Vitni í Aurum-málinu: „Grautfúlt“ að vera enn með stöðu sakbornings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. október 2016 14:12 Verjendur sakborninga í Aurum-málinu. Vísir/GVA Guðrún Gunnarsdóttir sem var forstöðumaður lánaeftirlits Glitnis og sat í áhættunefnd bankans er enn með stöðu sakbornings í máli sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, hefur haft til rannsóknar. Þetta kom fram í vitnisburði Guðrúnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en aðalmeðferð Aurum-málsins fer nú fram þar. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis og Magnús Arnar Arngrímsson sem fram framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. í júlí 2008. Þá eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum en lánið var notað til að kaupa hlutabréf Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited.„Líttu í spegil maður“ Fyrir dómi í dag kom fram að Guðrún myndi lítið eftir lánveitingunni sem ákært er fyrir í málinu. Þannig mundi hún ekki hvaða afstöðu hún hafði til lánveitingarinnar til FS38 en lánið var samþykkt á milli funda áhættunefndar af þeim Lárusi, Magnúsi Arnar og Rósant Má Torfasyni, sem hefur reyndar neitað að hafa samþykkt lánveitinguna. Þó er það svo í fundargerð áhættunefndar sem staðfesti lánveitinguna að þar eru þessir þrír sagðir hafa samþykkt lánið milli funda, en engin önnur gögn sýna samþykki þremenninganna fyrir láninu. Ólafur Þór Hauksson saksóknari í málinu spurði Guðrúnu út í ummæli sem hún á að hafa látið falla á fundi áhættunefndar sumarið 2008. Voru þau eitthvað á þessa leið: „Líttu í spegil maður, þetta er verðlaust og við þurfum að fjármagna þetta.“ Guðrún kvaðst aðspurð muna eftir þessum ummælum sínum en gat ekki munað í hvaða samhengi hún hefði sagt þau eða á hvaða fundi áhættunefndar það hefði verið.„Alveg grautfúlt“ Óttar Pálsson verjandi Lárusar Welding spurði hana nánar út í ummælin og hvort það væri líklegt að hún hefði látið þau falla í samhengi við sölurétt gagnvart Jóni Ásgeiri og Gaumi, eins og gefið er til kynna í töluvpóstum á milli tveggja starfsmanna Glitnis í kjölfar fundarins. Taldi Guðrún það líklegt. Saksóknari bar nokkuð af því sem Guðrún hafði sagt hjá lögreglu undir hana þar sem hún mundi ekki eftir miklu fyrir dómi í dag og vildi saksóknari reyna að ná fram samræmi í framburði þá og nú. Óttar gerði athugasemdir við þetta og þegar hann spurði Guðrúnu spurði hann hvort að það hefði verið þrúgandi að gefa skýrslu hjá sérstökum saksóknara. „Mér fannst það í það minnsta ekki þægilegt frekar en að sitja hér,“ svaraði Guðrún. Hún tók síðan fram að hún væri enn með stöðu sakbornings í einu máli sem væri til rannsóknar og spurði Óttar hvað henni fyndist um það. „Mér finnst það alveg grautfúlt,“ svaraði Guðrún. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum alltof dýrt eða kreppunni um að kenna? Stjórnarformanni bresku skartgripakeðjunnar Aurum Holdings Limited árið 2008 og framkvæmdastjóra skartgripafyrirtækisins Damas LLC, í Dúbaí, sama ár greinir á um það hvers vegna síðarnefnda fyrirtækið hætti við að kaupa hlut í því fyrrnefnda. 21. október 2016 15:15 Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00 Jón Ásgeir bað forstjóra Baugs um að senda Lárusi Welding tillögu að viðskiptum með hlutabréf Aurum Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs árið 2008 segir að sér ekki hafi verið kunnugt um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið í aðstöðu til þess að hafa framgang á einstakar lánveitingar innan Glitnis, en Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi bankans og eigandi Baugs. 24. október 2016 11:28 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira
Guðrún Gunnarsdóttir sem var forstöðumaður lánaeftirlits Glitnis og sat í áhættunefnd bankans er enn með stöðu sakbornings í máli sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, hefur haft til rannsóknar. Þetta kom fram í vitnisburði Guðrúnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en aðalmeðferð Aurum-málsins fer nú fram þar. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis og Magnús Arnar Arngrímsson sem fram framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. í júlí 2008. Þá eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum en lánið var notað til að kaupa hlutabréf Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited.„Líttu í spegil maður“ Fyrir dómi í dag kom fram að Guðrún myndi lítið eftir lánveitingunni sem ákært er fyrir í málinu. Þannig mundi hún ekki hvaða afstöðu hún hafði til lánveitingarinnar til FS38 en lánið var samþykkt á milli funda áhættunefndar af þeim Lárusi, Magnúsi Arnar og Rósant Má Torfasyni, sem hefur reyndar neitað að hafa samþykkt lánveitinguna. Þó er það svo í fundargerð áhættunefndar sem staðfesti lánveitinguna að þar eru þessir þrír sagðir hafa samþykkt lánið milli funda, en engin önnur gögn sýna samþykki þremenninganna fyrir láninu. Ólafur Þór Hauksson saksóknari í málinu spurði Guðrúnu út í ummæli sem hún á að hafa látið falla á fundi áhættunefndar sumarið 2008. Voru þau eitthvað á þessa leið: „Líttu í spegil maður, þetta er verðlaust og við þurfum að fjármagna þetta.“ Guðrún kvaðst aðspurð muna eftir þessum ummælum sínum en gat ekki munað í hvaða samhengi hún hefði sagt þau eða á hvaða fundi áhættunefndar það hefði verið.„Alveg grautfúlt“ Óttar Pálsson verjandi Lárusar Welding spurði hana nánar út í ummælin og hvort það væri líklegt að hún hefði látið þau falla í samhengi við sölurétt gagnvart Jóni Ásgeiri og Gaumi, eins og gefið er til kynna í töluvpóstum á milli tveggja starfsmanna Glitnis í kjölfar fundarins. Taldi Guðrún það líklegt. Saksóknari bar nokkuð af því sem Guðrún hafði sagt hjá lögreglu undir hana þar sem hún mundi ekki eftir miklu fyrir dómi í dag og vildi saksóknari reyna að ná fram samræmi í framburði þá og nú. Óttar gerði athugasemdir við þetta og þegar hann spurði Guðrúnu spurði hann hvort að það hefði verið þrúgandi að gefa skýrslu hjá sérstökum saksóknara. „Mér fannst það í það minnsta ekki þægilegt frekar en að sitja hér,“ svaraði Guðrún. Hún tók síðan fram að hún væri enn með stöðu sakbornings í einu máli sem væri til rannsóknar og spurði Óttar hvað henni fyndist um það. „Mér finnst það alveg grautfúlt,“ svaraði Guðrún.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum alltof dýrt eða kreppunni um að kenna? Stjórnarformanni bresku skartgripakeðjunnar Aurum Holdings Limited árið 2008 og framkvæmdastjóra skartgripafyrirtækisins Damas LLC, í Dúbaí, sama ár greinir á um það hvers vegna síðarnefnda fyrirtækið hætti við að kaupa hlut í því fyrrnefnda. 21. október 2016 15:15 Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00 Jón Ásgeir bað forstjóra Baugs um að senda Lárusi Welding tillögu að viðskiptum með hlutabréf Aurum Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs árið 2008 segir að sér ekki hafi verið kunnugt um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið í aðstöðu til þess að hafa framgang á einstakar lánveitingar innan Glitnis, en Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi bankans og eigandi Baugs. 24. október 2016 11:28 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira
Aurum alltof dýrt eða kreppunni um að kenna? Stjórnarformanni bresku skartgripakeðjunnar Aurum Holdings Limited árið 2008 og framkvæmdastjóra skartgripafyrirtækisins Damas LLC, í Dúbaí, sama ár greinir á um það hvers vegna síðarnefnda fyrirtækið hætti við að kaupa hlut í því fyrrnefnda. 21. október 2016 15:15
Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00
Jón Ásgeir bað forstjóra Baugs um að senda Lárusi Welding tillögu að viðskiptum með hlutabréf Aurum Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs árið 2008 segir að sér ekki hafi verið kunnugt um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið í aðstöðu til þess að hafa framgang á einstakar lánveitingar innan Glitnis, en Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi bankans og eigandi Baugs. 24. október 2016 11:28