Hungurlús fyrir kosningar Björgvin Guðmundsson skrifar 13. október 2016 07:00 Nýlega gaf ég út bók, Bætum lífi við árin. Baráttan fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja. Greinasafn. Eins og nafnið bendir til er hér um greinasafn að ræða. Þetta er úrval þeirra greina, sem ég hef skrifað sl. 12 ár. Alls hef ég skrifað rúmlega 600 greinar á þessu tímabili, flestar um kjaramál aldraðra og öryrkja. Í eftirmála bókarinnar segi ég þetta: Ástandið í kjaramálum aldraðra og öryrkja er enn þannig, að sá lífeyrir, sem stjórnvöld skammta þeim, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum, dugar ekki fyrir framfærslukostnaði. Væntanlega gerir ríkisstjórnin eitthvað í málinu fyrir alþingiskosningarnar 29. október 2016. Ég óttast, að það verði eins og oft áður aðeins einhver hungurlús. Því miður rættist þessi spá. Ríkisstjórnin spilaði út hungurlús til aldraðra nú rétt fyrir kosningar. Ég kalla það hungurlús, þegar ríkisstjórnin ákveður að láta þá, sem verst eru staddir, fá 17 þúsund króna hækkun eftir skatt , þegar þeir eru búnir að bíða í níu mánuði í ár og þurftu að bíða í átta mánuði sl. ár frá því aðrar stéttir fengu miklar kauphækkanir. Launafólk fékk 14,5% hækkun á lágmarkslaunum 2015 og flestar aðrar stéttir fengu þá miklar kauphækkanir, sumar miklu meira. Ríkisstjórnin sagði alltaf við aldraða og öryrkja, að þeir yrðu að bíða. Hvers vegna? Ég tel, að aldraðir og öryrkjar hefðu frekar átt að fá hækkanir á undan öðrum; ekki að bíða og fá átta mánuðum síðar en aðrir minni hækkun eða 9,7% hækkun miðað við 14,5% hækkun sem launafólk fékk. Nú segir ríkisstjórnin, að lífeyrir aldraðra einhleypinga hækki í 280 þúsund á mánuði fyrir skatt um næstu áramót; í 224 þúsund krónur eftir skatt. Þessi lífeyrir er í dag 207 þúsund krónur á mánuði. Hér er um 17 þúsund króna hækkun að ræða eftir skatt. Það eru öll ósköpin. Þetta nær ekki einu sinni þeirri hækkun sem stjórnarflokkarnir lofuðu öldruðum, og öryrkjum í kosningaloforði til leiðréttingar á lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans; til þess að efna það loforð þarf að hækka lífeyri um kr 56.580 og lífeyrir færi í 302 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt, í 242 þúsund eftir skatt. Aðalatriðið er hvað aldraðir og öryrkjar þurfa sér til framfærslu. Ég tel, að eina viðmiðunin í því efni sé neyslukönnun Hagstofunnar. Samkvæmt henni er meðaltalsneysla einhleypinga 321 þúsund krónur á mánuði. Það er án skatta. Ég tel því lágmark 321 þúsund krónur á mánuði eftir skatt fyrir einhleypan eldri borgara og öryrkja.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega gaf ég út bók, Bætum lífi við árin. Baráttan fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja. Greinasafn. Eins og nafnið bendir til er hér um greinasafn að ræða. Þetta er úrval þeirra greina, sem ég hef skrifað sl. 12 ár. Alls hef ég skrifað rúmlega 600 greinar á þessu tímabili, flestar um kjaramál aldraðra og öryrkja. Í eftirmála bókarinnar segi ég þetta: Ástandið í kjaramálum aldraðra og öryrkja er enn þannig, að sá lífeyrir, sem stjórnvöld skammta þeim, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum, dugar ekki fyrir framfærslukostnaði. Væntanlega gerir ríkisstjórnin eitthvað í málinu fyrir alþingiskosningarnar 29. október 2016. Ég óttast, að það verði eins og oft áður aðeins einhver hungurlús. Því miður rættist þessi spá. Ríkisstjórnin spilaði út hungurlús til aldraðra nú rétt fyrir kosningar. Ég kalla það hungurlús, þegar ríkisstjórnin ákveður að láta þá, sem verst eru staddir, fá 17 þúsund króna hækkun eftir skatt , þegar þeir eru búnir að bíða í níu mánuði í ár og þurftu að bíða í átta mánuði sl. ár frá því aðrar stéttir fengu miklar kauphækkanir. Launafólk fékk 14,5% hækkun á lágmarkslaunum 2015 og flestar aðrar stéttir fengu þá miklar kauphækkanir, sumar miklu meira. Ríkisstjórnin sagði alltaf við aldraða og öryrkja, að þeir yrðu að bíða. Hvers vegna? Ég tel, að aldraðir og öryrkjar hefðu frekar átt að fá hækkanir á undan öðrum; ekki að bíða og fá átta mánuðum síðar en aðrir minni hækkun eða 9,7% hækkun miðað við 14,5% hækkun sem launafólk fékk. Nú segir ríkisstjórnin, að lífeyrir aldraðra einhleypinga hækki í 280 þúsund á mánuði fyrir skatt um næstu áramót; í 224 þúsund krónur eftir skatt. Þessi lífeyrir er í dag 207 þúsund krónur á mánuði. Hér er um 17 þúsund króna hækkun að ræða eftir skatt. Það eru öll ósköpin. Þetta nær ekki einu sinni þeirri hækkun sem stjórnarflokkarnir lofuðu öldruðum, og öryrkjum í kosningaloforði til leiðréttingar á lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans; til þess að efna það loforð þarf að hækka lífeyri um kr 56.580 og lífeyrir færi í 302 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt, í 242 þúsund eftir skatt. Aðalatriðið er hvað aldraðir og öryrkjar þurfa sér til framfærslu. Ég tel, að eina viðmiðunin í því efni sé neyslukönnun Hagstofunnar. Samkvæmt henni er meðaltalsneysla einhleypinga 321 þúsund krónur á mánuði. Það er án skatta. Ég tel því lágmark 321 þúsund krónur á mánuði eftir skatt fyrir einhleypan eldri borgara og öryrkja.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar