfi var fyrir hendi þegar Össur og Marel uxu úr grasi á tíunda áratug síðustu aldar. Óstöðugleiki undanfarinna tveggja áratuga hefur staðið kröftugri uppbyggingu þekkingariðnaðar fyrir þrifum. Á undanförnum fimm árum hafa útflutningstekjur þessa geira aðeins aukist um 5 milljarða á sama tíma og ferðaþjónustan hefur blómstrað. Þar eru hins vegar fyrst og fremst að verða til þjónustustörf sem ekki krefjast mikillar menntunar. Ef við ætlum að skapa hér störf fyrir vel menntað fólk í þekkingariðnaði verðum við að laga rekstrarumhverfið. Þess vegna leggur Viðreisn til róttæka endurskoðun á gengismálum þar sem tekin er upp fastgengisstefna með myntráði. Það er raunveruleg breyting, sem skilar okkur öllum miklum ávinningi, í stað þess sjónarspils að færa fé úr öðrum vasa okkar í hinn og telja okkur trú um að það létti okkur lífið. Gerum Ísland að fyrsta vali fólks til búsetu og uppbyggingar nýrra tækifæra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á rúmum sex árum hafa sex þúsund fleiri íslenskir ríkisborgarar flust frá landinu en til þess. Það er mikill missir fyrir okkar fámenna samfélag. Um 65% brottfluttra eru á aldrinum 20-40 ára. Ungt og vel menntað fólk sem kýs að leita tækifæra utan landsteinanna. Það er ekkert að því að fólk sæki sér reynslu og menntun erlendis, en ef við ætlum að vera samkeppnishæf við aðrar þjóðir til langframa, verðum við að tryggja að ungt, vel menntað fólk kjósi að snúa heim á ný. Að geta boðið upp á samkeppnishæf lífskjör og atvinnutækifæri við hæfi er stærsta áskorun íslenskra stjórnmála í dag. Í kosningabaráttunni hefur okkur hjá Viðreisn verið umhugað um vaxtamál. Hvers vegna? Vegna þess að vextir ráða svo miklu um lífskjör okkar. Vegna þess að það er blóðugt að þurfa að eyða háum fjárhæðum í vexti, ef við gætum varið peningunum í eitthvað sem skapar okkur betra líf. Vextir hafa um áratuga skeið verið mun hærri hér en í nágrannalöndum okkar, gengið verið mun óstöðugra og verðbólga mun meiri. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þetta, hafa stjórnmálamenn haft lítið til málanna að leggja annað en að auka niðurgreiðslur vaxtakostnaðar og gefa fólki kost á að nýta eigin lífeyrissparnað til húsnæðiskaupa eða niðurgreiðslu á fasteignalána. Á mannamáli erum við sjálf látin niðurgreiða vaxtakostnað okkar í gegnum skattkerfið og með sparifé okkar. Það eru ekki slíkir plástrar sem við þurfum á að halda. Við þurfum raunverulegar lausnir til að lækka hér vexti og ná gengisstöðugleika. Það er nefnilega ekkert náttúrulögmál að vextir þurfi að vera miklu hærri hér en í nágrannalöndunum. Fyrir fjölskyldu með 20 milljóna króna húsnæðislán samsvarar það 79.500 króna launahækkun á mánuði ef okkur tekst að minnka vaxtamun við nágrannalönd okkar um 3%. Í þessu felst raunveruleg kjarabót. Greiðslubyrðin verður léttari og lífsgæðin meiri þar sem þessir fjármunir nýtast í annað. Atvinnutækifæri framtíðarinnar liggja í þekkingariðnaði. Sprotar sem þar eru að hasla sér völl þurfa stöðugt rekstrarumhverfi, samkeppnishæf lánskjör og ekki hvað síst stöðugt gengi. Slíkt umhverfi var fyrir hendi þegar Össur og Marel uxu úr grasi á tíunda áratug síðustu aldar. Óstöðugleiki undanfarinna tveggja áratuga hefur staðið kröftugri uppbyggingu þekkingariðnaðar fyrir þrifum. Á undanförnum fimm árum hafa útflutningstekjur þessa geira aðeins aukist um 5 milljarða á sama tíma og ferðaþjónustan hefur blómstrað. Þar eru hins vegar fyrst og fremst að verða til þjónustustörf sem ekki krefjast mikillar menntunar. Ef við ætlum að skapa hér störf fyrir vel menntað fólk í þekkingariðnaði verðum við að laga rekstrarumhverfið. Þess vegna leggur Viðreisn til róttæka endurskoðun á gengismálum þar sem tekin er upp fastgengisstefna með myntráði. Það er raunveruleg breyting, sem skilar okkur öllum miklum ávinningi, í stað þess sjónarspils að færa fé úr öðrum vasa okkar í hinn og telja okkur trú um að það létti okkur lífið. Gerum Ísland að fyrsta vali fólks til búsetu og uppbyggingar nýrra tækifæra.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun