Hungurlús fyrir kosningar Björgvin Guðmundsson skrifar 13. október 2016 07:00 Nýlega gaf ég út bók, Bætum lífi við árin. Baráttan fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja. Greinasafn. Eins og nafnið bendir til er hér um greinasafn að ræða. Þetta er úrval þeirra greina, sem ég hef skrifað sl. 12 ár. Alls hef ég skrifað rúmlega 600 greinar á þessu tímabili, flestar um kjaramál aldraðra og öryrkja. Í eftirmála bókarinnar segi ég þetta: Ástandið í kjaramálum aldraðra og öryrkja er enn þannig, að sá lífeyrir, sem stjórnvöld skammta þeim, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum, dugar ekki fyrir framfærslukostnaði. Væntanlega gerir ríkisstjórnin eitthvað í málinu fyrir alþingiskosningarnar 29. október 2016. Ég óttast, að það verði eins og oft áður aðeins einhver hungurlús. Því miður rættist þessi spá. Ríkisstjórnin spilaði út hungurlús til aldraðra nú rétt fyrir kosningar. Ég kalla það hungurlús, þegar ríkisstjórnin ákveður að láta þá, sem verst eru staddir, fá 17 þúsund króna hækkun eftir skatt , þegar þeir eru búnir að bíða í níu mánuði í ár og þurftu að bíða í átta mánuði sl. ár frá því aðrar stéttir fengu miklar kauphækkanir. Launafólk fékk 14,5% hækkun á lágmarkslaunum 2015 og flestar aðrar stéttir fengu þá miklar kauphækkanir, sumar miklu meira. Ríkisstjórnin sagði alltaf við aldraða og öryrkja, að þeir yrðu að bíða. Hvers vegna? Ég tel, að aldraðir og öryrkjar hefðu frekar átt að fá hækkanir á undan öðrum; ekki að bíða og fá átta mánuðum síðar en aðrir minni hækkun eða 9,7% hækkun miðað við 14,5% hækkun sem launafólk fékk. Nú segir ríkisstjórnin, að lífeyrir aldraðra einhleypinga hækki í 280 þúsund á mánuði fyrir skatt um næstu áramót; í 224 þúsund krónur eftir skatt. Þessi lífeyrir er í dag 207 þúsund krónur á mánuði. Hér er um 17 þúsund króna hækkun að ræða eftir skatt. Það eru öll ósköpin. Þetta nær ekki einu sinni þeirri hækkun sem stjórnarflokkarnir lofuðu öldruðum, og öryrkjum í kosningaloforði til leiðréttingar á lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans; til þess að efna það loforð þarf að hækka lífeyri um kr 56.580 og lífeyrir færi í 302 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt, í 242 þúsund eftir skatt. Aðalatriðið er hvað aldraðir og öryrkjar þurfa sér til framfærslu. Ég tel, að eina viðmiðunin í því efni sé neyslukönnun Hagstofunnar. Samkvæmt henni er meðaltalsneysla einhleypinga 321 þúsund krónur á mánuði. Það er án skatta. Ég tel því lágmark 321 þúsund krónur á mánuði eftir skatt fyrir einhleypan eldri borgara og öryrkja.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Sjá meira
Nýlega gaf ég út bók, Bætum lífi við árin. Baráttan fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja. Greinasafn. Eins og nafnið bendir til er hér um greinasafn að ræða. Þetta er úrval þeirra greina, sem ég hef skrifað sl. 12 ár. Alls hef ég skrifað rúmlega 600 greinar á þessu tímabili, flestar um kjaramál aldraðra og öryrkja. Í eftirmála bókarinnar segi ég þetta: Ástandið í kjaramálum aldraðra og öryrkja er enn þannig, að sá lífeyrir, sem stjórnvöld skammta þeim, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum, dugar ekki fyrir framfærslukostnaði. Væntanlega gerir ríkisstjórnin eitthvað í málinu fyrir alþingiskosningarnar 29. október 2016. Ég óttast, að það verði eins og oft áður aðeins einhver hungurlús. Því miður rættist þessi spá. Ríkisstjórnin spilaði út hungurlús til aldraðra nú rétt fyrir kosningar. Ég kalla það hungurlús, þegar ríkisstjórnin ákveður að láta þá, sem verst eru staddir, fá 17 þúsund króna hækkun eftir skatt , þegar þeir eru búnir að bíða í níu mánuði í ár og þurftu að bíða í átta mánuði sl. ár frá því aðrar stéttir fengu miklar kauphækkanir. Launafólk fékk 14,5% hækkun á lágmarkslaunum 2015 og flestar aðrar stéttir fengu þá miklar kauphækkanir, sumar miklu meira. Ríkisstjórnin sagði alltaf við aldraða og öryrkja, að þeir yrðu að bíða. Hvers vegna? Ég tel, að aldraðir og öryrkjar hefðu frekar átt að fá hækkanir á undan öðrum; ekki að bíða og fá átta mánuðum síðar en aðrir minni hækkun eða 9,7% hækkun miðað við 14,5% hækkun sem launafólk fékk. Nú segir ríkisstjórnin, að lífeyrir aldraðra einhleypinga hækki í 280 þúsund á mánuði fyrir skatt um næstu áramót; í 224 þúsund krónur eftir skatt. Þessi lífeyrir er í dag 207 þúsund krónur á mánuði. Hér er um 17 þúsund króna hækkun að ræða eftir skatt. Það eru öll ósköpin. Þetta nær ekki einu sinni þeirri hækkun sem stjórnarflokkarnir lofuðu öldruðum, og öryrkjum í kosningaloforði til leiðréttingar á lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans; til þess að efna það loforð þarf að hækka lífeyri um kr 56.580 og lífeyrir færi í 302 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt, í 242 þúsund eftir skatt. Aðalatriðið er hvað aldraðir og öryrkjar þurfa sér til framfærslu. Ég tel, að eina viðmiðunin í því efni sé neyslukönnun Hagstofunnar. Samkvæmt henni er meðaltalsneysla einhleypinga 321 þúsund krónur á mánuði. Það er án skatta. Ég tel því lágmark 321 þúsund krónur á mánuði eftir skatt fyrir einhleypan eldri borgara og öryrkja.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar