Tímamótaálit Skipulagsstofnunar Jón Helgi Björnsson skrifar 13. október 2016 07:00 Nýverið gaf Skipulagsstofnun álit vegna aukinnar framleiðslu á eldislaxi í Patreksfirði og Dýrafirði. Þar áforma Arnarlax og og Arctic Sea Farm nú að auka framleiðslu laxeldisafurða um 14.700 tonn. Það er einkum tvennt í áliti Skipulagsstofnunar sem vekur athygli. Hið fyrsta er að stofnunin fjallar um þau tilvik þegar norski eldislaxinn hefur sloppið úr eldiskvíum hérlendis með svofelldum hætti: „Mikilvægt er að leyfisveitendur og eldisfyrirtæki tryggi að upplýst sé opinberlega hvert umfang slysasleppingar er í hverju tilfelli, því ekki verður við það unað að getgátur þurfi að vera um umfang, orsakir og áhrif sleppinga í villtri náttúru.“ Hér er stofnunin með sömu kröfu og Landssamband veiðifélaga hefur sett fram á síðustu dögum. Í þessari áminningu Skipulagsstofnunar felst í rauninni ávirðing á eftirlit Matvælastofnunar með sjókvíaeldinu. Frammistaða Matvælastofnunar að þessu leytinu er með þeim hætti að ætla má að stofnunin hafi ekki áttað sig á þeirri nöpru staðreynd að umfangsmikið þauleldi á frjóum norskum laxi mun valda óafturkræfum náttúruspjöllum. Hitt atriðið er umfjöllun Skipulagsstofnunar um eldisfisk í laxeldinu. Um þann þátt málsins segir í álitinu: „ Í umræðu í samfélaginu hefur undanfarið verið bent á þann kost að nýta geldfisk í sjókvíaeldi í því skyni að koma í veg fyrir erfðablöndun. Á vef Stofnfisks, sem framleiðir seiði til laxeldis í sjó, kemur fram að í Noregi hafa verið gefin út leyfi til laxeldis sem byggja á þessari tækni. Skipulagsstofnun telur mikilvægt að leyfisveitendur og fiskeldisaðilar fylgist vel með þróun þessarar tækni og beinir því til þessara aðila að skoða þennan kost við leyfisveitingar til fiskeldis í sjó við strendur Íslands. Ef slíkt eldi er raunhæft mun það leysa þann þátt sem helst veldur áhyggjum varðandi umhverfisáhrif laxeldis í sjókvíum hér við land.“ Af framansögðu verður aðeins ráðið að Skipulagsstofnun er í áliti sínu að gera ríka kröfu um að Matvælastofnun skuli takmarka rekstrarleyfi til eldisins við notkun geldstofna ef þess er kostur. Reynsla Norðmanna hefur leitt í ljós að geldlax er vel nothæfur til sjókvíaeldis á svæðum þar sem hitastig sjávar er með svipuðum hætti og við strendur Íslands. Íslensk sjókvíaeldisfyrirtæki hafa hins vegar ekki viljað nýta þessa tækni vegna ótta um að markaðurinn greiði ekki sama verð fyrir laxeldisafurðir af geldstofni og afurðir af frjóa norska eldislaxinum, sem þeir markaðssetja erlendis sem „vistvæna“ afurð. Þau rök eru léttvæg í samanburði við þá umhverfishagsmuni sem eru í húfi og spyrja má, hvernig getur lax sem ógnar villtum laxastofnum verið „vistvænn“?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nýverið gaf Skipulagsstofnun álit vegna aukinnar framleiðslu á eldislaxi í Patreksfirði og Dýrafirði. Þar áforma Arnarlax og og Arctic Sea Farm nú að auka framleiðslu laxeldisafurða um 14.700 tonn. Það er einkum tvennt í áliti Skipulagsstofnunar sem vekur athygli. Hið fyrsta er að stofnunin fjallar um þau tilvik þegar norski eldislaxinn hefur sloppið úr eldiskvíum hérlendis með svofelldum hætti: „Mikilvægt er að leyfisveitendur og eldisfyrirtæki tryggi að upplýst sé opinberlega hvert umfang slysasleppingar er í hverju tilfelli, því ekki verður við það unað að getgátur þurfi að vera um umfang, orsakir og áhrif sleppinga í villtri náttúru.“ Hér er stofnunin með sömu kröfu og Landssamband veiðifélaga hefur sett fram á síðustu dögum. Í þessari áminningu Skipulagsstofnunar felst í rauninni ávirðing á eftirlit Matvælastofnunar með sjókvíaeldinu. Frammistaða Matvælastofnunar að þessu leytinu er með þeim hætti að ætla má að stofnunin hafi ekki áttað sig á þeirri nöpru staðreynd að umfangsmikið þauleldi á frjóum norskum laxi mun valda óafturkræfum náttúruspjöllum. Hitt atriðið er umfjöllun Skipulagsstofnunar um eldisfisk í laxeldinu. Um þann þátt málsins segir í álitinu: „ Í umræðu í samfélaginu hefur undanfarið verið bent á þann kost að nýta geldfisk í sjókvíaeldi í því skyni að koma í veg fyrir erfðablöndun. Á vef Stofnfisks, sem framleiðir seiði til laxeldis í sjó, kemur fram að í Noregi hafa verið gefin út leyfi til laxeldis sem byggja á þessari tækni. Skipulagsstofnun telur mikilvægt að leyfisveitendur og fiskeldisaðilar fylgist vel með þróun þessarar tækni og beinir því til þessara aðila að skoða þennan kost við leyfisveitingar til fiskeldis í sjó við strendur Íslands. Ef slíkt eldi er raunhæft mun það leysa þann þátt sem helst veldur áhyggjum varðandi umhverfisáhrif laxeldis í sjókvíum hér við land.“ Af framansögðu verður aðeins ráðið að Skipulagsstofnun er í áliti sínu að gera ríka kröfu um að Matvælastofnun skuli takmarka rekstrarleyfi til eldisins við notkun geldstofna ef þess er kostur. Reynsla Norðmanna hefur leitt í ljós að geldlax er vel nothæfur til sjókvíaeldis á svæðum þar sem hitastig sjávar er með svipuðum hætti og við strendur Íslands. Íslensk sjókvíaeldisfyrirtæki hafa hins vegar ekki viljað nýta þessa tækni vegna ótta um að markaðurinn greiði ekki sama verð fyrir laxeldisafurðir af geldstofni og afurðir af frjóa norska eldislaxinum, sem þeir markaðssetja erlendis sem „vistvæna“ afurð. Þau rök eru léttvæg í samanburði við þá umhverfishagsmuni sem eru í húfi og spyrja má, hvernig getur lax sem ógnar villtum laxastofnum verið „vistvænn“?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar