Auknum hagnaði spáð hjá mörgum félögum Sæunn Gísladóttir skrifar 26. október 2016 12:00 Hagfræðideildin áætlar minnkandi hagnað fyrir skatt hjá öllum tryggingafélögunum, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Vísir/GVA Tólf uppgjör þriðja ársfjórðungs eru væntanleg á næstu dögum, fimm í dag, sex á morgun og eitt á föstudag. Ljóst er að í vikulok mun ákveðin mynd verða komin á hvernig ársfjórðungurinn var hjá helstu fyrirtækjum landsins. Hagfræðideild Landsbankans spáir svipaðri afkomu hjá Icelandair, aukningu hagnaðar hjá fjölda fyrirtækja, en minni hagnaði hjá Vodafone og tryggingafélögunum. Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að rekstrarafkoma Icelandair verði svipuð og á sama fjórðungi í fyrra og nálægt því sem spáð var í síðasta verðmati deildarinnar. Hins vegar er því spáð að neikvæð þróun ytri þátta, sér í lagi styrking krónunnar, valdi því að afkoma á fjórða ársfjórðungi verði töluvert lakari en í fyrra. Gangi spár eftir verður EBITDA ársins 214 milljónir dollara. Deildin spáir að tekjur og hagnaður Marel muni aukast milli ára á þriðja ársfjórðungi. Á fyrsta helmingi ársins lækkuðu pro forma tekjur um 1,3 prósent og ekki er ólíklegt að slíkt hið sama gerist á þessum ársfjórðungi. Ytri vöxtur á árinu 2016 mun líklega skila 20 prósent tekjuvexti. Að mati hagfræðideildarinnar er þessu tímabili vaxtar að öllum líkindum lokið. Spáð er lítilli aukningu í sölu hjá Vodafone á þriðja ársfjórðungi og að hagnaður tímabilsins muni aukast örlítið milli ára. Engum stórum breytingum er spáð á fjórðungnum. Því er spáð að hagræðingaraðgerðir Símans hafi byrjað að skila árangri á fjórðungnum en að fyrirtækið muni þó ekki ná að enda árið innan þess bils sem stjórnendur hafa gefið upp. Sala mun aukast örlítið milli ára og hagnaður einnig. Sala fyrirtækja, Talenta og Staka Automation, er meginskýring aukins hagnaðar. Hagfræðideildin áætlar minnkandi hagnað fyrir skatt hjá öllum tryggingafélögunum, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. N1 gaf út afkomuviðvörun fyrir uppgjör fjórðungsins, þar sem kom fram að rekstur félagsins hafi gengið mjög vel á fjórðungnum, sérstaklega vegna fjölgunar ferðamanna. Í ljósi þess var EBITDA félagsins hækkuð. Hagfræðideild Landsbankans telur að þrátt fyrir hækkun sé spáin enn of lág. Spáð er minni sölu en í fyrra, hærri EBITDA á fjórðungnum og meiri hagnaði fyrir tímabilið. Fréttir af flugi Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Tólf uppgjör þriðja ársfjórðungs eru væntanleg á næstu dögum, fimm í dag, sex á morgun og eitt á föstudag. Ljóst er að í vikulok mun ákveðin mynd verða komin á hvernig ársfjórðungurinn var hjá helstu fyrirtækjum landsins. Hagfræðideild Landsbankans spáir svipaðri afkomu hjá Icelandair, aukningu hagnaðar hjá fjölda fyrirtækja, en minni hagnaði hjá Vodafone og tryggingafélögunum. Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að rekstrarafkoma Icelandair verði svipuð og á sama fjórðungi í fyrra og nálægt því sem spáð var í síðasta verðmati deildarinnar. Hins vegar er því spáð að neikvæð þróun ytri þátta, sér í lagi styrking krónunnar, valdi því að afkoma á fjórða ársfjórðungi verði töluvert lakari en í fyrra. Gangi spár eftir verður EBITDA ársins 214 milljónir dollara. Deildin spáir að tekjur og hagnaður Marel muni aukast milli ára á þriðja ársfjórðungi. Á fyrsta helmingi ársins lækkuðu pro forma tekjur um 1,3 prósent og ekki er ólíklegt að slíkt hið sama gerist á þessum ársfjórðungi. Ytri vöxtur á árinu 2016 mun líklega skila 20 prósent tekjuvexti. Að mati hagfræðideildarinnar er þessu tímabili vaxtar að öllum líkindum lokið. Spáð er lítilli aukningu í sölu hjá Vodafone á þriðja ársfjórðungi og að hagnaður tímabilsins muni aukast örlítið milli ára. Engum stórum breytingum er spáð á fjórðungnum. Því er spáð að hagræðingaraðgerðir Símans hafi byrjað að skila árangri á fjórðungnum en að fyrirtækið muni þó ekki ná að enda árið innan þess bils sem stjórnendur hafa gefið upp. Sala mun aukast örlítið milli ára og hagnaður einnig. Sala fyrirtækja, Talenta og Staka Automation, er meginskýring aukins hagnaðar. Hagfræðideildin áætlar minnkandi hagnað fyrir skatt hjá öllum tryggingafélögunum, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. N1 gaf út afkomuviðvörun fyrir uppgjör fjórðungsins, þar sem kom fram að rekstur félagsins hafi gengið mjög vel á fjórðungnum, sérstaklega vegna fjölgunar ferðamanna. Í ljósi þess var EBITDA félagsins hækkuð. Hagfræðideild Landsbankans telur að þrátt fyrir hækkun sé spáin enn of lág. Spáð er minni sölu en í fyrra, hærri EBITDA á fjórðungnum og meiri hagnaði fyrir tímabilið.
Fréttir af flugi Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira