Hattur Gorbatsjovs og heimsfriður í náðhúsinu Árni Snævarr skrifar 12. október 2016 07:00 Leiðtogafundurinn í Höfða markaði að mörgu leyti þáttaskil, ekki bara í alþjóðlegri pólitík, heldur líka í íslenskri blaðamennsku. Þó er farið að fenna í sporin, enda þrjátíu ár liðin. Gamla ríkissjónvarpið sýndi og sannaði að það væri fært um að sinna alþjóðlegu verkefni á borð við leiðtogafund og í fyrsta skipti í sögunni var lifandi mynd af hurðarhúni send, ekki bara út um allt land, heldur til allrar heimsbyggðarinnar. Um svipað leyti hófust útsendingar Stöðvar 2, sem eftir tækniörðugleika í byrjun, haslaði sér skjótt völl sem skæður keppinautur gamla sjónvarpsins. Bylgjan hóf útsendingar sama haust og við fyrstu fréttamennirnir á einkarekinni útvarpsstöð skúbbuðum fréttunum af leiðtogafundinum, sem bárust örskömmu fyrir fréttir á heila tímanum. Á gömlu Gufunni stóð til að rjúfa dagskrá, en dágóð stund leið því þulurinn reyndist hafa brugðið sér á salernið! Sjálfur fékk ég erlendu frétta-bakteríuna vegna leiðtogafundarins. Með fundinum komu útlönd að vissu leyti til Íslands. Allar bandarísku fréttastöðvarnar með tölu sendu aðalfréttatíma sína út frá Íslandi, og maður rakst á sjónvarpsstjörnur á borð við Peter Jennings og Dan Rather í bænum. Þetta var auðvitað annað fjölmiðlaumhverfi en nú er og bandarísku sjónvarpsstöðvarnar óðu í peningum. Haft var fyrir satt að fréttaþulir hefðu meiri áhrif en ráðherrar. Tíu árum eftir leiðtogafundinn var ég orðinn fréttamaður á Stöð 2 eftir níu ár á Ríkissjónvarpinu. Þá var mér falið eitt ánægjulegasta verkefni sem ég hef sinnt: að gera mynd um tíu ára afmæli leiðtogafundarins. Styrkur fékkst úr Menningarsjóði útvarpsstöðva og skyldi almennilega staðið að málum. Við Katrín Ingvadóttir framleiðandi ákváðum strax að reyna að ná tali af öllum sem máli skiptu og gekk það betur en við þorðum að vona. Páll Baldvin Baldvinsson, þáverandi dagskrárstjóri, sýndi verkefninu áhuga og greiddi fyrir því að við gátum ferðast til Bandaríkjanna og Rússlands til að ræða við lykilfólk. Allir tóku okkur einstaklega vel. Ronald Reagan var því miður kominn með Alzheimer og því til lítils að ræða við hann. Við flugum hins vegar til Kaliforníu og tókum viðtal við George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna á leiðtogafundinum, sem varð tíðrætt um hversu róandi útsýnið yfir sundin og Esjuna hefði verið frá Höfða. Kenneth Aldemann ráðgjafi sagði okkur frá því hvernig hann og Rússarnir breiddu heimskort yfir gólfið á klósettinu í Höfða og ræddu um heimsfrið og kjarnorkuvopnalausan heim. Og sjónvarpsstjarnan Peter Jennings bauð í heimsókn á ABC News í New York, en neitaði að segja okkur hvað íslenska kærastan hét sem hann hafði kynnst í Ísrael. Ekki síður eftirminnilegur var Richard Pearle, sem fékk nafnið Svarti riddarinn fyrir þær sakir hversu herskár hann var. Hann talaði mikið um þau mistök þáverandi stjórnar Bandaríkjanna (1996) að ganga ekki á mili bols og höfuðs á Saddam Hússein í fyrri Flóabardaga, en honum varð að ósk sinni nokkrum árum síðar eins og alkunna er, þegar hann komst á ný til áhrifa í stjórn Bush forseta yngra.Klauf loftið í tíma og ótíma En auðvitað var minnistæðast að taka viðtal við Mikhail Gorbatsjov. Ýmislegt hafði verið reynt til að ná sambandi við hann en það var ekki fyrr en ég leitaði til Hauks Haukssonar, fréttaritara í Moskvu, sem hreyfing komst á hlutina. Haukur hringdi og skrifaði en fékk loðin svör. Loks frétti hann af því að Gorbatsjov ætlaði að undirrita bók á tilteknum stað, og gerði Haukur sér lítið fyrir og sveif á fyrrverandi Sovétleiðtogann og hans menn og linnti ekki látunum fyrr en loforð um viðtal hafði fengist. Nokkrum vikum síðar vorum við Katrín komin til Moskvu og héldum ásamt Hauki til fundar við Gorbatsjov. Biðum við drykklanga stund á skrifstofu. Þess sáust merki að Gorbatsjov væri í húsinu því hatturinn hans, sem var auðþekktur af ljósmyndum, hékk á snaga. Einmitt í þann mund sem ég var að máta höfuðfatið, snaraðist leiðtoginn inn og virtist kannast við hatt sinn á höfði útsendara Stöðvar2! Haukur hvíslaði jafnóðum þýðingu á orðum Gorbatsjovs í eyra á meðan á viðtalinu stóð, en mér varð ósjálfrátt starsýnt á handahreyfingar hans og orð gamals pólsks kunningja komu upp í huga mér. „Maður getur alltaf þekkt gamla kommúnista á því að þeir þurfa alltaf að höggva loftið, þegar þeir vilja leggja áherslu á orð sín.“ Og viti menn: Gorbatsjov klauf loftið í tíma og ótíma, meira að segja þegar hann talaði fallega um Vigdísi forseta. Einu sinni kommúnisti, alltaf kommúnisti?… Satt að segja fannst mér miklu meira koma til Alexanders Yakovlev, hugmyndafræðings glasnost og perestrojku, því Gorbatsjov, sem endurtók sig, talaði í hringi og ruglaði ítrekað saman hinum ýmsu fundum sínum og Reagans. Kannski var þá Reykjavíkurfundurinn ekki jafn minnisstæður og við héldum, bara enn einn dagur í vinnunni, við að koma í veg fyrir kjarnorkustríð og tortímingu heimsins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Leiðtogafundurinn í Höfða markaði að mörgu leyti þáttaskil, ekki bara í alþjóðlegri pólitík, heldur líka í íslenskri blaðamennsku. Þó er farið að fenna í sporin, enda þrjátíu ár liðin. Gamla ríkissjónvarpið sýndi og sannaði að það væri fært um að sinna alþjóðlegu verkefni á borð við leiðtogafund og í fyrsta skipti í sögunni var lifandi mynd af hurðarhúni send, ekki bara út um allt land, heldur til allrar heimsbyggðarinnar. Um svipað leyti hófust útsendingar Stöðvar 2, sem eftir tækniörðugleika í byrjun, haslaði sér skjótt völl sem skæður keppinautur gamla sjónvarpsins. Bylgjan hóf útsendingar sama haust og við fyrstu fréttamennirnir á einkarekinni útvarpsstöð skúbbuðum fréttunum af leiðtogafundinum, sem bárust örskömmu fyrir fréttir á heila tímanum. Á gömlu Gufunni stóð til að rjúfa dagskrá, en dágóð stund leið því þulurinn reyndist hafa brugðið sér á salernið! Sjálfur fékk ég erlendu frétta-bakteríuna vegna leiðtogafundarins. Með fundinum komu útlönd að vissu leyti til Íslands. Allar bandarísku fréttastöðvarnar með tölu sendu aðalfréttatíma sína út frá Íslandi, og maður rakst á sjónvarpsstjörnur á borð við Peter Jennings og Dan Rather í bænum. Þetta var auðvitað annað fjölmiðlaumhverfi en nú er og bandarísku sjónvarpsstöðvarnar óðu í peningum. Haft var fyrir satt að fréttaþulir hefðu meiri áhrif en ráðherrar. Tíu árum eftir leiðtogafundinn var ég orðinn fréttamaður á Stöð 2 eftir níu ár á Ríkissjónvarpinu. Þá var mér falið eitt ánægjulegasta verkefni sem ég hef sinnt: að gera mynd um tíu ára afmæli leiðtogafundarins. Styrkur fékkst úr Menningarsjóði útvarpsstöðva og skyldi almennilega staðið að málum. Við Katrín Ingvadóttir framleiðandi ákváðum strax að reyna að ná tali af öllum sem máli skiptu og gekk það betur en við þorðum að vona. Páll Baldvin Baldvinsson, þáverandi dagskrárstjóri, sýndi verkefninu áhuga og greiddi fyrir því að við gátum ferðast til Bandaríkjanna og Rússlands til að ræða við lykilfólk. Allir tóku okkur einstaklega vel. Ronald Reagan var því miður kominn með Alzheimer og því til lítils að ræða við hann. Við flugum hins vegar til Kaliforníu og tókum viðtal við George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna á leiðtogafundinum, sem varð tíðrætt um hversu róandi útsýnið yfir sundin og Esjuna hefði verið frá Höfða. Kenneth Aldemann ráðgjafi sagði okkur frá því hvernig hann og Rússarnir breiddu heimskort yfir gólfið á klósettinu í Höfða og ræddu um heimsfrið og kjarnorkuvopnalausan heim. Og sjónvarpsstjarnan Peter Jennings bauð í heimsókn á ABC News í New York, en neitaði að segja okkur hvað íslenska kærastan hét sem hann hafði kynnst í Ísrael. Ekki síður eftirminnilegur var Richard Pearle, sem fékk nafnið Svarti riddarinn fyrir þær sakir hversu herskár hann var. Hann talaði mikið um þau mistök þáverandi stjórnar Bandaríkjanna (1996) að ganga ekki á mili bols og höfuðs á Saddam Hússein í fyrri Flóabardaga, en honum varð að ósk sinni nokkrum árum síðar eins og alkunna er, þegar hann komst á ný til áhrifa í stjórn Bush forseta yngra.Klauf loftið í tíma og ótíma En auðvitað var minnistæðast að taka viðtal við Mikhail Gorbatsjov. Ýmislegt hafði verið reynt til að ná sambandi við hann en það var ekki fyrr en ég leitaði til Hauks Haukssonar, fréttaritara í Moskvu, sem hreyfing komst á hlutina. Haukur hringdi og skrifaði en fékk loðin svör. Loks frétti hann af því að Gorbatsjov ætlaði að undirrita bók á tilteknum stað, og gerði Haukur sér lítið fyrir og sveif á fyrrverandi Sovétleiðtogann og hans menn og linnti ekki látunum fyrr en loforð um viðtal hafði fengist. Nokkrum vikum síðar vorum við Katrín komin til Moskvu og héldum ásamt Hauki til fundar við Gorbatsjov. Biðum við drykklanga stund á skrifstofu. Þess sáust merki að Gorbatsjov væri í húsinu því hatturinn hans, sem var auðþekktur af ljósmyndum, hékk á snaga. Einmitt í þann mund sem ég var að máta höfuðfatið, snaraðist leiðtoginn inn og virtist kannast við hatt sinn á höfði útsendara Stöðvar2! Haukur hvíslaði jafnóðum þýðingu á orðum Gorbatsjovs í eyra á meðan á viðtalinu stóð, en mér varð ósjálfrátt starsýnt á handahreyfingar hans og orð gamals pólsks kunningja komu upp í huga mér. „Maður getur alltaf þekkt gamla kommúnista á því að þeir þurfa alltaf að höggva loftið, þegar þeir vilja leggja áherslu á orð sín.“ Og viti menn: Gorbatsjov klauf loftið í tíma og ótíma, meira að segja þegar hann talaði fallega um Vigdísi forseta. Einu sinni kommúnisti, alltaf kommúnisti?… Satt að segja fannst mér miklu meira koma til Alexanders Yakovlev, hugmyndafræðings glasnost og perestrojku, því Gorbatsjov, sem endurtók sig, talaði í hringi og ruglaði ítrekað saman hinum ýmsu fundum sínum og Reagans. Kannski var þá Reykjavíkurfundurinn ekki jafn minnisstæður og við héldum, bara enn einn dagur í vinnunni, við að koma í veg fyrir kjarnorkustríð og tortímingu heimsins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun