Geðfræðsla fyrir alla Gunnar Árnason skrifar 12. október 2016 07:00 Meðal forsenda heilbrigðs lífs og farsæls samfélags eru geðheilsa og vellíðan. Góð geðheilsa stuðlar að jákvæðri sjálfsmynd, traustum félagstengslum og auknum vinnuáhuga með tilheyrandi lífsgæðum og framförum. Á síðari árum hefur sem betur fer orðið vitundarvakning um mikilvægi almennrar vellíðunar í nútíma samfélagi og hefur margt þokast í rétta átt í þeim efnum enda þótt enn sé langt í land í geðheilbrigðismálum um allan heim. Síðastliðið vor var haldin sameiginleg ráðstefna Alþjóðabankans og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) undir yfirskriftinni „Út úr skuggunum: Setjum geðheilbrigðismál í forgang um allan heim“. Þar kom fram að enda þótt um sé að ræða einn algengasta sjúkdómaflokk nú á dögum séu geðraskanir enn litnar víða hornauga og farið með þær sem hina mestu skömm. Slík viðhorf séu fordómar sem taka þurfi á. Markmiðið með alþjóða geðheilbrigðisdeginum sem haldinn er 10. október ár hvert er að beina sjónum að því stóra lýðheilsuverkefni sem geðheilsa er og miðla hagnýtri fræðslu í þeim efnum til ráðamanna og almennings. Mikilvægt er að vekja samfélagið til vitundar um stöðu geðheilbrigðismála enda hefur löngum legið þagnarhjúpur yfir þeim málaflokki. Sem betur fer hefur umræðan þó opnast mikið eins og t.d. um sjálfsvíg. Í ár er yfirskrift alþjóðageðheilbrigðisdagsins virðing fyrir hverjum þeim sem glímir við geðraskanir. Vandinn er stórfelldur enda telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að 22-24% Vesturlandabúa eigi við geðræn vandamál að stríða einhvern tímann á ævinni. Þetta þýðir að allt að fjórði hver Íslendingur mun einhvern tímann á lífsleiðinni upplifa geðröskun.Geðræn skyndihjálp Í kynningarefni Alþjóðageðheilbrigðisráðsins er að þessu sinni vakin athygli á fræðsluefni sem kallast geðræn skyndihjálp (Mental Health First Aid) og byggt er á gagnreyndri þekkingu en það var þróað í Ástralíu um aldamótin og er m.a. notað í flestum nágrannalöndum okkar. Geðræn skyndihjálp er geðfræðsla ætluð almenningi sem miðar að því að gera fólki kleift að koma þeim til hjálpar sem eru í sálarkreppu, eiga við geðheilsuvanda að glíma og auðsýna sjálfsvígshegðun með því að veita þeim sálrænan stuðning og vísa þeim áfram til viðeigandi fagaðila. Almenningi er því alls ekki ætlað að koma í stað fagaðila heldur snýst geðfræðslan um það að efla geðheilsulæsi, hjálpa fólki að skilja betur geðraskanir, leita réttra úrræða við þeim og finna leiðir til að viðhalda góðri geðheilsu. Aukin þekking dregur úr fordómum og gerir fólki það auðveldara að leita sér eða öðrum hjálpar. Rannsóknir benda til þess að fræðsla í geðrænni skyndihjálp hafi jákvæð áhrif á geðheilsulæsi meðal almennings. Má í því sambandi benda á að safngreining Dr. Danutu Wasserman og félaga við Karolínska sjúkrahúsið leiddi í ljós að námskeið í geðrænni skyndihjálp bætti ekki aðeins þekkingu þátttakenda á geðheilsu heldur dró hún að sama skapi úr neikvæðum viðhorfum þeirra í þeim efnum og gerði þá hjálpsamari. Þess vegna er mælt með þessari lýðheilsufræðslu fyrir almenning. Síðastliðið vor var stefna og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum samþykkt til fjögurra ára á Alþingi. Þar kemur fram að efla eigi geðrækt og forvarnir og finna gagnreyndar aðferðir til að draga úr fordómum í garð fólks með geðraskanir. Hér er komin tillaga um fræðsluefni sem þar getur nýst.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Meðal forsenda heilbrigðs lífs og farsæls samfélags eru geðheilsa og vellíðan. Góð geðheilsa stuðlar að jákvæðri sjálfsmynd, traustum félagstengslum og auknum vinnuáhuga með tilheyrandi lífsgæðum og framförum. Á síðari árum hefur sem betur fer orðið vitundarvakning um mikilvægi almennrar vellíðunar í nútíma samfélagi og hefur margt þokast í rétta átt í þeim efnum enda þótt enn sé langt í land í geðheilbrigðismálum um allan heim. Síðastliðið vor var haldin sameiginleg ráðstefna Alþjóðabankans og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) undir yfirskriftinni „Út úr skuggunum: Setjum geðheilbrigðismál í forgang um allan heim“. Þar kom fram að enda þótt um sé að ræða einn algengasta sjúkdómaflokk nú á dögum séu geðraskanir enn litnar víða hornauga og farið með þær sem hina mestu skömm. Slík viðhorf séu fordómar sem taka þurfi á. Markmiðið með alþjóða geðheilbrigðisdeginum sem haldinn er 10. október ár hvert er að beina sjónum að því stóra lýðheilsuverkefni sem geðheilsa er og miðla hagnýtri fræðslu í þeim efnum til ráðamanna og almennings. Mikilvægt er að vekja samfélagið til vitundar um stöðu geðheilbrigðismála enda hefur löngum legið þagnarhjúpur yfir þeim málaflokki. Sem betur fer hefur umræðan þó opnast mikið eins og t.d. um sjálfsvíg. Í ár er yfirskrift alþjóðageðheilbrigðisdagsins virðing fyrir hverjum þeim sem glímir við geðraskanir. Vandinn er stórfelldur enda telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að 22-24% Vesturlandabúa eigi við geðræn vandamál að stríða einhvern tímann á ævinni. Þetta þýðir að allt að fjórði hver Íslendingur mun einhvern tímann á lífsleiðinni upplifa geðröskun.Geðræn skyndihjálp Í kynningarefni Alþjóðageðheilbrigðisráðsins er að þessu sinni vakin athygli á fræðsluefni sem kallast geðræn skyndihjálp (Mental Health First Aid) og byggt er á gagnreyndri þekkingu en það var þróað í Ástralíu um aldamótin og er m.a. notað í flestum nágrannalöndum okkar. Geðræn skyndihjálp er geðfræðsla ætluð almenningi sem miðar að því að gera fólki kleift að koma þeim til hjálpar sem eru í sálarkreppu, eiga við geðheilsuvanda að glíma og auðsýna sjálfsvígshegðun með því að veita þeim sálrænan stuðning og vísa þeim áfram til viðeigandi fagaðila. Almenningi er því alls ekki ætlað að koma í stað fagaðila heldur snýst geðfræðslan um það að efla geðheilsulæsi, hjálpa fólki að skilja betur geðraskanir, leita réttra úrræða við þeim og finna leiðir til að viðhalda góðri geðheilsu. Aukin þekking dregur úr fordómum og gerir fólki það auðveldara að leita sér eða öðrum hjálpar. Rannsóknir benda til þess að fræðsla í geðrænni skyndihjálp hafi jákvæð áhrif á geðheilsulæsi meðal almennings. Má í því sambandi benda á að safngreining Dr. Danutu Wasserman og félaga við Karolínska sjúkrahúsið leiddi í ljós að námskeið í geðrænni skyndihjálp bætti ekki aðeins þekkingu þátttakenda á geðheilsu heldur dró hún að sama skapi úr neikvæðum viðhorfum þeirra í þeim efnum og gerði þá hjálpsamari. Þess vegna er mælt með þessari lýðheilsufræðslu fyrir almenning. Síðastliðið vor var stefna og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum samþykkt til fjögurra ára á Alþingi. Þar kemur fram að efla eigi geðrækt og forvarnir og finna gagnreyndar aðferðir til að draga úr fordómum í garð fólks með geðraskanir. Hér er komin tillaga um fræðsluefni sem þar getur nýst.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar