Stórt kvöld í borginni sem átti ekki meistara í 52 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2016 22:30 LeBron James með uppskeruna í sumar. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers endaði í júní meira en hálfrar aldar bið Cleveland-borgar eftir meistaraliði og það lítur úr fyrir að hin fræga Cleveland-bölvun heyri nú sögunni til. Gott dæmi um það er gengi hafnarboltaliðs Cleveland en Cleveland Indians hafnarboltaliðið er nú komið alla leið í úrslitin um meistaratitilinn. Cleveland borg eignaðist ekki meistaralið frá 1964 til 2016 eða frá því að Cleveland Browns vann ameríska fótboltann 1964 þar til að Cleveland Cavaliers vann NBA-titilinn í sumar. Hvað eftir annað voru atvinnumannalið borgarinnar komin í góða stöðu aðeins til að horfa upp á drauminn breytast í martröð. Síðasta dæmið var þegar LeBron James yfirgaf Cleveland Cavaliers og samdi við Miami Heat. LeBron James snéri hinsvegar aftur til Cleveland Cavaliers og vann síðan langþráðan titil í júní eftir magnaða framgöngu í þremur síðustu leikjunum. Cavaliers-liðið vann þá alla og felldi metlið Golden State Warriors. Það vill síðan svo til að tvö Cleveland-lið spila í kvöld en Cleveland Cavaliers liðið spilar þá sinn fyrsta leik sem NBA-meistari og Cleveland Indians liðið spilar fyrsta leikinn í úrslitaeinvíginu. Báðir leikirnir fara fram í Cleveland og vellir liðanna, hafnarboltavöllurinn Progressive Field og körfuboltahöllin Quicken Loans Arena eru hlið við hlið í miðbæ Cleveland. Leikur Cleveland Cavaliers og New York Knicks hefst klukkan 7.30 að bandarískum tíma eða klukkan 23.30 að íslenskum tíma. Hafnarboltaleikurinn hefst síðan átta mínútum yfir miðnætti. „Þetta er sérstakt kvöld fyrir alla stuðningsmenn í Cleveland og í norðaustur Ohio sem fá að upplifa svona kvöld. Þau fá tækifæri til að muna efir þessum degi þegar við fáum hringina okkar og Indians hýsa fyrsta leik úrslitanna. Það er sögulegur dagur. Allir þeir sem búa hér munu aldrei gleyma honum. Ég er ánægður að fá að vera hluti af þessu,“ sagði LeBron James, stórstjarna Cleveland Cavaliers liðsins. NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Cleveland Cavaliers endaði í júní meira en hálfrar aldar bið Cleveland-borgar eftir meistaraliði og það lítur úr fyrir að hin fræga Cleveland-bölvun heyri nú sögunni til. Gott dæmi um það er gengi hafnarboltaliðs Cleveland en Cleveland Indians hafnarboltaliðið er nú komið alla leið í úrslitin um meistaratitilinn. Cleveland borg eignaðist ekki meistaralið frá 1964 til 2016 eða frá því að Cleveland Browns vann ameríska fótboltann 1964 þar til að Cleveland Cavaliers vann NBA-titilinn í sumar. Hvað eftir annað voru atvinnumannalið borgarinnar komin í góða stöðu aðeins til að horfa upp á drauminn breytast í martröð. Síðasta dæmið var þegar LeBron James yfirgaf Cleveland Cavaliers og samdi við Miami Heat. LeBron James snéri hinsvegar aftur til Cleveland Cavaliers og vann síðan langþráðan titil í júní eftir magnaða framgöngu í þremur síðustu leikjunum. Cavaliers-liðið vann þá alla og felldi metlið Golden State Warriors. Það vill síðan svo til að tvö Cleveland-lið spila í kvöld en Cleveland Cavaliers liðið spilar þá sinn fyrsta leik sem NBA-meistari og Cleveland Indians liðið spilar fyrsta leikinn í úrslitaeinvíginu. Báðir leikirnir fara fram í Cleveland og vellir liðanna, hafnarboltavöllurinn Progressive Field og körfuboltahöllin Quicken Loans Arena eru hlið við hlið í miðbæ Cleveland. Leikur Cleveland Cavaliers og New York Knicks hefst klukkan 7.30 að bandarískum tíma eða klukkan 23.30 að íslenskum tíma. Hafnarboltaleikurinn hefst síðan átta mínútum yfir miðnætti. „Þetta er sérstakt kvöld fyrir alla stuðningsmenn í Cleveland og í norðaustur Ohio sem fá að upplifa svona kvöld. Þau fá tækifæri til að muna efir þessum degi þegar við fáum hringina okkar og Indians hýsa fyrsta leik úrslitanna. Það er sögulegur dagur. Allir þeir sem búa hér munu aldrei gleyma honum. Ég er ánægður að fá að vera hluti af þessu,“ sagði LeBron James, stórstjarna Cleveland Cavaliers liðsins.
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira