Tímamótaálit Skipulagsstofnunar Jón Helgi Björnsson skrifar 13. október 2016 07:00 Nýverið gaf Skipulagsstofnun álit vegna aukinnar framleiðslu á eldislaxi í Patreksfirði og Dýrafirði. Þar áforma Arnarlax og og Arctic Sea Farm nú að auka framleiðslu laxeldisafurða um 14.700 tonn. Það er einkum tvennt í áliti Skipulagsstofnunar sem vekur athygli. Hið fyrsta er að stofnunin fjallar um þau tilvik þegar norski eldislaxinn hefur sloppið úr eldiskvíum hérlendis með svofelldum hætti: „Mikilvægt er að leyfisveitendur og eldisfyrirtæki tryggi að upplýst sé opinberlega hvert umfang slysasleppingar er í hverju tilfelli, því ekki verður við það unað að getgátur þurfi að vera um umfang, orsakir og áhrif sleppinga í villtri náttúru.“ Hér er stofnunin með sömu kröfu og Landssamband veiðifélaga hefur sett fram á síðustu dögum. Í þessari áminningu Skipulagsstofnunar felst í rauninni ávirðing á eftirlit Matvælastofnunar með sjókvíaeldinu. Frammistaða Matvælastofnunar að þessu leytinu er með þeim hætti að ætla má að stofnunin hafi ekki áttað sig á þeirri nöpru staðreynd að umfangsmikið þauleldi á frjóum norskum laxi mun valda óafturkræfum náttúruspjöllum. Hitt atriðið er umfjöllun Skipulagsstofnunar um eldisfisk í laxeldinu. Um þann þátt málsins segir í álitinu: „ Í umræðu í samfélaginu hefur undanfarið verið bent á þann kost að nýta geldfisk í sjókvíaeldi í því skyni að koma í veg fyrir erfðablöndun. Á vef Stofnfisks, sem framleiðir seiði til laxeldis í sjó, kemur fram að í Noregi hafa verið gefin út leyfi til laxeldis sem byggja á þessari tækni. Skipulagsstofnun telur mikilvægt að leyfisveitendur og fiskeldisaðilar fylgist vel með þróun þessarar tækni og beinir því til þessara aðila að skoða þennan kost við leyfisveitingar til fiskeldis í sjó við strendur Íslands. Ef slíkt eldi er raunhæft mun það leysa þann þátt sem helst veldur áhyggjum varðandi umhverfisáhrif laxeldis í sjókvíum hér við land.“ Af framansögðu verður aðeins ráðið að Skipulagsstofnun er í áliti sínu að gera ríka kröfu um að Matvælastofnun skuli takmarka rekstrarleyfi til eldisins við notkun geldstofna ef þess er kostur. Reynsla Norðmanna hefur leitt í ljós að geldlax er vel nothæfur til sjókvíaeldis á svæðum þar sem hitastig sjávar er með svipuðum hætti og við strendur Íslands. Íslensk sjókvíaeldisfyrirtæki hafa hins vegar ekki viljað nýta þessa tækni vegna ótta um að markaðurinn greiði ekki sama verð fyrir laxeldisafurðir af geldstofni og afurðir af frjóa norska eldislaxinum, sem þeir markaðssetja erlendis sem „vistvæna“ afurð. Þau rök eru léttvæg í samanburði við þá umhverfishagsmuni sem eru í húfi og spyrja má, hvernig getur lax sem ógnar villtum laxastofnum verið „vistvænn“?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið gaf Skipulagsstofnun álit vegna aukinnar framleiðslu á eldislaxi í Patreksfirði og Dýrafirði. Þar áforma Arnarlax og og Arctic Sea Farm nú að auka framleiðslu laxeldisafurða um 14.700 tonn. Það er einkum tvennt í áliti Skipulagsstofnunar sem vekur athygli. Hið fyrsta er að stofnunin fjallar um þau tilvik þegar norski eldislaxinn hefur sloppið úr eldiskvíum hérlendis með svofelldum hætti: „Mikilvægt er að leyfisveitendur og eldisfyrirtæki tryggi að upplýst sé opinberlega hvert umfang slysasleppingar er í hverju tilfelli, því ekki verður við það unað að getgátur þurfi að vera um umfang, orsakir og áhrif sleppinga í villtri náttúru.“ Hér er stofnunin með sömu kröfu og Landssamband veiðifélaga hefur sett fram á síðustu dögum. Í þessari áminningu Skipulagsstofnunar felst í rauninni ávirðing á eftirlit Matvælastofnunar með sjókvíaeldinu. Frammistaða Matvælastofnunar að þessu leytinu er með þeim hætti að ætla má að stofnunin hafi ekki áttað sig á þeirri nöpru staðreynd að umfangsmikið þauleldi á frjóum norskum laxi mun valda óafturkræfum náttúruspjöllum. Hitt atriðið er umfjöllun Skipulagsstofnunar um eldisfisk í laxeldinu. Um þann þátt málsins segir í álitinu: „ Í umræðu í samfélaginu hefur undanfarið verið bent á þann kost að nýta geldfisk í sjókvíaeldi í því skyni að koma í veg fyrir erfðablöndun. Á vef Stofnfisks, sem framleiðir seiði til laxeldis í sjó, kemur fram að í Noregi hafa verið gefin út leyfi til laxeldis sem byggja á þessari tækni. Skipulagsstofnun telur mikilvægt að leyfisveitendur og fiskeldisaðilar fylgist vel með þróun þessarar tækni og beinir því til þessara aðila að skoða þennan kost við leyfisveitingar til fiskeldis í sjó við strendur Íslands. Ef slíkt eldi er raunhæft mun það leysa þann þátt sem helst veldur áhyggjum varðandi umhverfisáhrif laxeldis í sjókvíum hér við land.“ Af framansögðu verður aðeins ráðið að Skipulagsstofnun er í áliti sínu að gera ríka kröfu um að Matvælastofnun skuli takmarka rekstrarleyfi til eldisins við notkun geldstofna ef þess er kostur. Reynsla Norðmanna hefur leitt í ljós að geldlax er vel nothæfur til sjókvíaeldis á svæðum þar sem hitastig sjávar er með svipuðum hætti og við strendur Íslands. Íslensk sjókvíaeldisfyrirtæki hafa hins vegar ekki viljað nýta þessa tækni vegna ótta um að markaðurinn greiði ekki sama verð fyrir laxeldisafurðir af geldstofni og afurðir af frjóa norska eldislaxinum, sem þeir markaðssetja erlendis sem „vistvæna“ afurð. Þau rök eru léttvæg í samanburði við þá umhverfishagsmuni sem eru í húfi og spyrja má, hvernig getur lax sem ógnar villtum laxastofnum verið „vistvænn“?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun