Fiskeldi er stóriðja Vestfjarða Sturla Rafn Guðmundsson skrifar 28. október 2016 08:35 Þegar ég kom fyrst til Ísafjarðar uppúr 1970 til að heimsækja tilvonandi tengdaforeldra mína voru tvö stór frystihús og minnir mig tvær rækjuvinnslur starfandi í bænum. Vélsmiðja, skipasmíðastöð og fjölmörg önnur þjónustufyrirtæki voru þar einnig og því mikið umleikis í bænum. Svona var þetta í öllum bæjarfélögum á Vestfjörðum. En síðan kom kvótakerfið og allt breyttist á skömmum tíma. Á Vestfjörðum höfðu ekki verið stundaðar uppsjávarveiðar um áratuga skeið og því öll áhersla á bolfiskveiðar. En svo kom reiðarslagið, hvert skipið af öðru var keypt í burtu og kvótinn með og á sama tíma hvarf rækjan. Atvinnan hvarf, hús lækkuðu í verði og voru jafnvel óseljanleg og fólkinu fækkaði. Ekki falleg lýsing þetta. Nú er líf farið að færast aftur í firðina og enn er það fiskurinn sem er bjargvættur byggðanna en að þessu sinni lax; lax sem er ræktaður í kvíum. Fiskeldi á Íslandi hófst um miðjan níunda áratuginn en gekk heldur illa af ýmsum ástæðum en þó væntanlega vegna vankunnáttu og ónógu fjármagni. Einna helst hefur tekist að rækta silung á landi en kvíaeldi í sjó gengið illa. Á Tálknafirði hefur þó verið kvíaeldi um nokkurn tíma og gengið þokkalega. Þetta segir okkur að skyndilausnir eins og okkur Íslendingum er tamt að nota duga ekki heldur er þekking, fjármagn og hæfilegur skammtur af þrautseigju það sem dugar. Nú virðist þetta allt vera til staðar og miklar framkvæmdir hafnar og enn stærri áform í sigtinu. Vissulega eru þetta gleðileg tíðindi og ánægjulegt að Vestfirðir séu að ná reisn sinni aftur og á nýjan leik er það sjórinn sem er bjargvættur því á honum hafa Vestfirðingar átt allt sitt undir frá því að land byggðist. Til að koma laxinum á markað þarf að flytja hann landleiðina til Keflavíkur en þá vandast málið. Samgöngur við Vestfirði eru þær verstu á landinu og hefur fjórðungurinn setið eftir þegar kemur að vegaframkvæmdum. Þessu verður að breyta og setja meira fjármagn í samgöngur sem fyrst. Þegar kemur að atvinnumálum er stefna Viðreisnar skýr. Búa þarf atvinnurekstri stöðugt og alþjóðlegt viðskiptaumhverfi, án hafta, með stöðugan gjaldmiðil og viðunandi vaxtastig. Með upptöku myntráðs er mögulegt að ná þessum markmiðum. Viðreisn leggur enn fremur áherslu á sjálfbært atvinnulíf og því er mikilvægt að fylgst verði náið með álagi á einstaka firði svo lífríkið hljóti ekki skaða af. Nýsköpun, frumkvæði og efling frumkvöðlastarfsemi er eitt af leiðarstefjum Viðreisnar. Alltaf þarf að leita nýrra tækifæra til þess að auka framleiðni og skapa aukin verðmæti. Mikilvægt er að efla menntun á sviði nýsköpunar og tækniþróunar og koma á fót frumkvöðlasetri og væri vel við hæfi að það væri staðsett á Vestfjörðum. Að lokum vil ég óska Vestfirðingum til hamingju með laxeldið sem jafna má við stóriðju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þegar ég kom fyrst til Ísafjarðar uppúr 1970 til að heimsækja tilvonandi tengdaforeldra mína voru tvö stór frystihús og minnir mig tvær rækjuvinnslur starfandi í bænum. Vélsmiðja, skipasmíðastöð og fjölmörg önnur þjónustufyrirtæki voru þar einnig og því mikið umleikis í bænum. Svona var þetta í öllum bæjarfélögum á Vestfjörðum. En síðan kom kvótakerfið og allt breyttist á skömmum tíma. Á Vestfjörðum höfðu ekki verið stundaðar uppsjávarveiðar um áratuga skeið og því öll áhersla á bolfiskveiðar. En svo kom reiðarslagið, hvert skipið af öðru var keypt í burtu og kvótinn með og á sama tíma hvarf rækjan. Atvinnan hvarf, hús lækkuðu í verði og voru jafnvel óseljanleg og fólkinu fækkaði. Ekki falleg lýsing þetta. Nú er líf farið að færast aftur í firðina og enn er það fiskurinn sem er bjargvættur byggðanna en að þessu sinni lax; lax sem er ræktaður í kvíum. Fiskeldi á Íslandi hófst um miðjan níunda áratuginn en gekk heldur illa af ýmsum ástæðum en þó væntanlega vegna vankunnáttu og ónógu fjármagni. Einna helst hefur tekist að rækta silung á landi en kvíaeldi í sjó gengið illa. Á Tálknafirði hefur þó verið kvíaeldi um nokkurn tíma og gengið þokkalega. Þetta segir okkur að skyndilausnir eins og okkur Íslendingum er tamt að nota duga ekki heldur er þekking, fjármagn og hæfilegur skammtur af þrautseigju það sem dugar. Nú virðist þetta allt vera til staðar og miklar framkvæmdir hafnar og enn stærri áform í sigtinu. Vissulega eru þetta gleðileg tíðindi og ánægjulegt að Vestfirðir séu að ná reisn sinni aftur og á nýjan leik er það sjórinn sem er bjargvættur því á honum hafa Vestfirðingar átt allt sitt undir frá því að land byggðist. Til að koma laxinum á markað þarf að flytja hann landleiðina til Keflavíkur en þá vandast málið. Samgöngur við Vestfirði eru þær verstu á landinu og hefur fjórðungurinn setið eftir þegar kemur að vegaframkvæmdum. Þessu verður að breyta og setja meira fjármagn í samgöngur sem fyrst. Þegar kemur að atvinnumálum er stefna Viðreisnar skýr. Búa þarf atvinnurekstri stöðugt og alþjóðlegt viðskiptaumhverfi, án hafta, með stöðugan gjaldmiðil og viðunandi vaxtastig. Með upptöku myntráðs er mögulegt að ná þessum markmiðum. Viðreisn leggur enn fremur áherslu á sjálfbært atvinnulíf og því er mikilvægt að fylgst verði náið með álagi á einstaka firði svo lífríkið hljóti ekki skaða af. Nýsköpun, frumkvæði og efling frumkvöðlastarfsemi er eitt af leiðarstefjum Viðreisnar. Alltaf þarf að leita nýrra tækifæra til þess að auka framleiðni og skapa aukin verðmæti. Mikilvægt er að efla menntun á sviði nýsköpunar og tækniþróunar og koma á fót frumkvöðlasetri og væri vel við hæfi að það væri staðsett á Vestfjörðum. Að lokum vil ég óska Vestfirðingum til hamingju með laxeldið sem jafna má við stóriðju.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar