Fiskeldi er stóriðja Vestfjarða Sturla Rafn Guðmundsson skrifar 28. október 2016 08:35 Þegar ég kom fyrst til Ísafjarðar uppúr 1970 til að heimsækja tilvonandi tengdaforeldra mína voru tvö stór frystihús og minnir mig tvær rækjuvinnslur starfandi í bænum. Vélsmiðja, skipasmíðastöð og fjölmörg önnur þjónustufyrirtæki voru þar einnig og því mikið umleikis í bænum. Svona var þetta í öllum bæjarfélögum á Vestfjörðum. En síðan kom kvótakerfið og allt breyttist á skömmum tíma. Á Vestfjörðum höfðu ekki verið stundaðar uppsjávarveiðar um áratuga skeið og því öll áhersla á bolfiskveiðar. En svo kom reiðarslagið, hvert skipið af öðru var keypt í burtu og kvótinn með og á sama tíma hvarf rækjan. Atvinnan hvarf, hús lækkuðu í verði og voru jafnvel óseljanleg og fólkinu fækkaði. Ekki falleg lýsing þetta. Nú er líf farið að færast aftur í firðina og enn er það fiskurinn sem er bjargvættur byggðanna en að þessu sinni lax; lax sem er ræktaður í kvíum. Fiskeldi á Íslandi hófst um miðjan níunda áratuginn en gekk heldur illa af ýmsum ástæðum en þó væntanlega vegna vankunnáttu og ónógu fjármagni. Einna helst hefur tekist að rækta silung á landi en kvíaeldi í sjó gengið illa. Á Tálknafirði hefur þó verið kvíaeldi um nokkurn tíma og gengið þokkalega. Þetta segir okkur að skyndilausnir eins og okkur Íslendingum er tamt að nota duga ekki heldur er þekking, fjármagn og hæfilegur skammtur af þrautseigju það sem dugar. Nú virðist þetta allt vera til staðar og miklar framkvæmdir hafnar og enn stærri áform í sigtinu. Vissulega eru þetta gleðileg tíðindi og ánægjulegt að Vestfirðir séu að ná reisn sinni aftur og á nýjan leik er það sjórinn sem er bjargvættur því á honum hafa Vestfirðingar átt allt sitt undir frá því að land byggðist. Til að koma laxinum á markað þarf að flytja hann landleiðina til Keflavíkur en þá vandast málið. Samgöngur við Vestfirði eru þær verstu á landinu og hefur fjórðungurinn setið eftir þegar kemur að vegaframkvæmdum. Þessu verður að breyta og setja meira fjármagn í samgöngur sem fyrst. Þegar kemur að atvinnumálum er stefna Viðreisnar skýr. Búa þarf atvinnurekstri stöðugt og alþjóðlegt viðskiptaumhverfi, án hafta, með stöðugan gjaldmiðil og viðunandi vaxtastig. Með upptöku myntráðs er mögulegt að ná þessum markmiðum. Viðreisn leggur enn fremur áherslu á sjálfbært atvinnulíf og því er mikilvægt að fylgst verði náið með álagi á einstaka firði svo lífríkið hljóti ekki skaða af. Nýsköpun, frumkvæði og efling frumkvöðlastarfsemi er eitt af leiðarstefjum Viðreisnar. Alltaf þarf að leita nýrra tækifæra til þess að auka framleiðni og skapa aukin verðmæti. Mikilvægt er að efla menntun á sviði nýsköpunar og tækniþróunar og koma á fót frumkvöðlasetri og væri vel við hæfi að það væri staðsett á Vestfjörðum. Að lokum vil ég óska Vestfirðingum til hamingju með laxeldið sem jafna má við stóriðju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég kom fyrst til Ísafjarðar uppúr 1970 til að heimsækja tilvonandi tengdaforeldra mína voru tvö stór frystihús og minnir mig tvær rækjuvinnslur starfandi í bænum. Vélsmiðja, skipasmíðastöð og fjölmörg önnur þjónustufyrirtæki voru þar einnig og því mikið umleikis í bænum. Svona var þetta í öllum bæjarfélögum á Vestfjörðum. En síðan kom kvótakerfið og allt breyttist á skömmum tíma. Á Vestfjörðum höfðu ekki verið stundaðar uppsjávarveiðar um áratuga skeið og því öll áhersla á bolfiskveiðar. En svo kom reiðarslagið, hvert skipið af öðru var keypt í burtu og kvótinn með og á sama tíma hvarf rækjan. Atvinnan hvarf, hús lækkuðu í verði og voru jafnvel óseljanleg og fólkinu fækkaði. Ekki falleg lýsing þetta. Nú er líf farið að færast aftur í firðina og enn er það fiskurinn sem er bjargvættur byggðanna en að þessu sinni lax; lax sem er ræktaður í kvíum. Fiskeldi á Íslandi hófst um miðjan níunda áratuginn en gekk heldur illa af ýmsum ástæðum en þó væntanlega vegna vankunnáttu og ónógu fjármagni. Einna helst hefur tekist að rækta silung á landi en kvíaeldi í sjó gengið illa. Á Tálknafirði hefur þó verið kvíaeldi um nokkurn tíma og gengið þokkalega. Þetta segir okkur að skyndilausnir eins og okkur Íslendingum er tamt að nota duga ekki heldur er þekking, fjármagn og hæfilegur skammtur af þrautseigju það sem dugar. Nú virðist þetta allt vera til staðar og miklar framkvæmdir hafnar og enn stærri áform í sigtinu. Vissulega eru þetta gleðileg tíðindi og ánægjulegt að Vestfirðir séu að ná reisn sinni aftur og á nýjan leik er það sjórinn sem er bjargvættur því á honum hafa Vestfirðingar átt allt sitt undir frá því að land byggðist. Til að koma laxinum á markað þarf að flytja hann landleiðina til Keflavíkur en þá vandast málið. Samgöngur við Vestfirði eru þær verstu á landinu og hefur fjórðungurinn setið eftir þegar kemur að vegaframkvæmdum. Þessu verður að breyta og setja meira fjármagn í samgöngur sem fyrst. Þegar kemur að atvinnumálum er stefna Viðreisnar skýr. Búa þarf atvinnurekstri stöðugt og alþjóðlegt viðskiptaumhverfi, án hafta, með stöðugan gjaldmiðil og viðunandi vaxtastig. Með upptöku myntráðs er mögulegt að ná þessum markmiðum. Viðreisn leggur enn fremur áherslu á sjálfbært atvinnulíf og því er mikilvægt að fylgst verði náið með álagi á einstaka firði svo lífríkið hljóti ekki skaða af. Nýsköpun, frumkvæði og efling frumkvöðlastarfsemi er eitt af leiðarstefjum Viðreisnar. Alltaf þarf að leita nýrra tækifæra til þess að auka framleiðni og skapa aukin verðmæti. Mikilvægt er að efla menntun á sviði nýsköpunar og tækniþróunar og koma á fót frumkvöðlasetri og væri vel við hæfi að það væri staðsett á Vestfjörðum. Að lokum vil ég óska Vestfirðingum til hamingju með laxeldið sem jafna má við stóriðju.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar