Fiskeldi er stóriðja Vestfjarða Sturla Rafn Guðmundsson skrifar 28. október 2016 08:35 Þegar ég kom fyrst til Ísafjarðar uppúr 1970 til að heimsækja tilvonandi tengdaforeldra mína voru tvö stór frystihús og minnir mig tvær rækjuvinnslur starfandi í bænum. Vélsmiðja, skipasmíðastöð og fjölmörg önnur þjónustufyrirtæki voru þar einnig og því mikið umleikis í bænum. Svona var þetta í öllum bæjarfélögum á Vestfjörðum. En síðan kom kvótakerfið og allt breyttist á skömmum tíma. Á Vestfjörðum höfðu ekki verið stundaðar uppsjávarveiðar um áratuga skeið og því öll áhersla á bolfiskveiðar. En svo kom reiðarslagið, hvert skipið af öðru var keypt í burtu og kvótinn með og á sama tíma hvarf rækjan. Atvinnan hvarf, hús lækkuðu í verði og voru jafnvel óseljanleg og fólkinu fækkaði. Ekki falleg lýsing þetta. Nú er líf farið að færast aftur í firðina og enn er það fiskurinn sem er bjargvættur byggðanna en að þessu sinni lax; lax sem er ræktaður í kvíum. Fiskeldi á Íslandi hófst um miðjan níunda áratuginn en gekk heldur illa af ýmsum ástæðum en þó væntanlega vegna vankunnáttu og ónógu fjármagni. Einna helst hefur tekist að rækta silung á landi en kvíaeldi í sjó gengið illa. Á Tálknafirði hefur þó verið kvíaeldi um nokkurn tíma og gengið þokkalega. Þetta segir okkur að skyndilausnir eins og okkur Íslendingum er tamt að nota duga ekki heldur er þekking, fjármagn og hæfilegur skammtur af þrautseigju það sem dugar. Nú virðist þetta allt vera til staðar og miklar framkvæmdir hafnar og enn stærri áform í sigtinu. Vissulega eru þetta gleðileg tíðindi og ánægjulegt að Vestfirðir séu að ná reisn sinni aftur og á nýjan leik er það sjórinn sem er bjargvættur því á honum hafa Vestfirðingar átt allt sitt undir frá því að land byggðist. Til að koma laxinum á markað þarf að flytja hann landleiðina til Keflavíkur en þá vandast málið. Samgöngur við Vestfirði eru þær verstu á landinu og hefur fjórðungurinn setið eftir þegar kemur að vegaframkvæmdum. Þessu verður að breyta og setja meira fjármagn í samgöngur sem fyrst. Þegar kemur að atvinnumálum er stefna Viðreisnar skýr. Búa þarf atvinnurekstri stöðugt og alþjóðlegt viðskiptaumhverfi, án hafta, með stöðugan gjaldmiðil og viðunandi vaxtastig. Með upptöku myntráðs er mögulegt að ná þessum markmiðum. Viðreisn leggur enn fremur áherslu á sjálfbært atvinnulíf og því er mikilvægt að fylgst verði náið með álagi á einstaka firði svo lífríkið hljóti ekki skaða af. Nýsköpun, frumkvæði og efling frumkvöðlastarfsemi er eitt af leiðarstefjum Viðreisnar. Alltaf þarf að leita nýrra tækifæra til þess að auka framleiðni og skapa aukin verðmæti. Mikilvægt er að efla menntun á sviði nýsköpunar og tækniþróunar og koma á fót frumkvöðlasetri og væri vel við hæfi að það væri staðsett á Vestfjörðum. Að lokum vil ég óska Vestfirðingum til hamingju með laxeldið sem jafna má við stóriðju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þegar ég kom fyrst til Ísafjarðar uppúr 1970 til að heimsækja tilvonandi tengdaforeldra mína voru tvö stór frystihús og minnir mig tvær rækjuvinnslur starfandi í bænum. Vélsmiðja, skipasmíðastöð og fjölmörg önnur þjónustufyrirtæki voru þar einnig og því mikið umleikis í bænum. Svona var þetta í öllum bæjarfélögum á Vestfjörðum. En síðan kom kvótakerfið og allt breyttist á skömmum tíma. Á Vestfjörðum höfðu ekki verið stundaðar uppsjávarveiðar um áratuga skeið og því öll áhersla á bolfiskveiðar. En svo kom reiðarslagið, hvert skipið af öðru var keypt í burtu og kvótinn með og á sama tíma hvarf rækjan. Atvinnan hvarf, hús lækkuðu í verði og voru jafnvel óseljanleg og fólkinu fækkaði. Ekki falleg lýsing þetta. Nú er líf farið að færast aftur í firðina og enn er það fiskurinn sem er bjargvættur byggðanna en að þessu sinni lax; lax sem er ræktaður í kvíum. Fiskeldi á Íslandi hófst um miðjan níunda áratuginn en gekk heldur illa af ýmsum ástæðum en þó væntanlega vegna vankunnáttu og ónógu fjármagni. Einna helst hefur tekist að rækta silung á landi en kvíaeldi í sjó gengið illa. Á Tálknafirði hefur þó verið kvíaeldi um nokkurn tíma og gengið þokkalega. Þetta segir okkur að skyndilausnir eins og okkur Íslendingum er tamt að nota duga ekki heldur er þekking, fjármagn og hæfilegur skammtur af þrautseigju það sem dugar. Nú virðist þetta allt vera til staðar og miklar framkvæmdir hafnar og enn stærri áform í sigtinu. Vissulega eru þetta gleðileg tíðindi og ánægjulegt að Vestfirðir séu að ná reisn sinni aftur og á nýjan leik er það sjórinn sem er bjargvættur því á honum hafa Vestfirðingar átt allt sitt undir frá því að land byggðist. Til að koma laxinum á markað þarf að flytja hann landleiðina til Keflavíkur en þá vandast málið. Samgöngur við Vestfirði eru þær verstu á landinu og hefur fjórðungurinn setið eftir þegar kemur að vegaframkvæmdum. Þessu verður að breyta og setja meira fjármagn í samgöngur sem fyrst. Þegar kemur að atvinnumálum er stefna Viðreisnar skýr. Búa þarf atvinnurekstri stöðugt og alþjóðlegt viðskiptaumhverfi, án hafta, með stöðugan gjaldmiðil og viðunandi vaxtastig. Með upptöku myntráðs er mögulegt að ná þessum markmiðum. Viðreisn leggur enn fremur áherslu á sjálfbært atvinnulíf og því er mikilvægt að fylgst verði náið með álagi á einstaka firði svo lífríkið hljóti ekki skaða af. Nýsköpun, frumkvæði og efling frumkvöðlastarfsemi er eitt af leiðarstefjum Viðreisnar. Alltaf þarf að leita nýrra tækifæra til þess að auka framleiðni og skapa aukin verðmæti. Mikilvægt er að efla menntun á sviði nýsköpunar og tækniþróunar og koma á fót frumkvöðlasetri og væri vel við hæfi að það væri staðsett á Vestfjörðum. Að lokum vil ég óska Vestfirðingum til hamingju með laxeldið sem jafna má við stóriðju.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar